Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978. 5 Og ballið heldur áfrant: Þriðji hluf framleiðs :i dilkak lunnar f jöts- luttur út [ — og verðið sem ytra fæst hækkar minna en framleiðsluverð hér heima ] Búið er að senda úr landi 2020 lestir af haustframleiðslu síðasta árs af lambakjöti að því er ,,Sam- bandsfréttir", fréttabréf SÍS, frá 23. janúar herma. Er þar einnig haft eftir Agnari Tryggvasyni framkvæmdastjóra Búvöru- deildar StS að ráðgert sé að flytja út til viðbótar þessu um 2500 lestir svo að heildarútflutningur- inn í ár verður 4520 lestir ef tölur framkvæmdastjórans standast. Heildarframleiðsla dilkakjöts hjá öllum sláturleyfishöfum í landinu var á sl. hausti 13.940 lestir. Ljóst er því að út er flutt nálega þriðja hvert kíló dilkakjöts sem islenzkir bændur framleiða, eða nákvæmlega 32,4%. framleiðsl- unnar. í fréttabréfi SÍS segir orðrétt: „Verðið, sem fengizt hefur fyrir þetta magn, er rúmlega 10% hærra í erlendri mynt en það sem fékkst fyrir rúmu ári.“ Þegar gengissigið bætist við verður útkoman sú að verð- hækkun á hvert kíló milli ára er eitthvað yfir 20% í íslenzkri mynt. Heildsöluverð innanlands milli ára hækkaði um 32% svo að útflutningur kjöts verður stöðugt óhagstæðari. Lög um útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir kveða svo á um að úr ríkissjóði skuli greiða í útflutningsuppbætur allt að 10%- af heildarverðmæti landbúnaðar- afurða. Þegar nú er séð að þriðj- ungur dilkakjötsframleiðsl- unnar kemur til útflutnings á u.þ.b. hálfu heildsöluverði hvers kílós má ljóst vera að enn stefnir í hreinan voða með offramleiðslu á dilkakjöti á fslandi. Næsti kafli fréttabréfs SÍS fjallar um sjávarútveginn og út- flutningsverðmæti sjávarafurða- deildar SÍS. Utflutningur frystra sjávarafurða hjá SlS hafði aukizt um 15,7% að magni til milli ára en verðmæti hans hafði aukizt um 54.3%. Hvað snerti útflutning mjöls og lýsis á vegum SÍS var um rúmlega tvöföldun í magni að ræða en þreföldun í verðmæti. Það er töggur í krökkunum suður með sjó — Söfnuðu nærri 400 þús. kr. til íþróttahússins Fyrir helgina sögðum við frá þvi hér í DB að sex röskir þrettán ára krakkar í Sandgerði tóku sig til og söfnuðu hvorki meira né minna en nærri 400 þúsund krönum til styrktar byggingu íþróttahúss í Sandgerði. Þá höfðum við ekki mynd af þessum rösku og' fallegu krökkum en nú hafa þau bætt úr því með því að þau komu í heimsókn til okkar á ritstjórnina. Þau sögðust hafa gefið út aug- lýsingablað þar sem meðal annars var hvatt til þess að kaupa af þeim sælgæti sem þau hygðust ætla að selja. Þegar krakkarnir komu svo með sælgætið til Sand- gerðisbúa var því svo vel tekið að allt sem þau höfðu á boðstólum seldist, 400 pakkar. Þessi börn söfnuðu einnig til íþróttahúss- byggingarinnar í fyrra með sölu sælgætis. Formaður byggingarnefndar íþróttahússins er Jón Norðfjörð. Sagði hann að íþróttahúsið væri nú langt til uppsteypt og væri vonazt eftir að hægt yrði að taka það í notkun seint á næsta ári. Byggingarkostnaðurinn er nú kominn upp í 27-28 milljónir. Stefnt hefur verið að því að hafa byggingarframkvæmdirnar á sem allra hagkvæmastan hátt. Sagði nokkra fjárfestingu með því að sérstök steypumót, sem spara alla Jón að þeir hefðu farið út I kaupa bæði bygggingarkrana og pússningu. A.Bj. Þessir ungu Sandgérðingar hafa svo sannarlega sýnt að í þeim er mikill töggur. Krakkarnir söfnuðu nærri 400 þúsund krónum til stvrktar bvggingu íþróttahúss í Sandgerði. Þau eru talið frá vinstri. Fremri röð: Lilja Hafsteinsdóttir, Fanne.v Friðriksdóttir. Jóhanna Norðfjörð, Aftari röðin: Guðmundur Pálsson. Jón Gunnarsson og Lúðvík Eggertsson. DB-mvnd Hörður Vilhjálmsson. Það er því þreitt bil milli verð- mætasköpunar Búvörudeildar SÍS og Sjávarafurðadeildar SlS. ASt. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ L i MM UAÐIÐ fijúlsl, áháð dagblstil TÍZKUBLAÐIÐ IlT Til tizkublaðsins Lif Armúla 18 Óska eftir áskrift 1 — 6 tbl. 1978 kr. 2970 2 — 6 tbl. 1978 kr. 2475 er nær uppselt hjá útgefanda örfá eintök eftir sem aðeins verða send til nýrra áskrifenda. Tízkublaðið Líf þakkar frábærar móttökur og minnir á að blaðið kemur út annan hvern mánuð. Auglýsendur: Tízkublaðið Lif er m.a. vettvangur vandaðra auglýsinga sem eru áhrifamiklar og hafa langtímagildi. Vinsamlega staðfestið pantanir yðar allra fyrst. I | Heimilisfang: ----------- I J--------------------- simi: TÍZKUBLAÐIÐ LÍF — SÍMI 82300

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.