Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. Ríkisrekið innflutningsfyrirtæki Altt ad helmingur tekna Lands- smidjunnar af innfhstningj Á ríkið að reka heildsölu á skilvindum, hillum ok húnaði til vörumeðhöndlunar, loft- verkfærum og öðrum slíkum vörum? í skýrslu „nefndar um minnkun ríkisumsvifa" um Landssmiðjuna kemur fram, að verzlunarrekstur og þá einkum innflutningur véla og tækja og tiiheyrandi viðgerðarþjónustu, ræður að öllum líkindum úrslit- um um hag þessa ríkisfyrir- tækis. „Arin 1974 og 1975, þegar verzlunarrekstur var með mesta móti, hefur tæplega helmingur tekna Landssmiðj- unnar verið fenginn með endursölu innfluttra vara. Lögin um Landssmiðju gera hins vegar alls ekki ráð fyrir slíkum verzlunarrekstri, „segir í skýrslunni. Vitnað er í skýrslur f.vrirtækisins fyrir nokkrum árum, þar sem segir: „Afkoma Landssmiðjunnar byggist nú að mestu á afkomu verzlunarrekstursins," og „Afkoman byggist hins vegar að mestu á afkomu verzlunar- innar." A síðustu 20 árum hefur hluti vörusölu verið á bilinu 50—67 prósent. í reikningum fyrirtækisins merkir vörusala summu þriggja ólíkra stærða: endurseldar innfluttar vörur, sölu eigin framleiðsluvara og loks efni i hvers konar út- seldar vörur. En hluti hinna innfluttu endurseldu vara í veltu fyrirtækisins einna nam 34 af hundraði árið 1976, 48 af hundraði 1975 og 47 af hundraði 1974, samkvæmt skýrslunni. Hlutur málmsmíða- iðnaðarins sjálfs nam 66% 1976, 52%, 1975 og53% 1974. í innflutningi vara til endur- sölu hefur hin síðari ár mest farið fyrir Alfa Laval skil- vindum, Dexion hillum og búnaði til vörumeðhöndlunar og Atlas Copco loftverkfærum. HH Fegurðardrottning SVO ÚTLENDINGAR SJÁIAÐ Á ÍSLANDIBÝR MENNINGARÞJÓÐ Það er heldur ekkert hégóma- mál f.vrir fámenna og afskekkta þjóð eins og ísland að á hinum alþjóðlegu fegurðarsamkeppnum komi fram glæsilegir fulltrúar íslands. En tugir og hundruð milljóna sjónvarpsáhorfenda sjá þá að á tslandi býr mvndarleg menningarþjóð. En alkunna er að jafnvel í nágrannalöndum okkar, svo sem á Bretlands- eyjum, heldur fjöldi fólks ennþá að á Islandi búi eingöngu Eski- móar í snjóhúsum. Þátttaká tslands i alþjóðlegum fegurðar- samkeppnum og nauðsyn þess að velja'til þess verðuga fulllrúa íslenzku þjóðarinnar er þvi ekkert hégómamál fyrir okkar fámennu, afskekktu og misskildu þjóð úti í hinum fjarhega heimi." Svo segir í fréttatilkvnningu sem blaðinu hefur borizt vegna fegurðarsamkeppni íslands 1978. Það er Ferðaskrifstofan Sunna sem gengst fyrir keppninni i þetta sinn eins og áður. Nokkur skiíyrði eru fvrir þátttöku. meðal annars þau að hafa ekki verið giftur eða alið barn. ísienzku stúlkurnar sem valdar verða fulltrúar Islands verða siðan sendar á vit hins fjarlæga heims í keppni um fegurð og vndisþokka við fulltrúa annarra þjóða. Þær sem hins vegar biða lægri hlut fá sárabætur í formi ferðaverðlauna og er því til ein- bvers að vinna. Þær sem út fara hafa að enn meiru að stefna því f.vrir nú utan heimsfrægð sem þeirra biður ef þær sigra í al- þjóðlegri keppni þá eru verðlaun- in há og mikil. Hægt er þegar að láta Sunnu vita um væntanlega keppen'dúr. sem til greina koma. I)S. TAKA VIÐ STJÓRN TRÚBOÐS í NÍGERÍU „I hádegisstað mun