Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 4
1 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. Gunnar Hansen á gangi á Skólavörðustignum. Hann hefur ekki komið i heimsókn tii Islands í tíu ár þar til níi um áramötin. DB-m.vnd Ragnar Th. BAUÐST TÆKIFÆRITIL AÐ VERÐA KVIKMYNDALEIKARI — en vildi heldur sinna ritstörf um — lék áður eitt aðalhlutverkið í bandarískri hrollvekju — rætt við Gunnar Hansen MORÐINGI MEÐ GRÍMU ,,Ég hef ekki mikla reynslu í kvikmyndaleik, hef aðeins ieikið í tveimur myndum fyrir utan Texas Chain Saw Massacre. Þar af var önnur sjónvarpskvikmynd sem datt upp f.vrir og var aldrei sýnd," sagði Gunnar. Hann sagði að kvikmyndin The Texas Chain Saw Massacre liefði mjög lauslega.verið býggð á mynd Alfred Hitchcocks, Psýcho. í myndinni segir frá fimm ungmennum, sem öll eru frekar ógeðfelid, — þó ekki svo ógeðfelld að áhorfandinn vilji láta br.vtja þau niðúr. Ung- mennin fara í hélgarferð, en myndin var tekin.á orkuskorts- árunum. Grkuskorturinn kemur við sögu. Bíllinn verðui bensínlaus og beðið er eftir að tankbill komi með bensín á stöðina. Þau leita hælis í gömlu húsi sem tilheyrði fjölskyldu einhvers þeirra. Skammt frá er annað hús sem tilheyrir mjög undarlegri fjölskyldu. Og einn úr því húsi er einmitt morðingjnn sem Gunnar Hansen lék. Andlit hans sást aldrei. heldur var hann með afskræmislega grimu og'myrti fólk með stórri vélsög. M.vndin hefur verið sýnd víða í Bandaríkjunum og sagði Gunnar að tekjur af henni hefðu náð 15 milljón doll- urum. Þrátt fyrir það hefðu kvikmyndaleikararnir og aðrir sem lögðu hönd á plóginn ekki féngið nema lítinn hluta af öllum þessum milljónum (hátt í 400 milljónir ísl. króna). Fékk hann sjálfur 800 dollara í kaup og átti síðan að fá prósentur af sölunni. Hingað til hefur hann aðeins fengið um 300 doílara f.vrir vikið. „Kvikm.vndin var tekin í Texas á fjórum til fimm vikum. Allt í kringum þessa kvik- myndatöku er' frekar óraunverulegt," sagði Gunníir. „Unnið var sleitulaust þrátt f.yrir gífurlegan hita. Suma daga fór hitinn þó nokkuð yfir 40 stig. Suma sólarhringana unnum viö alveg hvíldarlaust. Það var alveg hræðilegt. Maður drattaðist í rúmið á kvöldin alveg steinuppgefinn til þess rétt að sofa blánöttina og svo var -haldið áfram næsta morgun. Sutn atriðin, sem áttu að gerast um kvöld, voru tekin innan d.vra um hábjartan daginn þegar heitasi var Þá þurfti að hafa þykk gluggatjöld fyrir öiluin gluggum og alla ljóskastarana á fullu. Og svo þegar allt fðlkið bættist við var þetta h'neðilegt. Einn dagínn þegar smáhlé varð á myndafökunni settist ég ,í stól utan dyra. Ég gáði ekki að •jmér og var- v áó stikna í brennandi sólinni fheð grímuna fyrir andlitinu. Ég yar svo út- keyrður að ég gætti þess ekki að fæfa mig í skúggann! Mér fannst eitt sérlega lathyglisvert í sambandi við þessa kvikm.vndatöku og það var hve allir vissu nákvæitnega hvað þeir áttu að gera og til hvers var ætlazt af þeim. Það var alltaf réttur maður á rétt- um stað. Ég hafði aldrei áður unnið ineð svona samstílltum og hæfum hóp enda aðeins verið í skóla áður. Auðvitað eru til bæði góðir og slakir skóla- nemendur en þar er ekki um að ræða að einhver eigi að gera eitthvað ákveðið frekar en einhver annar. RITSTÖRFIN MEIRA ÁRÍDANDI Jú, eg hefði alveg getað hugsað mér að gera kvikmynda- leik að aðalstarfi. Og bauðst raunar tækilæri til þéss. En mér fannst að ritstörfin væru mikilvægari og þá meina ég alvöru ritstörf og þvi sneri ég ritéf'SÓ'þélm,""sagði Gúnnar'. ‘' Tekur það ekki á taugarnar að leika í svona hryllingsmynd?. Eru