Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 16
16 I DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANIJAR 1978. Kynning á f ramb jóðendum til bæjarst jórnarkosninga í Kef lavík: N „KEFLAVÍK HEFUR VERIÐ FÉFLETT...” — Dagblaðið heimsótti Kef lavík og ræddi við f rambjóðendur —síðari hluti viðtala birtist á morgun, en ellef u manns eru í f ramboði Keflavíkurkaupstaður. þar sem prófkjör eru nú að hefjast með Alþýðuflokkinn i broddi fylk- ingar um næstu helgi, á eins og aðrir byggðakjarnar á Suðurnesj- um við mikil vandamál á sviði atvinnulífsins að stríða. Fréttir af greiðsluerfiðleikum fr.vsti- iðnaðarins á Suðurnesjum og jafnvel sérstaklega í Keflavik hafa verið tíðar, samfara fréttum af minnkandi afla yfirleitt. Er hann jafnvel talinn vera helmingi minni en hann var árið 1970 og má nærri geta að frysti- hús, sem byggð eru og miðuð við fulla nýtingu, munu eiga í erfið- leikum. Á það hefur hins vegar verið bent að Keflvikingar hafi ekki sem skyldi búið sig undir versnandi árferði að þessu leyti, t.d. sé annar iðnaður en fisk- iðnaður í lágmarki. Yfir Keflavík gín svo Kefla- víkurflugvöllur og herstöðin þar. Hún er vissulega „haltu mér, slepptu mér“ fyrirbæri í lífi Kefl- víkinga. Fjöldi þeirra vinnur þar en sumir hverjir telja sig ekki hafa mikinn hagnað af því, sér- staklega með tilliti til búsetu er- lendra fjölskyldna innan kaup- staðarins. Þá er flugvöllurinn og herstöðin ekki botnlaus gnægta- brunnur varðandi atvinnu enda eru á lofti ýmsar blikur og telja sumir varhugavert að setja allt sitt á erlenda hersetu hér á landi. „Vegna þess að kanarnir leigðu hér allar íbúðir og það 'fyrir háa leigu, urðu þeir sem ætluðu að fara að búa annaðhvort að byggja eða kaupa," sagði einn Keflvík- ingur við mig suðurfrá. Afleið- ingar þess er að sjá í gíturiegum fjölda nýbygginga í kaupstaðnum sem vaxið hefur hratt og án efa dregið mjög úr greiðslugetu al- mennings til bæjarsjóðs. Helzt það líka i hendur að fram- kvæmdir á vegum bæjarins hafa dregizt verulega saman, sérstak- lega með tilliti til gatnagerðar í nýju hverfunum og minnir ástandið þar á Kópavog fyrir fimmtán árum. Hitaveitan er í smíðum og sjúkrahús og íþróttahús eru fok- held. Komið hefur fram að byggja þarf nýjan barnaskóla í norður- hluta bæjarins og eins er talin hætta á að hin ágæta byrjun Fjöl- brautaskóla Suðurnesja renni út i sandinn ef ekki verður byggt sómasamlega yfir hann. HP Gottskálk Ólafsson Gunnólfur Árnason, 27 ára: „Félagsmálahliðin er algjörlega vanrækt...” „Hvernig staðið er að félags- málahliðinni hér í bænum er fyrir neðan allar hellur," sagði Gunn- ólfur Árnason pípulagninga- maður. „Síðast þegar ég vissi voru 160 börn á biðlista fyrir dagvist. þannig, að þau mál eru í veru- legum lamasessi." Gunnólfur sagði allt skipulag á iðnaðarmálum þarfnast endur- skoðunar. „Ég tel nauðsynlegt að gerð verði fimm ára áætlun varð- andi iðnaðinn því hér hefur allt verið sett á fullt í kannski tvö ár, en næsta ár á eftir lognast allt út af.“ „Hér var stofnað félag foreldra þroskaheftra barna fyrir tveim mánuðum en málefni þeirra hafa verið algjörlega vanrækt. Hér eru um 100 þroskaheft börn og þeim er ekið til Reykjavíkur á hverjum morgni,“ sagði Gunnólfur enn- fremur. „í heild séð er félags- málahliðin mjög aðkallandi vandamál sem verður að leysa." HELGI PETURSSON „KAUPA GAMALT 0G BREYTA MEÐ ÞÁTT- TÖKU UNGLINGANNA” „Það eru skipulags og byggingarmál sem ég hef áhuga á að gera bre.vtingar á,“ sagði Gottskálk Ölafsson tollvörður i viðtali við DB. „Þá hef ég mikinn áhuga á æskulýðsmálum og mál efnum aldraðra, fyrir utan þessi sígildu venjulegu bæjarmál." ,.