Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978., Kanada: Mikil leit að braki sovézks gervihnattar — Mestar líkur á að hann haf i brunnið í guf uhvolf inu Bandarisk og kanadísk yfir- völd haf skipulagt mikla leit að hugsanlegu braki úr sovézkum kjarnaknúnum gervihnetti, sem fór út af braut sinni í gær- morgun og kom inn í gufuhvolf jafðar yfir norðurhéruðum Kanada, á mjög strjálbýlu svæði. Talsmenn yfirvalda sögðu |>ó að litlar likur væru á því að nokkuð fyndist af gervihnettin- um, sem var á stærð við sjón- varpstæki og yfirmaður varnar- málanefndar Kanada, Robert Falls, sa_gði aö hnötturinn hefði nær örugglega brunnið upp á þremur mínútum eftir að hann kom inn í gufuhvolf jarðar. Er hann var spurður að því hvers vegna svo viðamikil leit færi þá fram sagði hann að yfirvöld tækju enga áhættu og vildu fullvissa sig um að ekki væri um að ræða hættuleg geislavirk efni, sem náð hefðu til jarðar. Möguleiki væri á því að úraní- um úr gervihnettinum hefði staðizt hitann og fallið til jarðar. Sovétmenn skutu gervihnetti þessum á loft í september sl. og aðaltilgangur hnatta sem bessa er að fylgjast með ferðum bandarískra herskipa. Tass fréttastofan sovézka sagði i gær að af ókunnum ástæðum hefði þrýstingurinn farið af gervi- hnettinum 6. janúar sl. og fór hann síðan út af réttri braut sinni. Tass sagði einnig að knötturinn hefði verið hann- aður til þess að eyðast upp er hann kæmi í yztu lög gufu- hvolfsins og hann væri því ekki lengur til. Kanadísk yfirvöld hafa kvartað munnlega við sovézka sendiherrann í Moskvu vegna þess að kanadísk yfirvöld hafi ekki haft nægar upplýsingar um ferðir þessa skemmda gervihnattar. Þá hefur einnig verið ræddur sá möguleiki að Sovétmönnum verði sendur reikningurinn vegna hinnar miklu leitar í Kanada. Harðar deilur urðu í gær á kanadíska þinginu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Joe Clark, sagði að bandarísk yfir- völd hefðu haldið upplýsingum um síðustu ferðir hnattarins leyndum fyrir Kanadamönn- um, en Bandaríkjamenn höfðu fylgzt náið með hnettinum. Vopnaður með þrjá gísla Vopnaður maður hefur haldið þremur mönnum í gíslingu í húsi íæknis nokkurs í Oak Lake í Manitoba síðan á mánudagsmorg- un. Byssumaðurinn, sem er 42 ára gamall, lenti i skotbardaga við lögreglu á hóteli þar sem hann skaut einn lögreglumann til bana og særði tvo. Eftir bardagann tók hann gíslana, lækni, konu hans og bónda, og settist að í húsi læknis- ins. Vopnaðir lögreglumenn hafa umkringt húsið siðan á mánudag. Maðurinn krefst hundrað þús- und Bandaríkjadollara og flug- vélar fyrir sig og konu sína, sem einnig særðist i skotbardaganum við lögregluna. Hann vill síðan láta flytja sig til einhvers hlut- lauss ríkis og taka með sér einn gísla sinna. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Húsgagnaverzlun Reykjavíkurhf. Brautírtiolti 2 — Símar 11941 Hafnarfjörður! Blaðburðarbörn óskast í suöurbæ Upplýsingar í síma 52354 kl. 5 til 7. mmuunÐ Terr.v Kath var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Chicago árið 1968. Þá nefndist hljómsveitin Chicago Transit Authority. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Söngvari hljómsveit- arinnar Chicaco lézt af voðaskoti í gær Terry Kath gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Chicago lézt í fyrrinótt, að því er virðist af voðaskoti. Hann var í heimsókn hjá tæknistjóra hljómsveitarinnar, er atvikið átti sér stað. Að sögn tæknistjórans, Don Johnson, beindi Kath sjálf- virkri skammbyssu að höfði sér og hleypti af. Áður hafði hann fullvissað alla, sem á horfðu, að byssan væri óhlaðin. Sjálfur kvaðst Johnson hafa horft á Kath hlaða skammbyssuna nokkru áður. — Síðustu orð gítarleikarans og söngvarans voru: „Hafið engar áhyggjur, hún er óhlaðin." Lögreglan í Los Angeles rannsakar málið af fullum krafti. Það er enn skráð hjá henni sem slys. Að sögn lögregl- unnar kom Kath, sem var 33ja ára gamall, til heimilis tækni- stjórans með tvær skammbyss- ur, — þá sjálfvirku og aðra 38 kalibera. Hann hafði áður hleypt af hinni byssunni við höfuð sér. — Kath átti gott byssusafn. Terry Kath var einn af stofn- endum bandarísku jazzrokk- hljómsveitarinnar Chicago árið 1968. Hljómsveitin hefur leikið inn á ellefu hljómplötur. Síðasta lagið, sem vinsælt varð með henni, var Baby, What A Big Surprise. Skákmótið í Hollandi: Kortsnoj í forystu Victor Kortsnoj heldur enn forystu á skákmótinu í Wijk Aan Zee í Hollandi eftir jafntefli við Ree frá Hollandi í fjórðu umferð mótsins sem tefld var í gær. Aðeins ein skák vannst í gær, en Mecking frá Brasilíu sigraði brezka meistarann Miles. Skák ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ Andersons frá Svíþjóð og Van der Sterren Hollandi fór í bið en aðrar skákir urðu jafntefli. Staðan eftir fjórar umferðir er nú þessi: 1. Kortsnoj 3 vinningar. 2. Portisch, Mecking, Timman 2‘A vinning. 5. Anderson 2 vinningar og bið- skák. 6. Sosonko 3 vinningar. 7. Ree 1 'Jí og biðskák. 8. kavalek, Njadorf, Miles Panno 1‘A vinningur. 12 Van der Sterren enginn vinn- ingur og biðskák. MannrániðíParís: Kannað hvort Baader- Meinhof hópurinn sé viðriðinn mannránið Möguleikar kunna að vera á því að meðlimir Baader- Meinhof hópsins séu viðriðnir rán . belgíska auðmannsins Edouard-Jean Empains baróns í París í fyrradag. Bílstjóri barónsins sem var illa leikinn eftir barsmíðar ræningjanna, sagði í gær að hann hefði heyrt samræður á þýzku er baróninum var rænt. Þetta leiðir líkur að tengslum á milli þessa ráns og ránsins á Hanns Martin Schleyer, sem var drepinn af mannræningj- um í október sl. En ýmsir hafa lýst sig ábyrga á mannráninu. Öfgahópur sem nefnir sig NAPAP hafði sam- band við útvarpsstöð í Paris og lýsti sig ábyrgan á ráninu og hefur krafizt lausnargjalds sem væri á bilinu frá 8 milljónir dollara og til tveggja milljarða dala. Lögreglan kannar allt sem fram kemur í málinu en enginn hefur enn haft samband við fjölskyldu barónsins, en hann á konu og þrjú börn. Sá sem hringdi frá NAPAP vildi fá lausa tvo Baader Mein- hof skæruliða, þau Irmgard Möller og Rolf Pohle, ella yrði baróninn drepinn. Vinstri sinnaða blaðið Liberation í Frakklandi skýrði síðar frá því að blaðinu hefði borizt bréf frá NAPAP, þar sem aðild að ráninu var alger- lega vísað á bug.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.