Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.12.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 22.12.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAQUR 22. DESEMBER 1977. 11 Erlendar fréttir i REUTER i Loftið íþurr- hreinsuninni eitraði móður- mjólkina og barnið veiktist Sex vikna gamalt stúlkubarn í Halifax veiktist nýlega af brjósta- mjólk móður sinnar. Móðirin hafði andað að sér gufu af upp- leysiefni í þurrhreinsun, þar sem maður hennar vinnur. Barnið veiktist af óþekktri gulu en náði sér aftur er það hætti á brjósti. Þegar sýni voru tekin úr brjóstamjólkinni mátti greina uppleysiefni í henni. — Jólin sprengd inn rétt eftir komu James Callaghans — IRA skæruliðar sækja í sig veðrið Irskir skæruliðar tóku heldur betur við sér í gær- kvöldi og sprengdu fimm sprengjur víðs vegar um Norður-Irland, auk þess var sjötta sprengjan fjarlægð áður en af henni hlauzt skaði. Þetta varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að James Callaghan forsætisráðherra kvaddi landsmenn en hann kom flestum til undrunar f heimsókn þangað f gær. Sagði hann meðal annars af þvf tilefni, að hann teldi ástandið á Norður-Irlandi vera farið að skána og öryggi fbúanna meira en áður. Skemmdir urðu á fimm hótelum og veitingastöðum. Hafa yfirvöld her- og öryggis- mála á Norður-írlandi hvatt eigendur veitingastaða til að leita í húsakynnum sfnum að hugsanlegum sprengjum. Callaghan forsætisráðherra sagði í ræðu, sem hann hélt í Belfast f gær, að friðarhorfur væru betri nú en f fyrra. Ekki hefðu nema 110 látið lífið í ár, samanborið við 296 f fyrra. — Við höfum ekki að fullu sigrazt á andstæðingum okkar en okkur gengur mun betur en fyrir nokkrum mánuðum — sagði forsætisráðheri ann. Svo virðist sem skæruliðar Irska lýðveldishersins ÍRA hafi ákveðið að svara þessari fullyrðingu brezka forsætisráð- herrans og sýna mátt hreyfingarinnarmeð sprenging- unum fimm. Svo vel tókst til að ekki særðist nema einn maður f gær. I gær sprungu tvær aðrar sprengjur i Belfast. Sú fyrri sprakk á skrifstofu lögregl- unnar sem meðal annars hefur dreift áróðri gegn skæruliðum. Síðari sprengjan sprakk þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af tveim unglingum sem voru að koma út úr leigu- bifreið. Lögðu þeir á flótta, er þeir urðu lögreglunnar varir, og köstuðu frá sér tveim pinklum. Sprakk annar þeirra en sprengjan f hinum var gerð óvirk af sprengjusérfræðingum hersins. Sprengingar þessar og aðrar undanfarna daga hafa valdið töluverðum vonbrigðum í Norður-Iriandi þvf margir höfðu gert sér vonir um tiltölu- lega friðsöm jól og áramót þar um slóðir. James Callaghan á tali við nokkra brezka hermenn á Norður- trlandi. Eitt af helztu eilifðarmálum brezkra ríkisstjórna er hvernig leysa eigi vandann á Norður-írlandi. Kaþólskir og mótmæl- endur deila þar stöðugt þó trúmái séu að líkindum ekki aðaldeiiu- efnið. LEIKFANGAHUSIÐ Skólavörðustíg 10 og Iðnaðarhúsinu v/lngólf sstræti Traktorar, 4 tegundir—Þríhjól, 8 tegundir—Stigbílar, 10 tegundir—Brúöuvagnar, 8 tegundir—Regnhlífarkerrur, 3 tegundir—Lone Ranger—Hestar—Hesthús— Hótel—Krambúð—Þorp—Bensínstöövar BILLIARDBORÐ - B0BB-B0RÐ - SNJÓÞOTUR Leikfangahúsiö Skólavöröustíg 10, lönaöarhúsinu v/lngólfsstræti V,

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.