Það er enginn vafi á því að unglingar í Keflavík eru veri settir en unglingar víða annars staðar," sagði Gottskálk enn fremur. „Sérstaklega á þetta við veturinn í vetur því þá var tekið af þeim þetta svokallaða æsku- lýðsheimili sem þeir höfðu haft til umráða. Æskulýðsstarfi hefur því verið komið fyrir í skólunum, en það er alls ekki nægilegt," „Ég tel bráðnauðsynlegt að sköpuð verði aðstaða f.vrir unglingana," sagði Gottskálk enn- fremur. „Ég hef gert það að tillögu minni að keypt verði gamalt hús sem siðan verði breytt með þátttöku unglinganna. Þeir hafa áhuga á því og ég álit aö í því tilfelli þurfi ekki að setjá fyrirsig fjárhagsmálin." • „Nýstofnaður Fjölbrautaskól- inn hér býr við mjög slæm skil- .vrði sem finna verður einhverja lausn á," sagði Þórhallur enn- fremur. „Varðandi skölamál yfir- leitt er það mjög bagalegt að ekki hefur verið hægt að sinna eins og vera á bæðí íþrótta- og sund- kennslu." Þörhallur sagði að honum þætti bvggingu sjúkrahúss og íþrótta- húss hafa þokað heldur stutt á síðustu fjórum.árum. „Ég vil að lokum segja það ntina skoðun sem einn frambjóð- andi framsóknarmanna hér við- hafði f.vrir skömmu. Þar sagði hann: „I.átið ekki bæinn okkar drabbast níður." Ég held að þetta sé einkunnargjöf sem hann er að gefa átta ára samstarfi Fram- Ólafur Bjömsson 54 ára: „KEFLAVÍK HEFUR VERID FÉFLETT...” Karl Steinar Gudnason, 38 ára: „Sofandaháttur núverandi meirihluta...” „Ég tel, að bæjarstjórn verði að taka vandamál atvinnulifsins mjög fiistum tökum og hefja framkvæmdir. t.d. í gatnagerð," sagði Kaii Steinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Suðurnesja og nágrennis í viðtali við Ilagblaðið. „Þá tel ég að skólamálin verði mjög ofarlega á baugi á næsta kjörtímabili." Karl sagði að atvinnulífið i Keflavík hefði mjög goldið þess að vera í næsta nágrenni við flug- völlinn og benti á að síðustu ára- tugi hefur um 10—15% íbúanna verið erlendir og sem slíkir ekki greitt nein gjöld. „Eg tel að bæjarstjórn þurfi að koma því til leiðar, að við fáum gjöld af þessum útlendingum," sagði Karl ennfremur. „Reyndar. þykir mér gæta nokkurs sofanda- háttar hjá núverandi mei.rihluta (framsókn-sjálfstæði) um tillögu sem við fluttum alþýðuflokks- menn, þess efnis að þessara fjár- muna verði krafizt". Sagði Karl þessa skattlausu íbúa vera einn þáttinn í því, hversu framkvæntdir hefðu tafizt." „Samvinna í bæjarstjórn og bæjarráði hefur verið ágæt en mér sýnist nauðsynlegt að til komi meira aðhald í rékstri bæjarins og ekki síður stofnunum hans," sagði Ölafur Björnsson út- gerðarmaður og bæjarráðsmaður í viðtali við DB. „Ég vil leggja mikla áherzlu á aukna samvinnu milli sveitarfélaga á Suður- nesjum. Hún hefur gengið vel og hana ber að auka og ég vil einnig meina að kjörnir fulltrúar eigi að taka við stjórninni á sameigin- legum fyrirtækjum". Sagði Ölafur að sveitarstjór- arnir hefðu gegnt þeim störfum fram til þessa en áleit, að þau væru orðin það yfirgripsmikil að þeir gætu varla sinnt þeim án þess að vanrækja sín aðalstörf. „Sameiginleg sorpeyðing er væntanlega á næstu grösum, sameiginleg gjaldheimta og von- andi sameiginleg orkustofnun." sagði Ölafur ennfremur. „Þar væri hægt að sameina rafveiturn- ar í eitt og síðan hitaveituna." „Samskipti við herstöðina á Keflayíkurflugvelli vil ég að verði endurskoðuð rækilega," sagði Ölafur einnig. „I þeim málum tel ég að a.m.k. Keflavík hafi verið hreinlega féflett á undanförnum árum" Aldraðir eru búnir að bíða lengst hér í Keflavík og ég vildi því revna að bæta þeirra aðstöðu mjög," sagði Ölafur. „Fjölbrauta- skólinn er nánast á götunni og því iiggur fvrir að við verðum að byggja yfir hann. Hins vegar kostar það sennilega með, öðrum skólaframkvæmdum hér eina tvo milljarða og eins og menn vita er lítið samræmi milli fræðslulög- gjafar og fjárveitingarvaldsins." Þórhallur Guðjónsson 46 ára: „Látið ekki bæinn okkar drabbast niður...” „Eitt af höfyðmálunum eru betri götur með gangstéttum sagði Þórhallur Guðjónsson húsa- smíðameistari. „Þetta er í mjög miklu ólagi hér og það i svona stórum bæ." Sagði Þórhallur að það hefði að vísu verið lagt slitlag á nokkrar götur í bænum, en ekki hefði verið gengið frá þeirn sem skvldi þvi flestar göturnar væru' gang- stéttarlausar. auk þess sem slit- lagið væri meira og minna ónýtt. sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins i Keflavik." sagði Þór- hallur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.