leikararnir ekki hræddir hver við annan? „Leikararnir sjálfir verðr ekki svo mikið varir við hrvllinginn. Eg minnist þess aðeins einu sinni meðan á myndatökunni stóð að ein leik konan varð yfir sig hrædd við mig. Atriðið sem verið var aé taka var á þann veg að leikkonan var frammi í eldhúsi og var eitthvað að bauka. Svc átti ég að koma askvaðandi með grímuna á andlitinu og stóreflis hamar reiddan til höggs. Stúlkan átti að snúa sér við og falla síðan í gólfið um leið og ég léti hamarinn dynja á höfði hennar. Auðvitað varð ég að gæta þess vel að missa ekki harharinn í höfuð stúlkunnar. Þegar til átti að taká þrá stúlkunni svo mikið þegar hún áá mig að hún'öskraði upp yfir sig með hryllingi óg hljóp sem fætur toguðu i burtu. Annars kemur oft fyrir við svona myndatökur að leikararnir fá allskynsskrámur og högg Þó er auðvitdð reynt að láta slík.slys ekki koma fyrir." HINUM MEGIN VIÐ KVIKMYNDAVÉLINA Síðan útlistaði Gunnar fyrir okkur hvernig hin ýmsu hryllingsatriði myndarinnar voru útbúin. En ef þessi mynd verður sýnd hér á landi, sem raunar er verið að vinna að, er ekki vert að eyðileggja ,,á- nægjuna“ fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana með því að. skýra frá því í smáatriðum. „Nú sem stendur er ég að vinna við kvikmyndir en ég er bara ekki f.vrir framan kvik- myndavélina. Ég tek þátt í gerð handrita fyrir heimildarkvik- myndir. Hefur efni tveggja mynda þegar verið ákveðið. Fjallar önnur um bátasmið sem ætlar að byggja seglbát og'hin um granítvinnslu í Mainefylki. Þar er granítvinnsla stór at- vinnuvegur og mörg stórhýsi víðs vegar um Bandaríkin eru byggð úr graníti frá Maine. Fót- stallurinn á stvttu Leifs Eiríks- sonar er einmitt úr graníti þaðan,“ sagði Gunnar. Gunnar Hansen fæst ekki eingöngu við að skrifa kvik- myndahandrit. Ljóðabók eftir hann er væntanleg á markaðinn í marz og nefnist hún „Bear dancing on the Hill.s". Þá er hann einnig um það bil að ljúka við skáldsögu sem hann telur sig vera búinn að fá útgefanda að. Kemur sag- an væntanlega út að ári. Sagan fjallar um morð og er lauslega byggð á sann- sögulegum atburðum. Gunnar býr í litlum bæ í Maine, sem heitir North East Harbour. Þar var framið morð í fyrra og er það eina morðið sem þar hefur verið framið í tvö hundruð ár. „Morðið var raunar- framið skammt frá þar setn ég bý. Lögregluþjónn í bænum, sem er góður kunningi minn, sagði mér undan og ofan af þessu máli og byggi ég sögu mína að nokkru leyti á þessum atburðum," sagði Gunnar. Gunnar er einnig meðritstjóri að'blaði er nefnist Regional, en þar er að finna upplýsingar um hvaðeina sem er á döfinni í Maine-fvlki hverju sinni bæði á sviði skemmtana og list- viðburða. Þar að auki skrifar hann greinar sem hann selur ýmsum blöðum, er ,,free-lance“ eins og það er kallað. Gunnar hefur lagt stund á málvísindi við háskóla í Texas og er raunar fyrsti og eini tslendingurinn sem lokið hefur háskölaprófi í íslenzku frá norrænu deildinni þar. Háskólinn í Texas er talinn hafa þriðju beztu málvísinda- deildina í Bandaríkjunum. Eftir að Gunnar lauk þaðan prófi kenndi hann ensku við háskölann úm'ske'ið. A.Bj. Það er ekki furða þótt bíógestir verði skelkaðir þegar Gunnar Hansen birtist á hvíta tjaldinu i gervi sínu i kvikmyndinni The Texas Chain Saw Massacre. Hánn var með hræðilega grímu á and- litinu og véisög að vopni. Andlit Gunnars sást aldrei í kvikmyndinni. Þarna er hann að ráðast á stúlkuna Sallv sem leikin er af Teri MeMinn. — Verið er að reyna að fá myndina til sýningár hér á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.