Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. ........ —.11..— 13 Frjáls og óháður — Um bók Ingimars Erlends Sigurðssonar Göngustaf vindsins, 144 bls., Letur Margir erlendir skáldjöfrar voru á þeirri skoðun (og eru það enn að því ég best veit) að smásagan væri drottning skáld- skaparins fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að í henni mátti beita, að hæfilegu marki, bæði ljóðrænni sam- þjöppun og víðtækari lýsingar- háttum skáldsögunnar. En drottning sú virðist vera á undanhaldi á bókamarkaðinum eins og annað slekti, hér sem annars staðar. Mætur bókaút- gefandi hér á landi hefur t.d. tjáð mér að vart þýði að gefa út smásögur eftir innlenda höf- unda sem erlenda því þær seljist alls ekki. Þetta hiýtur svo aftur að leiða til þess að menn skrifi ekki smásögur því einnig er hörgull á bókmennta- ritum sem örvað gætu smá- sagnaritun. Ástandið er sem sagt ekki gott á þeim vígstöðv- um. Þó eru sumir íslenskir höfundar enn ófeimnir við að senda frá sér smásögur og er Jón Helgason t.d. afar snjall penni'á því sviði. HUGARBURÐUR Ekki er Ingimar Erlendur Sigurðsson heldur feiminn við útgáfu, en hann hefur nýverið sent frá sér smásagnasafn gegn- um Letur og er það fimmta bók hans á ekki fleiri árum. Ingi- mar Erlendur er ekki allsendis óvanur að skrifa smásögur. því árið 1961 kom út býsna gott smásagnasafn eftir hann undir nafninu „Hveitibrauðsdagar" og var ein sagan úr því safni m.a. valin í úrvalsrit smásagna á Norðurlöndum árið 1965. Hið nýja safn Ingimars Erlends nefnist „Göngustafur vindsins“ (sama hljóman og síðasta bók hans sem hét „Veruleiki draumsins") og eru í henní 17 sögur og sögubrot. Það þarf ekki nema að renna augum yfir þessi tvö smásagnasöfn Ingi- mars Erlendar til að skilja að miklar breytingar hafa átt sér stað í hugsunarhætti hans sem höfundar, — revndar má margt V ráða af heitpm þessara tveggja bóka. Sú fyrri innihélt sögur sem kalla mætti raunsæjar, all- tént byggðar á nákvæmri skoðun á veruleikanum, en siðari bókin hefur að geyma meiri fantasíu, meiri „hugar- burð“, sem kannski er vegna óbeinna áhrifa höfunda eins og Borges. ÆVINTÝRI FYRIR FULLORÐNA Þó er reynslan, gjarnan bitur, ávallt undirstaða þessara nýju ævintýra Ingimars Erlends fyrir fullorðna og því nálgast þær margar það sem nefna mætti dæmisögur. Grunntónn þessara tveggja bóka er einnig óllkur. 1 „Hveiti- brauðsdögum" er höfundur oft bjartsýnn og glaðbeittur, gagn- rýninn en þó viss um að hið góða muni endanlega verða ofan á. Ef nefna ætti eitt þema í hinni nýju bók (og ekki þarf að leita þess vandlega) þá er það líklega „missir". 1 „Konungur jarðar" missir mannkvnið bók- staflega vitglóruna í kapp- hlaupinu um lífsins gæði, i „Öskrið“ skeður slíkt hið sama en í öðru og raunsærra sam- hengi, í „Bylting í ríkinu" e’ fjallað um það hvernig hug- sjónir þróast og týnast, í „Hann er enn á meðal vor" er eftirsjá undirstaða sögunnar. i „Kerta- ljós“ er missir og síðan manns- lát viðfangsefníð og um svipað efni er fjallað í „í hlaðvarp- anurn". Ástleysi er efni „Af holdi og blóði" og „Geymslurn: ar“ segir frá missi sakleysis. Höfundur gefur okkur síðan eins konar lvkil í lokin sem Ingimar Erlendur Sigurðsson st.vður þessa túlkun. i sögur sinni „í djúpið" sem segir frá barni sem finnur perlu við sjávarströnd. en síðan stevpir hafið sér yfir það. ÞÁ MÓTI BARLÓMI Það er