Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. I t k Sigraði í baráttunni við kerfið: Var neitað um lóð, mótmælti — og fékk E. hringdi: „Mig langar að segja frá við- skiptum mínum við borgaryfir- völd út af umsókn um lóð sem endaði með sigri mínum. Eg skora á borgarráð að koma sér á lappirnar og hætta pólitískum lóðaúthlutunum. Ég vil enn- fremur benda þeim, sem hafa sótt um lóðir og ekki fengið, að athuga hvort þeir eigi ekki meiri rétt en þeir hafa haldið svo að þeir geti fengið sitt fram. Ég hafði verið leigjandi í 10 ár. Fyrir 20 árum hafði ég fengið lóð hjá borginni. Ég hafði alltaf grpitt skatta fyrir áramót en eitt sinn höfðu lítils- háttar dráttarvextir verið lagðir á skattana 1. ágúst. Nú sótti ég um lóð fyrir skömmu. Ég sótti um „eins og álfur“ án þess að tala við neinn af forráðamönnum borgarinnar til að fá svokallaða sérstaka póli- tíska „fyrirgreiðslu". Eg fékk neitun en ekki sætti ég mig við þá niðurstöðu. Nú fór ég á stúfana og spurði forráðamenn hvers vegna ég hefði fengið neitun. Mér var sagt að kannski hefði ég ekki haft nógu miklar tekjur. Ég hefði ekki átt íbúð fyrir og því hefði hugsanlega verið talið að mér mundi ganga verr að byggja á lóð. Minnzt var á að ég hafði greitt dráttarvexti fyrir skattgreiðslur. Ég leit í skatt- skrána og fann strax að tekjur mínar voru um miðbik tekna Ekki er hlaupið að því að fá lóð undir ibuðarhús og reyndar er ekki nema háifur sigur unninn þegar hún er fengin. Drjúgur timi og neningar fara í sjáifa húsbygginguna. þeirra sem lóðir fengu. Fjöidi þeirra átti ekki íbúð fyrir. í ljós kom einnig þegar ég talaði við einn forráðamann borgarinnar að þeir áttu að ganga fyrir sem ekki áttu íbúð. Fjölskylda mín var stærri en fjölskyldur flestra sem fengu lóðir. Skil- yrði var að menn hefðu ekki fengið lóð í 10 ár en 20 voru síðan ég hafði fengið lóð. Nú hótaði ég að kæra úthlutunina að féngnum þessum forsend- um. Ég hótaði stjórnendum öllu illu. Einn borgarráðsmaðurinn sagði að ég hefði átt „aó koma til sín“ fyrr þá hefðu verið líkur til að úr málum mínum rættist. Og hvað gerðist? Af því að ég sótti málið svona fast og lét hvergi hlut minn fékk ég strax lóð sem hafði losnað. Þetta ætti að vera öðrum um- sækjendum góð dæmisaga." Hver borgar vextina af skuldum rafmagnsveitna? Lesandi hringdi og vildi gera athugasémd við að svo virtist sem ýmis fyrirtæki nytu betri greiðslukjara hjá Rafmagns- K veitum ríkisins en einstakling- ar almennt. Benti hann á fregnir í fjölmiólum af stórskuldum þessara aðila og fjárhags- erfiðleikum Rafmagns- veitnanna þess vegna. Vill lesandi fá upplýst hvort þessi stórfyrirtæki greiði venjulega dráttarvexti af skuld- um sínum, því ef svo er ekki hljóti Rafmagnsveiturnar að ná þeim vaxtakostnaði með hærri gjöldum á öðrum viðskiptavin- um sínum. Telur lesandi það ekki réttlátt. ii SNJÓRUÐNINGST ÆKIN LOKI EKKIINNKEYRSLUNUM Húseigandi hringdi og vildi vekja athygli þeirra, sem starfa á snjóhreinsunartækjum Reykjavíkurborgar, á því að þeir reyni að forðast að loka fyrir innkeyrslur að húsum. Sagði húseigandinn að oft hefði hann og fleiri lent í því að þegarbúið væri að moka frá húsum þannig að bifreiðir gætu komizt af götunni inn á lóðir þá kæmi snjóruðningstæki og Iok- aði innkeyrslunni aftur. Þar sem ekki væri vafi á að hér væri um að ræða algjört athugunarleysi þeirra manna, sem við snjóhreinsunina störf- uðu, vildi húseigandinn biðja þá að reyna að forðast þetta. Raddir lesenda v^:">£ ^ P ,í |D| ■ V | Afkastamikil snjóruðningstæki koma sér vel þegar snjónum kyngir niður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.