Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. <§ Útvarp Sjónvarp D Enskukennslan: On We Go Svör við æfingunum í 12. kafla. Exercise 1. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 2. Dæmi: Does he live near you? Yes, he does. Exercise 3. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 4. 1. do. 2. are. 3. has. 4. is. 5. does. 6. has. 7. do. 8. are. 9. have. 10. do. 11. does. 12. do. 13. is. 14. does. 15. has. 16. does. Exercise 5. 1. what. 2. does he. 3. how-is. 4. does. 5. is he. 6. where. 7. does he have. 8. does he. 9. is. 10. are. Exercise 6. 1. false. 2. false. 3. true. 4. false. 5. false. 6. false. 7. true. 8. false. 9. false. 10. false. Exercise 7. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 8. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 9. Þetta eru réttu orðin í svigunum: live — am sitting — often sit — come — is coming — stop — are waiting — is stopping — are getting on — is leaving — doesn’t — is waiting — is coming — is walking — is using — often misses — never runs — is waiting. Exercise 10. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 11. Dæmi: Kate’s going to read and write. Exercise 12. Dæmi: On Tuesday I’m going to a concert with John. Exercise 13.-14. Þarfnast ekki skýringa. [llfo Útvarp ' MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á skönsunum" eftir Pál Hallbjömsson Höfundur les sögulok (19). 15.00 MiAdegistónleikar André Watts leikur Píanósónötu í h-moll eftir Franz Liszt. Juilliard kvartettinn leikur „Úr lffi minu", strengja- kvartett nr. 1 í e-moll eftir Bedrich Smetana. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga bamanna: „Upp á líf og dauða" eftir Ragnar Þorsteinsson Björg Árnadóttirles (2). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Samleikur í útvarpsal: Elías Davfðs- son og Ruth Kahn leika fjórhent á pfanó Sex þætti úr ..Barnaleikjum" eftir Bizet og „Litla svítu" eftir Debussy. 20.00 Af ungu fólki Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 Dómsmál Björn Helgason hæsta- réttarritari segir frá. 21.00 Einsöngur: Tom Krause syngur lög úr „Schwanengesang" (Svanasöng) eftir Franz Schubert. Irwin Gage leikur á píanó. 21.25 „Fiöriö úr s»ng Daladrottningar" Þorsteinn frá Hamri les úr nýrri ljóða- bók sinni. 21.35 Sellótónlist: Igor Gavrysh leikur verk eftir Gabríel Fauré, Maurice Ravel, Nadiu Boulanger og Francois Francoeur; Tatiana Sadovskaya leikur á píanó. 21.55 Kvöldsagan: „Sagan af Dibs litla" eftir Virginíu M. Alexine Þórir Guðbergsson les þýðingu sína (4). 22.20 Lestur Passíusálma (3). Dalla Þórðardóttir stud. theol. les. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7,00,' 8.15 Og 10.10. Morgunleilffimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. . Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 9.15: Þórhallur Sigurðs- son les „Max bragðaref” eftir Sven Wernström (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfróttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Hege Waldeland og hljóm- sveitin „Harmonien" í Björgvin leika Sellókonsert f D-dúr op. 7 eftir Johan Svendsen; Karsten Andersen stj. / Alicja de Larrocha og Fílharmoníu- sveit Lundúna leika Píanókonsert f Des-dúr eftir Aram Katsjatúrjan; Rafael Frtihbeck de Burgos stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. É Sjónvarp MIDVIKUDAGUR 25. JANÚAR 18.00 Daglegt Irf í dýragarði. Tékkneskur myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.10 Bjöminn Jóki. Bandarfsk teikni- myndasyrpa. Þýðandi Guðbrandur Gislason. 18.35 Cook skipstjóri. Bresk mýndasaga. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 19.00 On Wo Go. Enskukennsla. 13. þáttur frumsýndur. 19.15 Hló. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 20.55 Til mikils að vinna (L). Breskur myndaflokkur i sex þáttum. 2. þáttur. Tilhugaiífiö. Efni fyrsta þáttar: Gyðingurinn Adam Morris hefur hlotið styrk til náms i Cambridge. Herbergisfélagi hans er af tignum ættum og rómversk-kaþölskrar trúar, og oft kastast í kekki með þeim vegna trúarskoðana. Herbergisfélaginn, Davidson. býður Adam heim til sín f páskafríinu. og þar reynir i fyrsta sinn alvarlega á siðferðisþrek hans. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Kvikmyndaþáttur. Umsjónarmenn Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Rifjuð eru upp grundvallaratriði kvikmyndagerðar úr kvikmyndaþáttum á síðastliðnum vetri. 