því lífsreyndari höf- undur sem þetta skrifar en sá sem samdi „Hveitibrauðs- daga". en þó er allur barlómur Ingimar Erlendi á móti skapi. „Fjallið og flugan" er undan- tekning, en þar beinir hann spjótum sínum að fyrirbærinu „gagnrýnanda" og er sú saga misheppnuð sem skáldverk, bæði fyrir það að illa fer á þvi að krulla saman fyrirbærum af svo þjóðfélagslegum toga og ævintýrastíl, auk þess sem glöggur lesandi fær það á til- finninguna við lestur hennar að viðfangsefnið eigi uppruna sinn í illdeilum höfundar og ákveðins gagnrýnanda hér í bæ. Skeyti af þessu tagi. jafn- vel í svo elskulegu fornii sem Ingimar Erlendur klæðir þau í. verða aldrei bókmenntir og eiga frekar heima í ritgerðum. Nóg um það. Hvað er það svo sem Ingimar Erlendur heitir á á þessari skálmöld? Eins og i siðustu Ijóðabók hans er svarið afdráttarlaust: hugarflugið. skiipunargleðina og listina. Aðeins með því að uppgötva í sjálfum sér sköpunarorkuna og finna henni farveg sem er í samræmi við tilfinningai' hans. verður maðurinn frjáls i heimi „kerfisins". flokkunar og lífs- gæðakapphlaups. LOKAÐAR SALIR „Konungur jarðar segir frá þjóðfélagi sem glatað hefur allri trú á andleg gæði og fvrir- fer sér í peningaæði. ein áhrifa- mesta saga bókarinnar „Öskrið" segir frá fólki sem bælt hefur niður tiifinningar sinar svo lengi að loks brestur sálin. „ Bvlting i ríkinu" segir m.a. frá landi þar sem allir gera sér far um að vera eins og „Búðardrengurinn“ fjallar um samleiðingu skapandi einstakl- ings og fólks sem lætur sig berast með straumnum hugsunarlaust. Fleiri sögur mætti nefna sem beint eða óbeint stvðja þessa lífsskoðun Ingimars Erlendar. Smásagan virðist henta honum afar vel. still hans er látlaus og laus við allan belging — setningar eru stuttar og hnitmiðaðar og tevma lesandann á eftir sér átakalaust, hvort sem hann kann að meta efnið eða ekki. Ilann verður alltént að gera upp hug sinn gagnvart sögum Ingimars Erlendar. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Bók menntir STJORNMÁLA- FLOKKURINN Skrifstofur Stjorniuálaflokksins eru að Laugavogi 84 II. hæð. sími 13051 og eru opnar alla virka daga frá kl. 5 til 7 e.h. STUÐNINGS.MEW. Komið á skrifstofurnar eða hringið og lálið skrá yður. STJÓRNMÁLAFLOKKURINN • 7 • X SKAKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR SKÁKSAM BAINID GIRO 625000 ÍSLAN DS kemurá götuna í dag Kl. 18,oo verður það borið í hús á fsafirði, f Bolungarvík og f Hnífsdal. Á morgun á öðrum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum. Næstu daga sér póstþjónustan um aö koma því til hundraða áskrifenda um allt land. (jT iM/t'iJn Var stofnað í nóvember 1975 Er óháð stjórnmálaflokkum Gefur innsýn í lífsbaráttu fólks, sem býr strjált í harðbýlum landshluta Kemur út annan hvern miðvikudag Er stærra og fjölbreyttara en önnur blöð á Vestfjörðum Hefur sama dreifingarhlutfall á Vestfjörðum og Morgunblaðið á Islandi: Eitt eintak á hverja 6 - 7 íbúa Þú getur orðið áskrifandi með því að: Lyfta símanum og velja 94-3223 eða á kvöldin 94-3100 Fylla út meðfyigjandi seðil og póstleggja hann SENDUM ÓKEYPIS KYNNINGAREINTÖK EF ÓSKAÐ ER (j7~ fi-d/it.J/i pósthólf 33 - 400 ísafjörður Ég óska að gerast áskrifandi að Vestfirska fréttablaðinu ins stórir í & l‘l.OT mBERT tirii* LUDLutvi imwf njiiuv. JAWS Lmand Ordi*r

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.