Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. 3 Bíóið við Hverfisgötu: Komiö hefur fram í fjölmiöl- um að leyfisveiting sú til kvik- myndahússreksturs sem Regn- boganum við Hverfisgötu var veitt muni vera methraði í ákvörðunum yfirvalda borgar- „ innar, svo furðulega hratt komst leyfisveitingin gegnum kerfið að undrun sætti og þykir ýmsum sem hér hafi verið á ferð mikið pukursmál og bak- tjaldamakk. íbúar i nágrenni Regn- bogans uggðu ekki að sér. Álitu þeir eftir því sem eftir- grennslanir leiddu i Ijós að byggingaleyfið hafi í upphafi verið veitt til byggingar skrif- stofuhúsnæðis. En í haust var hulunni aflétt og kom þá í ljós hin upprunalega ætlun pen- ingamannanna sem þarna byggðu að í húsinu skyldu inn- réttaðir 4 sýningarsalir og yrðu stöðugar sýningar eftir hádegi og fram á rauðanótt. En get- gátur eru uppi um það að hús þetta muni kosta 2-3 hundruð millj. krónur með öllum bún- aði. Og nú vöknuðu nágrannanir í gömlu húsunum í kringum kvikmyndahúsið við vondan Raddir lesenda Hringið ísíma 27022milli k!.13ogl5 ^BIH HHMIIIWWjtffc— Skrifstofuhúsnæðið varð að þrem bíóum Öll afgreiðsla vfirvalda varðandi Regnhogann, kvikmvndahúsið við Hverfisgötu. hefur vakið undrun þeirra sem kvnnt hafa sér máiið. draum. En ýmsir þeir sem sam- þykktu á methraða leýfið til kvikmyndahússrekstursins voru hinir glaðklakkalegustu, og létu m.a. hafa það eftir sér að nauðsynlegt væri að „glæða gamla hluta borgarinnar lífi“. Þeir virðast því ekki hafa kynnt sér það, að í gamla bæn- um eru flest kvikmyndahús borgarinnar staðsett, t.d. Nýja bíó, Gamla bíó, Stjörnubíó, Hafnarbíó, Austurbæjarbíó, svo að sannarlega þurfti „gamli bærinn" ekki á fleiri bíóum að halda. Nær hefði verið að stað- setja Regnbogabíóið í Breið- holtinu, en þar er ekkert kvik- m.vndahús, svo að börnin verða að flykkjast á sunnudögum í gamla bæinn til þess að horfa á kvikmyndir. Hverfisgatan er önnur mesta umferðaræð borgarinnar. Þar eru hvorki tvær akreinar né umferðareyjur eins og við Austurbæjarbíó, eða útskot þar sem leggja má bílum. Er það því alveg stórfurðulegt að yfir- völd skyldu leyfa þarna kvik- myndahúsrekstur. Eigendur hússins hljóta því aö hafa yfir- máta góð sambönd við rétta aðila. Og nú er svo komið að þarna er verið að raska næturró og hvíld sem hverjum og einum er nauðsynleg. Og ekki aðeins þeim verðmætum, heldur og því sem aflað hefir verið með súrum sveita um dagana, því að engan mun fýsa í slíkt hávaða- nágrenni ef selja þyrfti eign á þessum slóðum. Slíkt viðhorf, að þóknast frekar gróðasjónar- miði eins og valda þar með öðrum, alsaklausum, vand- ræðum og tjóni, eru af hinu versta tagi, og óhæf með öllu. Borgararnir hafa kosið full- trúana í hinar ýmsu áhrifa- miklu opinberu stöður. Þeir lof- uðu að gæta hagsmuna hins al- menna manns gegn óréttlæti og misrétti.Kn nú hafa þessir full- trúar brugðizt. Og að síðustu spurning til þeirra sem þarna hafa átt hlut að máli beint eða óbeint: Munduð þið sætta ykkur við slíkar aðgerðir sem að framan greinir? Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll HUNDAR VALDA EKKI HUNGRI í HEIMINUM Hér var nýlega á ferð banda- rísk kona, sem hefur tekið upp það „göfuga“ starf að berjast gegn dýrahaldi í þéttbýli og þá einkum hundahaldi. Leiðin hingað til lands og þá náttúr- lega Reykjavík var valin vegna þess að þar eru yfirvöldin svo háþróuð og hafa verið lengi. Þar er nefnilega eins og allir vita hundahald bannað og hefur svo verið allar götur frá árinu 1924, ef ég man rétt. Skyldi konan hafa séð yfirburði höfuðborgar okkar vegna þess. Ég hef komið til margra borga bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum og meðal annars dvalið hálft annað ár í Los Angeles og rúman mánuð í New York. Ekki gat ég merkt á neinn hátt að þessar borgir, né aðrar sem ég hef komið til, séu neinir eftirbátar Reykjavíkur hvað hreinlæti snertir, þrátt fyrir að mikill fjöldi hunda er alls staðar þarna. Haft var eftir þessari konu að það væri hörmulegt að á sama tíma og fjöldi hunda hefði meira 'en nög að éta svelti mannfólkið víða heilu hungri, til dæmis mætti sjá fólk i stór- borgum Bandaríkjanna leitandi að æti í öskutunnum. Vissulega er það satt að ótrúlega víða sveltur fólk og deyr. vegna næringarskorts, það er hörmuleg staðreynd að þetta skuli geta gerzt nú á dögum þegar maðurinn ræður fyrir slíkri tækni, sem raun ber vitni alls staðar. En er þetta svo vegna þess að menn eiga hunda og gefa þeim nóg að éta? Nei, auðvitað ekki. Að halda svona löguðu fram er alger fásinna. Þessi kona og skoðanabræður hennar ættu alvarleea að líta í kringurti sig og reyna að sjá hlutina í réttu ljósi. Eg hefði haldið að það væri ekki erfitt. Það er raunar furðuleg árátta margra þegar eitthvað er að að reyna að horfa fram hjá hinu raunverulega vandamáli og skella skuldinni á aðra. Það er til nægur matur handa öllum mönnum á jörð- inni og jörðin getur séð ötölu- legum fjölda í viðbót fyrir mat. nóg er landrýmið. tæknin og peningarnir. Maðurinn notar þekkingu sina og peninga til þess að framleiða vopn, milljörðum á milljarða ofan er eytt á hverju einasta ári. Og auðvitað þarf að nota þessi vopn, því brjótast út stór- styrjaldir annað slagið þar sem mannvirkjum fyrir upphæðir sem enginn getur metið er eytt og jörðin sjálf sundurtætt og brunnin, að maður tali nú ekki um allar þær milljónir manna sem miskunnarlaust er slátrað. Milli þessara störátaka eru svo auðvitað minni átök, raunar er aldrei alger friður alls staðar, nú er til dæmis barizt í Ethiopiu þar svalt fjöldi manna ekki alls fyrir löngu og gerir eflaust enn. Hér á landi fór fram fjársöfnun til matarkaupa handa þessu bágstadda fólki. Það er samræmi í þessu. eða hitt þö heldur. Það mætti metta nokkra munnana fyrir þær fúlgur er fara í alla gervihnettina og tunglferðirnar og allt það. Slíka ævintýra- mennsku er hægt að leyfa sér þegar jörðin er orðin fullkominn bústaður allra manna. Nei, þessi blessuð títt nefnda manneskja og hennar líkar;ettu að hefjast handa um að bæta mannfólkið. Grimmd mannsins og græðgi er orðin slík helstefna að ef ekki verður hægt að snúa þessari þróun við innan mjög skamms tima þá mun maðurinn farast í vonzku sinni. * Guðjón V. Guðmundsson. Spurning dagsins FINNAST ÞÉR FRÉTTIR AF GOSSTÖÐVUNUM FYRIR NORÐAN OF TÍÐAR í FJÖL- MIÐLUM? Halldór Dungal nemi i Myndlista- og handiðaskólanum: Ha, eru gos- stöðvar þar? Steingriinur Þorvaldsson nenti i Myndlista- og handíðaskólanum: Ekki hefur mér fundizt það. Sigríður Harðardóttir. starfar a vistheimilinu viA Dalbraut: ,Iá. mér finnst það og er hætt að taka mark á þessu. Erla Harðardóttir, atvinnulaus: Já. það er allt of mikið að hafa þetta í hverjum einasta frétta- tima og blaði. Ég er alveg hætt að hlusta á þetta. Guðmunda Júliusdóttir nemi i Kennaraháskólanum: Nei — en mér finnst svo sem ekkert yantaá þær heldur. Rannveig Andrésdóttir nemi í Kennaraháskólanum: Nei, það -finnst mér ekki og fæ mig aldrei fullsadda á fregnum þaðan á meðan eitthvað er raunverulega þar að gerast.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.