22.45 Dagskrárlok. í framhaldi... Sunnudaginn 15. janúar hófst einn framhaldsþátturinn enn, „Röskir sveinar“, sem gerður er eftir sögu Vilhelms Moberg og lofaði byrjunin a.m.k. ekki illu. Sven Wollter nær að túlka þann guðsblessaða fáráðling sem Gústaf vinnumaður er. Vér bíðum og sjáum hvað setur. Á mánudag var sýnt enskt leikrit en þau hafa verið í færra lagi á skerminum síðustu vikur, enda varla pláss vegna framhaldsþáttanna. „Nýi sölumaðurinn" var ásjálegt stykki, alla vega leið manni ekki eins og tímanum hefði verið eytt til einskis að því loknu. „Umræður um islenska kvik- myndagerð" fóru því miður fram hjá mér og þykir mér það miður, — en fyrirfram var ég á þeirri skoðun að umræður um það fyrir- bæri hlyti að verða það sem marg- ^ir unglingar kalla „bömmer”. En eftir þeim umræðum sem orðið hafa í fjölmiðlum eftir á, virðist þátturinn hafa haft einhvern til- gang. Ég skil ekki hvers vegna Alþingi getur ekki samþykkt frumvarp það um íslenska kvik- myndagerð sem þar hefur legið í óratíma. Eg held að fáir mundu telja það eftir sér að borga ögn meira í bíó ef þeir vissu að nokkr- ar krónur af hverjum miða rynnu til íslensks kvikmyndaiðnaðar. Bíómiðar hér eru enn tiltölulega ódýrir, ef miðað er við önnur lönd. í Bretlandi greiða menn 800 krónur i bíó og nálægt 1000 krónum í Bandaríkjunum. Þriðjudagur er orðinn einn alls- herjar „bömmer” hvað sjónvarp snertir, en önnur kvöld voru þeim mun betri þessa vikuna. Á mið- vikudagskvöldið hófst annar framhaldsþáttur, „Til mikils að vinna“, eftir Frederic Raphael, en hann gekk við góðan orðstír í Bretlandi á síðasta ári. Raphael er vel þekktur höfundur þar í landi og hefur einnig komið nálægt kvjkmyndum. Hann skrifaði m.a. handritið að myndinni „Darling" sem John Schlesinger stjórnaði og hlaut fyrir það Óskar og hann er ötull við skrif um alls konar menningarmál. „Til mikils að vinna” hefur verið lýst af ein- hverjum sem eins konar svar við „Gæfa eða gjörvileiki“.En það er næsta lítið skylt með þessum tveimur þáttum. í þeim síðar- nefnda er lítið um persónuþróun og þroska, heldur er litið á spurn- inguna um frama og gæfu sem peningaspursmál.Þúgerir það gott ef þú eignast mikia peninga og sömuleiðis ertu „nógúdd” uf þig vantar hæfileika tíl þess arna. „Til mikils að vinna " er regluleg þroskasaga. en í Ijósi ákveðíns tímaskeiðs og þjóðfélagsmyndar, þ.e. meðal háskólamenntaðra ein- staklinga í Bretlandi á árunum 1952 til 1970, en sú kynslóð hefur af mörgum verið talin afar efni- leg. Menn eins og Raphael sjálfur, margir leikritahöfundar og fjöl- miðlapersónur sem nú eru vel þekktar i Bretlandi voru af þess- ari kynslóð. Raphael dregur fram margs konar spennu — stéttar- lega, tilfinningalega og einnig kynþáttalega, en söguhetjan, Morris, er Gyðingur eins og Raphael og verður að berjast við alls kyns fordóma. Og það er ekki að sökum að spyrja, hér er eitt breskt efnið enn með úrvalsleik- urum og ágætu handriti. Á mínu 'heimili verður miðvikudags- kvöldið haldið hátíðlegt næstu vikurnar. Það er ekki amalegt að fá að sjá „Til mikils að vinna” og „High Noon“ í sömu vikunni, en sú ágæta kvikmynd var sýnd á föstudagskvöldið. í hverju liggja gæði þeirrar myndar? Hún er fyrst og fremst afar heilleg frá upphafi til enda og næstum eins og klassískt Ieikrit í rökréttri byrjun, stígandi og málalyktum. Efnið er sömuleiðis aldagamalt og fjallár m.a. um siðferðilega ábyrgð einstaklingsins innan þjóðfélagsins og múgmennsku. Sjálf skothríðin í lokin er næstum því eins og antiklímax eftir allt sem á undan er gengið og leik- stjórinn Zinnemann sér réttilega enga ástæðu til að útmála ill- mennsku þorparanna með því að láta þá ganga berserksgang frá upphafi. Þeir sitja einfaldlega á Úr sjónvarpsþættinum Til mikils að vinna. Clive Merrison og Suzanne Stone leika hjón í þættinum. járnbrautarstöðinni, sem eins konar tákn grimmdar og þegar erkiþrjóturinn kemur, sjáum við hann ekki nema einu sinni í nær- mynd. Það er t.d. auðvelt að sjá „High Noon’’ sem eins konar dæmisögu um fasisma sem menn ekki þora að rísa gegn, þ.e. nema þeir sem þroskað hafa með sér einhverja siðferðiskennd. Nýtt skeið hefur nú runnið upp í „Húsbændum og hjúurn” og virðist ætlunin að sýna hvernig liðinu í Eaton Place vegnar að styrjöldinni lokinni. Og það eru engin veikleikamerki á þessum r I kringum skjáinn ágæta þætti, persónusköpun er sem áður afbragð og efnismeð- ferðin trúleg. James hinn ungi er orðinn lífsreyndari og jafnframt ögn geðþekkari og allt útlit er fyrir að við fáum að sjá hann í róti breskra stjórnmáia á árunum kringum 1920, en þau ollu straumhvörfum í sögu landsins. Að lokum — hefur nokkur tekið eftir því að þeir hafa ótrú- lega lika rödd Menachem Begin ísraelsjarl og Ólafur Jóhannesson ráðherra? Eða er þetta bara vit- leysa í mér? Nú eru síðustu forvöð að láta innrita sig. Skemmtilegt nám fyrir alla aldursflokka. Kvöld- tímar fyrir fullorðna. Innritun í dag, miðvikudag, einnig fimmtudag og föstudag kl. 5-7 i skólanum að Háteigsvegi 6 (skammt frá Hlemmtorgi), og í símum 27015 kl. 5-7 en 85752 á öðirum tímum. KENNSLA HEFST 30. JANÚAR OG STENDUR FRAMÍMAÍ. VINSAMLEGA ATHUGID BREYTT SÍMANÚMER. LORENZO gitarar fyrirliggjandi. Mjog hagstætt verð. Kr. 17.800 — og 19 800 —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.