Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 10
10 " DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. Útgcfandi Dagblaðið hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th.' Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Hreinsunin „Hreinsunardeildin vann 1 Framsókn“ segja menn eftir úr- slitin í prófkjörinu í Reykjavík um helgina. Þar með eiga þeir við, að nýir menn brutust í gegn, þrátt fyrir andstöðu flokksvélarinnar eöa öðru nafni flokkseigenda- félagsins. í Reykjavíkurdeildum allra stjórnmálaflokk- anna hafa lengi ráðið ríkjum svonefnd flokks- eigendafélög. Þar sem Reýkjavík ber höfuð og herðar yfir aóra staði, hafa flokkseigendafélög- in haft tögl og hagldir í viðkomandi stjórnmála- flokkum. í prófkosningum Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík á þess- um vetri hafa flokkseigendafélögin fengið herfilega útreið. Alls staðar hafa hreinsunar- deildirnar unnið markverða sigra. Aðeins í Alþýðubandalaginu heldur flokks- eigendafélagið fullum völdum. Þar hefur heldur ekkert prófkjör farið fram í Reykjavík, enda. er um að ræða íhaldssamasta núlifandi stjórnmálaflokk á íslandi. Um helgina komst Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur í annað sæti lista Fram- sóknar til alþingis og það gegn fjórföldu banda- lagi flokkseigenda. Þar á ofan munaði aöeins hársbreidd, að Kristjáni Friðrikssyni iðnrek- anda tækist að velta Þórarni Þórarinssyni al- þingismanni úr þriðja sæti niður í fimmta. Gerður Steinþórsdóttir kennari komst í ann- að sæti lista Framsóknar til borgarstjórnar og Eiríkur Tómasson lögfræðingur í þriðja sæti. Sá, sem áður var í öðru sæti, Alfreð Þorsteins- son, varð nú að láta sér nægja sjötta sætið. Flokkseigendafélaginu tókst að ná saman rúmlega þúsund atkvæðum handa Alfreð í fyrsta sæti í borgarstjórnarpr'ófkjörinuog rúm-. lega fimm hundruð atkvæðum handa Jóni Aðalsteini Jónassyni kaupmanni í alþingispróf- kjörinu. En þar með var vindurinn búinn í báðum tilvikum. Alfreð lenti í sjötta sæti og Jón í sjöunda. Á sömu leið fór í Alþýðuflokknum fyrr í vetur. Þar tapaði flokkseigendafélagið í Reykjavík fyrir Vilmundi Gylfasyni. Hann náði öðru sæti og sennilega þingsæti eins og Guð- mundur G. Þórarinsson. Úrslitin í prófkosningum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík voru flokkseigendafélaginu þar í óhag. í efsta sæti lenti sá maður, sem einna mest hefur gagnrýnt flokkseigendafélagið, Al- bert Guðmundsson. Og til sögunnar kom nýr maður í þingmannssæti, Friðrik Sófusson, er hafði gagnrýnt flokksforustuna. Enn skýrar kom þetta í ljósí skoðanakönnun- inni, sem fýlgdi prófkjörinu. Þar hrundu ger- samlega sjónarmið flokkseigenda um óbreytt hermang og kaup á Víðishúsi. Allt, sem hér hefur verið rakið, er borgurum þessa lands tilefni til bjartsýni. Forpokuð og spillt flokkseigendafélög eru að riða til falls og nýir menn eru smám saman að koma til sögunn- ar. Vafalaust munu sumir ,,hreinsunarmanna“ valda vonbrigðum. Kannski sameinast þeir eig- endafélagi flokks síns og kannski stofna þeir nýtt. Aðrir munu standast slíkar freistingar. Með fjölgun þeirra munu íslenzk stjórnmál smám saman komast á nýtt og æðra stig. 