Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. LC íþróttir Íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir OLAFUR OG JON HJA LÆKNUM Frá Halli Hallssyni, blaðamanni DB ð HM Arósum i morgun. Ólafur Einarsson verður rannsakaður vel af dönskum iæknum vegna meiðslanna sem hann hlaut á hendi í landsleikn- um við Norðmenn á sunnudaginn — og Jón II. Karlsson er einnig í meðferð hjá læknum. Séu meiðsli þeirra alvarieg kann svo að faraað við bætum við nýjum leikmönn- um í HM-hópinn, sagði Birgir Björnsson, formaður landsiiðs- nefndar í samtali vð DB í gær- kvöld hér í Arósum. Norskur læknir taldi að tvö bein væru brotin í hönd Ólafs og Jón er með brjósklos í baki. Eng- ar líkur eru á, að þeir leiki við Sovétríkin á morgun — en einhvern veginn finnst mér liggja í loftinu, að nýir leikmenn verði ekki valdir í HM-liðið. Aðeins 11 útileikmenn eru heilir og það getur verið hættulegt í jafn strangri keppni og HM er. Jón, sem meiddist í leiknum við Fram á dögunurh, hefur þó möguleika að leika síðar í keppninni. í gærkvöld var verið „að vinna“ á bakinu á honum af dönskum sér- fræðingum. Menn hér eru ekki alveg sáttir við úrskurð norska læknisins í sambandi við Ólaf en það kemur sennilega í ljós í dag hve meiðsli hans eru alvarleg. Þrír aðrir leikmenn íslenzka liðsins eiga við smámeiðsli að stríða, sem verður kippt í liðinn fyrir leikinn við þá sovézku. Það eru þeir Björgvin Björgvinsson, Árni Indriðason og Einar Magnússon. Heimsmeistarakeppnin hefst á morgun, fimmtudag, og verða þá átta leikir í riðlunum fjórum. Danmörk og Spánn leika í C-riðli i Árósum og hefst leikurinn kl. 18.00 að íslenzkum tíma. Strax á eftir, eða kl. 19.30, leika Island og Sovétríkin. í Óðinsvéum leika Júgóslavía-Kanada í A-riðli, og Vestur-Þýzkaland-Tékkóslóvakía strax á eftir. í B-riðlinum leika Ungverjaland-Frakkland og Rúmenía-Austur-Þýzkaland í Hernig, og í D-riðli leika Svíþjóð- Búlgaría og Pólland-Japan í Bröndby. Fyrri leikirnir í riðlun- um hefjast allir á sama tíma eða kl. 18 að islenzkum tíma. Ekki verður leikið á föstudag — en átta leikir í riðlunum á laugardag. Þá leikur Island við Danmörku í Randers. Atta leikir verða einnig á sunnudag. Þá lýkur riðla- keppninni. Island leikur við Spán í Thisted og hefst leikurinn kl. 13.00 að íslenzkum tíma. Leikurinn við Dani á laugardag hefst kl. 16.00. Þriðjudaginn 31. janúar verða sex leikir hjá þeim 12 liðum, sem komast áfram í keppninni. Eftir riðlakeppnina, sem lýkur á sunnudag, falla fjórar þjóðir úr keppninni. Fjórar neðstu þjóðirnar í hverjum riðli. Fimmtudaginn 2. febrúar verða sex leikir og laugardaginn 4. febrúar leikið um þriðja, fimmta, níunda og ellefta sæti í keppninni. Urslit i vinsældavali Hléypirímig eldmóði að horfa í fánann og hlusta I áþjóðsönginn f Rætt viö Jón H. Karlsson fyríríiöa Öm aftur með ÍBV Örn Óskarsson, iandsliðsmaðurinn kunni í knattspyrnunni, sem Iék með KR síðastliðið sumar, hefur tilkynnt félagaskipti. Mun leika með íþróttabandalagi Vestmannaeyja eins og hann hefur gert alla tíð, nema í fyrrasumar, þegar hann var í Reykjavík og lék með KR'. Örn lýkur námi í Iðnskóía Vestmannaeyja í vor og mun starfa að iðn sinni i Vestmanna- eyjum — pípulögnum. Hann var markhæstur leikmanna ÍBV, þegar iiðið komst upp í 1. deild á ný 1976 — sterkur og fijótur. Hann hefur ieikið sex landsleiki fyrir Island , fyrst 1972, og skorað eitt mark í þeim. - FÓV. Sigurðurvann Sigurður P. Sigmundsson, FH, sigraði í 3ja Stjörnuhlaupi FH á sunnudag. Hljóp vega- lengdina, 7.5 km, á 27:51.6 mín. