Dagblaðið - 22.12.1977, Side 13

Dagblaðið - 22.12.1977, Side 13
13 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. Fjör færist í kjötútf lutning til Danmerkur: SIS selur nú á d. kr. 9.25 kflóið og fær staðgreiðslu — Einkaaðstaða Knudsens í Kjötbænum til innflutnings á íslenzku dilkakjöti er nú rofin Mikið fjör er nú í sölu ís- lenzks lambakjöts til Danmerk- ur. Hér í blaðinu var frá því slðhdék lammelmá m-rámé mmsie : ■. mmmm ' itínd ■ iri : IForsíða uppskriftabæklingsins danska, sem er fagurlega iit- prentaður. Neðst t.v. stendur að Knud C. Knudsen Ködbyen sé einkainnf lvt jandi. skýrt á föstudaginn var að nýr söluaðili hér á landi, Triton hf. hefði selt 100 tonn af kjöti fyrir 9 krónur danskar kflóið og var þar um staðgreiðslu að ræða, sem er nýr háttur í við- skiptum á kjöti við Dani. Nú hefur Dagblaðinu borizt til- kynning frá SÍS um að Sam- bandið hafi fyrr í þessum mán- uði selt kjöt til Danmerkur og einnig fengið það staðgreitt. Verðið var 9.25 krónur nettó á kfló, sem er 25 dönskum aurum hærra verð en hinn nýi út- flutningsaðili „telur sig hafa selt á“ eins og það heitir í til- kynningu SÍS. t tilkynningunni segir að DB hafi mjö'g hallað réttu máli í frásögn sinni sl. föstudag. Er þess óskað að eftirfarandi verði birt í DB. „í' sambandi við þær fullyrð- ingar, að hinn nýi útflutnings- aðili, sem nefndur er í grein- inni, hafi fengið mun hærra verð fyrir fsl. dilkakjöi f Dan- mörku en aðrir aðilar (þ.e. Sambandið) þá er sá saman- burður óraunhæfur. Þar er og með röngum tölum borið saman verð frá sl. vori, þ.e. þeim árs- tíma þegar verðið er lægst, við það verð sem nú fæst, en kjöt- verð hefur hækkað allnokkuð á þessu tímabili, svo sem sölur á dilkakjöti í haust til Noregs, Svfþjóðar og Færeyja bera skýran vott um. t Danmörku hefur verðið einnig hækkað verulega. Lfka er ástæða að geta þess, að það er ekki f skjóli neinnar einokunar, að Sambandið hefur um langt skeið verið eini út- flutningsaðili landsins á dilka- kjöti, þvf að það eru til slátur- hús utan Sambandskaupfélag- anna, sem eru viðurkennd sem útflutningssláturhús. Það hefur hins vegar ávallt verið sterk samstaða um dilkakjöts- útflutninginn, sem og um út- flutning á tilfallandi innyflum hjá sláturhúsunum, jafnt þeim sem eru á vegum samvinnu- félaganna og þeim sem eru á vegum einkaaðila. Er ástæðan án efa fyrst og fremst sú, að útflutningurinn hefur lengst af verið sveiflukenndur, enda framleiðslutfminn bundinn við aðeins 5—6 vikur á hverju ári. Varðandi kjötsölur til Dan- merkur er það einnig að segja, að þar er lélegastur markaður á öllum Norðurlöndunum, enda er þar 20% innflutningstollur á sama hátt og í hinum Efnahags- bandalagslöndunum. Þó er markaður í Danmörku mun betri en f Bretlandi, en fslenzka dilkakjötið hefur um áratuga- skeið verið á boðstólum í Dan- mörku og naut þar tollfríðinda áður en Danir gengu í Efna- hagsbandalagið. Vegna stórvaxandi útflutn- ings á dilkakjöti hin sfðari ár hefur þurft að flytja út til Dan- merkur mjög aukið magn, eða nálega 600 lestir á ári sl. tvö ár á móti 60—70 lestum árlega fyrir 12—15 árum, þannig að magnið hefur um það bil tífald- azt. Til þess að gera þessa aukn- ingu mögulega hefur orðið að auglýsa dilkakjötið mjög mikið á vörusýningum, f fjölmiðlum og með útgáfu á alls konar kynningarbæklingum, sem hefur verið ali kostnaðarsamt, en kemur öllu fslenzku sölu- starfi til góða. Þess má einnig geta, að um- boðsfyrirtæki Búvörudeildar Sambandsins í Kjöthöllinni f Kaupmannahöfn selur aðeins íslenzkt dilkakjöt og hefur auk þess mjög góða aðstöðu á staðnum til að afgreiða kjötið f hverju þvf formi, sem við- skiptavinirnir óska eftir.“ I tilkynningunni segir ekkert um kjötmagn það sem StS seldi síðast til Danmerkur á 9.25 kr. danskar. Gunnlaugur Björns- son hjá Búvörudeild SlS upp- lýsti hins vegar að um 25 tonn hefði verið að ræða. Staðreynd er að kjötsölur til Danmerkur hafa ekki fyrr en nú farið fram gegn stað- greiðslu, en hún tryggir hent- ugri greiðslu og bindur enda á þá viðskiptahætti að tollar, upp- skipunargjöld og fleiri liðir komi til frádráttar og sé reiknaður íslenzkum söluaðil- um til gjalda en sá háttur hefur verið tíðkaður f viðskiptum við Dani samkvæmt upplýsingum Sveins Tryggvasonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs. StS vildi ekki láta hinn nýja söluaðila hafa kjöt til útflutn- ings en Sláturfélag Suðurlands varð við ítrekuðum óskum hans þar um. Tilkynningu StS til DB fylgdi litprentaður bæklingur með 24 uppskriftum lamba- kjötsrétta. Á forsfðu hans kemur fram að Knud C Knud- sen í Ködbyen sé einkainnflytj- andi íslenzks lambakjöts f Dan- mörku. - A.St. J0LAGJAFIR URVALI TJÖLD — SVEFNP0KAR VtÐLEGUBÚNAÐUR TJALDDÝNUR — VINDSÆNGUR BJÖRGUNARVESTI REIÐTYGIÍ ÚRVALI BARNA- 0G UNGLINGAÚLPUR í ÚRVALI BARNAHJÓL 0G -BÍLAR í ÚRVALI SPORTanagasiniö GOÐABOBG Grensásveq 22 - Símar 81617-82125 DARTSPIL B0BSPIL FÓTBOLTASPIL KR0KKETSPIL SKAUTAR FÓTB0LTAR HANDB0LTAR KÖRFUB0LTAR PLASTB0LTAR JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS VEIÐISTÍGVÉL — VÖÐLUR VEIÐISTENGUR — VEIÐIHJÓL VEIÐITÖSKUR — REGNGALLAR BYSSUP0KAR — SK0TABELTI RIFFILSJÓNAUKAR — BYSSUREKKAR HAGLABYSSUR — RIFFLAR NÝK0MNIR FLUGELDAR í HAGLABYSSUR Allt fyrirsport- og veiðimenn

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.