'BIAÐIÐ Nýtt„hrædslubandalag”gegn Evrópukommúnismanum? Ráðizt að ítölskum kommúnistum bæði frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum Enn hefur ekki orðið árang- Kristilega demókrataflokksins meðan viðræður fara fram en ur af stjórnarmyndunartilraun- á Italíu og fráfarandi forsætis- stjórnin er minnihlutastjórn, um Guilio Andreotti formanns ráðherra. Stjórn hans situr þó á sem setið hefur að völdum sl. Margendurteknar óeirðir vinstri og hægri manha á Ítalíu hafa aukið mjög á það kreppuástand, sem þar ríkir. M.vndin s.'Cnir lögreglu í baráttu við vinstrisinnaða stúdenta. r V Auðlindaskattur er nauðsynlegur í sjávarútvegi UM ABYRGÐ OG ÍMYNDAÐA HAGSMUNI Mjög ber að fagna vaxaridi umræðu hérlendis um auðlindaskatt í sjávarútvegi. Margir mætir menn eru nú komnir á þá skoðun, að skatt- urinn sé nauðsynlegur. Margir „ábyrgðarmenn“ í kerfinu tjá sig þó ekki um málið af einskærri ragmennsku eða að ,,ábyrgð“ þeirra er svo mikil. Menn sýna mesta ,,ábyrgð“ með því að horfa upp á stórkostlega sóun eiga sér stað í sjávarút- vegi með of miklum útgerðar- kostnaði og vegna of lítils afla, sem stafar af ofveiði. Ef hvort tveggja er talið saman, er einsýnt, að Krafla er smámál í þeim samanburði. Annars er í mörgum tilvikum unnt að ráða afstöðu manna til málsins ein- faldlega út frá því, hvað þeir starfa eða hvaða hagsmuni þeir hafa. Eftir að íslendingar hafa öðlast fullan yfirráðarétt á tslandsmiðum, eiga þeir að geta stjórnað bæði veiði og flota- stærð. Eftir nokkur ár verður einfalt að bera saman allan fiskafla á Islandsmiðum yfir ákveðið tímabil við hámarks- afla, sem unnt hefði verið að taka yfir sama tímabil með nákvæmri stjórnun. Einnig verður einfalt að reikna út hversu miklu fjármagni hefur verið sóað með of miklum út- gerðarkostnaði. Þá vaknar spurningin stóra? Hver ber ábyrgðina? Það er eins gott að sumir byrji að velta fyrir sér, hvaða þátt þeir eigi í allri vitleysunni. Ýmsir frammámenn í sjávarút- vegi svo og ýmis „lands- málablöð" alveg sérstaklega þrástagast á fullyrðingum um, að nýi skuttogarinn hafi valdið byltingu í atvinnulífi „staðarins“. Hefði hans ekki notið við, væri atvinnuleysi og ördeyða ríkjandi. Sannleikur málsins er nú bara sá, að skut- togara þarf nú til að taka þátt í tryllingslegu kapphlaupi um fiskinn i því tregfiski, sem yfir- leitt ríkir. Þetta er afleiðing af því, að aliir hugsa eins. Ef ástand fiskstofna væri nú þannig, að hámarksafla mætti taka, nægði miklu minni og ódýrari floti til að halda atvinnulífi ,,staðarins“ í betra horfi en það er nú, þrátt fyrir skuttogara. Til þess að það megi gerast, verður að hætta kapphiaupinu, vinda ofan af vitleysunni. FISKAUÐUR OG OLÍUAUÐUR Hinir ýmsu útgerðarbæir eða staðir landsins birta oft tölur um verðmæti þeirra fiskafurða, sem unnar eru á viðkomandi stað. Talað er þá gjarna um verðmætasköpun og hún mæld í beinhörðum gjaldeyri. Yfir- leitt er þetta gert til að sýna fram á mikilvægi viðkomandi staðar og gjarnan með því að deila upp í heildartöluna með ibúafjöldanum og .fá þannig út „verðmætasköpun“ á hvern einstakling. í þessu sambandi gleymist að hluti af verðmætunum er auður, sem er af guðs náð. Þegar fiskimaður sækir afla i sjó, gengur hann í auðlind. Fiskverð inniheldur bæði auðlindaþátt og verð- mætasköpunarþátt veiðarinnar Með aðeins einni borholu við Persaflóa er unnt að fá upp olíu fyrir tugi milljarða að söluverðmæti, þótt borkostnaður sé ekki nema hundrað milljónir. Hvort var verðmætasköpun borflokksins hundrað milljónir eða tugir milljarða? Vitanlega á að vera ljóst að um náttúruauðæfi, eins og t.d. olíu, námur, skóga og fiskstofna verða að gilda sér- stök nýtingarákvæði að hálfu eigenda. Þetta er ekki sagt til að rýra hlut fiskibæja, en menn verða að horfast í augu við staðreyndir, og vara verður við hugtakaruglingi, sem notaður er til að rökstyðja offjárfesting- ar og sóun á náttúruauðlindum. Það er orðið kaldranalegt ástand, þegar menn vita svona undir niðri, að sá, sem stærir sig af mikilli fiskveiði, er íbland að taka fisk frá öðrpm. Enda er nú hafið eitt allsherjar landshornarifrildi um fiskinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.