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, varð annar á 28:26.4 mín. og Agúst Ásgeirsson, ÍR, 3ji á 29:11.2 mín. í kvennaflokki — hlaupnir 2 km — sigraði Thelma Björnsdóttir, UBK, á 7:37,0 mín. Ragnhildur Pálsdóttir, KR, varð önnur á 7:45.5 mín. og Guðrún Arnadóttir, FH, 3ja á 8:14.0 min. Ennþá sigrar Hanni Wenzel Hanni Wenzel, Lichtenstein, sigraði í fjórða sinn á einum mánuði í keppni heims- bikarsins í Berchtesgaden í Vestur- Þýzkaiandi í gær — og jók enn forustu sína í stigakeppninni. Hún varð hálfri sekúndu á undan Lisu-Maríu Morerod, Sviss, handhafa heimsbikarsins, í svigkeppninni en i þriðja sæti varð Perrine Pelen, Frakklandi. Eftir fyrri umferðina hafði Wenzel aðeins örlítið forskot — tvo hundruðust úr sekúndu, en keyrði mjög vel í síðari umferðinni og tryggði sér sigur í svigi annan daginn í röð. Í 4.-6. sæti voru bandarisku stúlkurnar Christine Cooper, 18 ára, Abbi Fischer rétt á eftir Becky Dorsey, sem var í öðru sæti eftir fyrri umferðina. Henni mistókst rétt í lokin i síðari umferðinni og féll niður i f jórða sæti. Arsenalvann Man. City á víti Arsenai tryggði sér rétt í gærkvöld í undanúrsiit enska deildabikarsins, þégar liðið sigraði Man. City á Highbury 1-0. Eina mark ieiksins skoraði Liam Brady úr víta- spyrnu á 74 mín. Dave Watson, fyrirliði Man. City felldi þá Malcoim MacDonald innan vitateigs og dómarinn dæmdi á stundinni víti. Mjög skiptar skoðanir voru um réttmæti dómsins, því margir vildu meina, að leik- mennirnir hefðu aðeins hlaupið á hvorn ann- an. Áhorfendur voru 57.748 og spenna var mikil allan leikinn. Mikið jafnræði lengst- um. Frank Stapleton og MacDonaid hættu- legir i sókn Arsenai en tókst ekki að skora — og Joe Corrigan varði mark City með tilþrif- um. Þá gerðu þeir Peter Barnes og Dennis Tueart mikinn usla i vörn Arsenal en án árangurs. Í síðari hálfleikv-ar Alan Hudson settur inn á í stað Matthewson og Arsenal náði betri tökum á leiknum. Svo kom vítið og lokakafla leiksins sótti Man. City mjög en Arsenal hélt sinu. Mike Channon var þá settur inn hjá City í stað Peter Barnes. Í undanúrslitum leikur Arsenal við Liverpool — fyrst í Liverpool síðan á Highbury. Það er í þriðja sinn, sem Arsenal leikur í undanúr- slitum deildabikarsins. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Miklar öryggisráðstafanir í Danmörku vegna mótsins —Danskir lögreglumenn hafa sérstakar gætur með V-Þjóðverjum, Spánverjum OgJÚgÓSlÖVUIVI --.................. Frá Halli Hallssyni, Arósum. Mikiar öryggisráðstafanir eru nú í Danmörku vegna heims- meistarakeppninnar — og verða meðan keppnin stendur yfir. Danir telja keppnina mesta íþróttaviðburð, sem háður hefur verið í Danmörku — fyrr eða síðar — og stefna að því, að allt fari sem bezt fram. En Danir óttast hryðjuverk og hafa undirbúið sig mjög vel ef til þeirra kæmi. Þeir hafa sérstakar vopnaðar sveitir, sem hafa gætur á vestur-þýzka liðinu og farar- stjórum þess — og einnig vegna Spánverja og Júgóslava. Þjóðernissinnar frá Króatíu í Júgóslaviu hafa haft sig mikið í frammi á Norðurlöndunum síðustu mánuði og ár, svo og Danir mjög bjartsýnir Frá Halli Ilallssyni, Árósum. Danir eru bjartsýnir á góðan árangur sinna manna í heims- meistarakeppninni — og binda miklar vonir við fyrirliða sinn Anders-Dahl Nielsen. Hann var valinn „iþróttamaður vikunnar“ í Alt om Sport i fyrri viku — hinu víðlesna iþróttablaði Dana. Þá sagði Anders: „Ég geri mér miklar vonir um að Danmörk verði i einu af þremur efstu sætunum í heims- meistarakeppninni. Við verðum kannski ekki heimsmeistarar — en mjög framarlega.“ borgaraskæruliðar frá Vestur- Þýzkalandi. Danir vilja ekki hætta á neitt og vopnaðir lög- relgumenn gæta leikmanna og fararstjóra þessara landa — að vísu ekki gráir fyrir járnum, heldur með vopn innan klæða. Lögreglumennirnir láta sem minnst á sér bera til að vekja ekki óþarfa ótta — en þeir munu hafa góðar gætur á öllum grunsamleg- um. Gífurlega mikið hefur verið skrifað um keppnina í dönsk blöð — én hins vegar frekar Iítið um þátttöku Islands. Danir líta greinilega á Sovétríkin sem sinn hættulegasta mótherja í C- riðlinum og hafa lítið skrifað um okkur og ennþá minna um Spán- verja. Hins vegar eru Sovétríkin í fyrsta sæti — þegar Danir eru sjálfir undanskildir — og einnig er mikið skrifað um