sólin verða svo til beint yfir höfðum okkar þar sem ég og fjölskylda mín verðum við störf á vegum aðvent- ista næstu fjögur árin," sagði Steinþór Þórðarson, Njarðvik- ingur, sem þegar er lagður af stað til Nígeríu ásamt eiginkonu og tveimur börnum til að veita for- stöðu starfssveitum aðventista þar syðra, „en við kvíðum samt ekki. Norðurlandabúar þola hit- ann engu síður en innfæddir. Við qjunum búa í Port Harcourt sem er nokkrum gráðum fyrir norðan miðbaug og tilheyrði á sínum tíma Biafra." Aðventistar eru um fimm þús- und í Port Harcourt og nágrenni. Skiptast þeir í 20 söfnuði með einn starfsmann hver. Auk trú- boðsins annast aðventistar sjúkra- hjálp. Aður ráku þeir skóla í hér- aðinu, en rikið tók við þeirri starfsemi þegar skólask.vlda var innleidd. „Sem forstöðumaður safnaðanná verð ég að ferðast mikið um. Samgönguæðarnar eru fljótin, engu siður en vegirnir. Hagur fólks fer batnandi, að því er ég hef fregnað," sagði Stein- þór, „það gerir vaxandi olíu- vinnsla, sem gefur af sér drjúgar tekjur," Steinþór hefur starfað mikið á vegum aðventista bæði á Akur- eyri og á Suðurnesjum sem prestur við söfnuðina þar, fjögur ár á hvorum stað. Einnig starfaði hann i Kópavogi og var skóla- stjóri Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Eiginkona hanS er Lilja Guð- steinsdóttir frá Vestmannaeyjum og eiga þau fjögur börn, Þröst Birki, Hauk Smára, Guðstein Þór og Margréti Hörpu. Tvö fyrst- töldu eru við háskölanám í USA en tvö síðarnefndu fara með þeim til Nígeríu. - emm Þetta eru fallegustu stíilkurnar á Íslandi 1977 — nú er spurningin hvernig til tekst 1978. Iðnaðurinn fær griðland íBorgarmýrinni — Þar rísa stórhýsi iðnaðarins í framtfðinni Vegfarendur um Vesturlands- veg hafa undanfarna mánuði veitt athygli miklum lóðafram- kvæmdum í krikanum milli Vesturlandsvegar og Bæjar- hálsins í svokallaðri Borgar- mýri. Þarna voru í eina tíð kartöflugarðlönd Re.vkvíkinga. Tuttugu fyrirtækjum innan Félags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna var úthlutað þarna sameiginlegri lóð undir iðnaðarhús. Fyrirtæki þessu mynduðu með sér samtök sem þeir nefna hlutafélagið Iðn- borg. Ætlunin er að fy standi þannig sameiginlega að byggingaframkvæmdum. Stærð lóðarinnar er 37.379 metrar og verða byggð fjögur iðnaðarhús, samtals 14.700 fer- metrar að stærð. Tekið er mið af landslagi við hönnun húsanna og þau felld inn í landslagið • og nánasta umhverfi sitt. Götur i Borgarmýri hafa nú verið malbikaðar og komið fyrir götulýsingu. Eftirtalin fyrirtæki eru hlut- hafar Iðnborgar hf. og aðilar að byggingaframkvæmdum á vegum hennar: Bifreiðaverkstæði Gunnars Sigurgíslasonar, Bikar- box hf. Freyja sf. Gráfeldur hf„ Henson sportfatnaður hf„ Hilda hf„ Isspor hf„ Karnabær hf„ Kjörsmiði hf„ Mjöll hf„ Plast- tækni hf. Stálhúsgagnagerð Steinars hf„ Sæplast hf„ Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar hf. og Vörumerking hf. Stjórnarformaður Iðnborgar hf„ er Haukur Björnsson hjá Félagi islenzkra iðnrekenda. A.Bj. IÐNBORG HF IÐNAÐARHÚS í BORGARMÝRI Tekið var mið af landinu viö htinnun hins nýja iðnaðarhúsnæðis og á það að falla inn i landslagiö og nánasta umhverfið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.