þýzku liðin frá Vestur- og Austur-Þýzkalandi. Island og Danmörk mættust fyrst í heimsmeistarakeppni í Vestur-Þýzkalandi 1961. Danir sigruðu Island þa 14-13 i ákaflega tvísýnum leik og tryggðu sér méð því fimmta sæti í keppninni en ísland varð í sjötta sæti. I Frakk- landi 1970 léku Danir og Islend- ingar einnig saman. Danir unnu aftur — nú 19-13. Þeir urðu í fjórða sæti í. keppninni í Frakk- landi — tsland í ellefta sæti. Þriðji HM-leikur Iandanna var í Austur-Þýzkalandi 1974 og enn danskur sigur 19-17. Og fjórði HM-leikurinn verður svo á laugar- dag. ísland og Danmörk hafa leikið átta landsleiki í handknattleik í Danmörku. Danir hafa sigrað í sjö leikjum en einu sinni var jafn- tefli, Það var í Randers 1973, 18- 18, einmitt þar, sem Island og Danmörk leika á laugardag. Lönd- in léku þar einnig landsleik 1975 og þá sigruðu Danir með eins marks mun, 17-16. Síðasti leikur- ■nn var í Bröndby-höllinni í Kaup- mannahöfn 1976 og danskur sigur 19-16. Hinir fimm leikirnir fóru þannigj að Danir sigrðu í Kaup- mannahöfn 1950 20-6, í Slagelse 1959 með 23-16, í Nyborg 1966 með 17-12, í Helsingör 1969 með 17-13 og í Bröndby 1975 með 17- 15. r r HallurHallsson skrifarfrá Árósum HEF MIKLA TRU A AÐISLAND K0MIST í 8-LANDAIÍRSUTIN — sagði Janusz Czerwinski, sem kom til Danmerkur í gær Frá Halli Hallssvni, Arósum „Ég geri mér góðar vonir um að ísiand komist í átta landa úrslit í heimsmeistrakeppninni,“ sagði Janusz Czerwinski, pólski iands- liðsþjálfarinn, sem kom tii Kaupmannahafnar frá Póllandi klukkustund áður en islenzku landsliðsmennirnir komu frá Osló, og hann bætti við. „’Já, ég geri mér góðar vonir um það og að við náum að sigra Sovétríkin á fimmtudag. Þó ég hafi ekki verið á íslandi og stjórnað æfingum iiðsins er ég ekki smeykur um, að Ieikmenn komi ekki vel undir- búnir í HM-keppnina. Ég þekki leikmennina vel og ber fyllsta traust til þeirra“. „Ég mun skoða filmur frá landsleik Islands og Noregs á sunnudaginn svo og frá æfinga- leiknum við Refstad á mánudag. Þessir leikir voru teknir upp og ég mun fara yfir þá með landsliðs- mönnunum og landsliðsnefndar- mönnunum. Það ætti að geta lag- fært eitthvað í sambandi við leik liðsins — og allir munu leggjast þar á eitt“, sagði Janusz . Hann hafði meðferðis filmur frá leikjum sovézka landsliðsins og þar eru gamlar kempur í aðal- hlutverkum. Hinn 37 ára Klimov, stjórnar öllum leik sovézka liðsins á leikvelli og Maximov er alltaf hættulegur. En sovézkir hafa fleiri stjörnum á að skipa eins og Iljin, þeim skotharða leikmanni, auk leikmanna af yngri kynslóðinni, sem vöktu mikla athygli, þegar Sovétríkin urðu ólympíumeistarar í handknattleik leikjanna í Montreal 1976. íslenzku landsliðsmennirnir komu til Árósa um sex-leytið í gær eftir flug frá Osló til Kaup- mannah. og síðan til Árósa. Strákarnir eru bjartsýnir eftir sigurinn gegn Noregi, en því er ekki að neita að þreytu gætir hjá þeim. Æft stíft — tvisvar á dag að undanförnu, auk leikjanna við Norðmenn. I gærkvöld var fyrir- hugaður leikur við Kirkeborg, sem leikur í 2. deild í Danmörku og hafði leikurinn verið aug- lýstur. Ekkert varð þó af honum — var frestað vegna þreytu íslenzku leikmannanna. I staðinn fóru þeir í nudd og gufubað. Island leikur við Sovétríkin á morgun og í dag verður farið vel yfir þær filmur, sem Janusz kom með frá leikjum sovézkra, auk leikjanna við norska landsliðið og Refstad. Mikil leynd hefur verið í sambandi við undirbúning sovézkra fyrir heimsmeistara- keppnina og helztu leikmenn liðsins hafa sjaldan verið í sviðs- ljósinu þó sovézka liðið hafi leikið á mótum að undanförnu. Þó Janusz Czerwinski vonist eftir íslenzkum sigri gegn sovézka birninum taldi hann þó allar líkur á því, að Sovétríkin myndu leik'a úrslitaleik keppninnar. Þinn b ? ■ - 15.apríl getur hann oröiö þaö-sártu áskrifandi aö Dagblaöinu. Áskriftarsíminn er 270 22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.