Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 28
„Ullarvöniútflutningurinn byggir á erlendu hráefni” —allt að þrið jungur ullarvara hér úr nýsjálenzkri ull, segir Pétur í Álafossi „Staöreyndin er sú, aó ullar- vöruútflutningur íslendinga byggist að talsverðu leyti orðið á erlendu hráefni, svo kald- ranalega sem það kann að hljóma." Það var Pétur Eiríksson, for- stjóri Alafoss hf., sem lét þessi orð falla í samtali við frétta- mann DB í gær. Öfeigur Hjaltested, skrif- stofustjóri iðnaðardeildar Sam- bands íslenzkra samvinnu- félaga, kvaðst að visu ekki geta tekið undir þessi orð, en sagði ástandið í þessum málum nú' orðið þannig, að fjárhagslega væri hagkvæmast að flytja inn ull frá útlöndum og vinna hana hér, en flytja íslenzku ullina út lítið unna, eða aðeins lopann. „Þetta gerir ástandið í kaup- gjalds- og verðlagsmálum hér,“ sagði Öfeigur. „Hitt er svo ann- að, að þótt þetta kunni að vera hagkvæmast sem stendur, þá er ekkert sagt um þjóðhagslega hagkvæmni til lengri tíma.“ Það er nefnilega ekki aðeins flutt út ull hálfunnin til t.d. Kóreu, þar sem hún er unnin og seld í samkeppni við íslenzkar ullarvörur, eins og rakið hefur verið i fjölmiðlum undanfarna daga. Til Islands voru á nýliðnu ári flutt um 600 tonn af hráunn- inni ull, mestmegnis frá Nýja- Sjálandi. Sú ull er síðan blönd- uð íslenzkri ull og ýmist flutt úr landi eða seld hérlendis. „Það er ekki einasta, að ný- sjálenzka ullin sé allt að helm- ingi ódýrari en sú íslenzka, heldur stenzt hún fyllilega samanburð við beztu íslenzku ullina," sagði Pétur Eiríksson í Álafossi í samtalinu við frétta- mann DB. Hjá Alafossi er nokkurn veg- inn jafn mikið framleitt úr ís- lenzkri og nýsjálenzkri ull, en nýtanleg íslenzk ull er um 900 tonn á ári. Hjá Sambandinu er hlutfallið annað, mun meira er notað af íslenzkri ull, enda á Sambandið hægara með að fá hráefni frá „eigendum" sínum, bændunum í landinu. Pétur Eiríksson gizkaði á, að ullar- framleiðslan í landinu byggðist allt að þriðjungi á innfluttri ull. Endanlegar tölur um ullar- innflutning 1977 liggja enn ekki fyrir hjá Hagstofunni, en þar fengust í gær þær upp- lýsingar, að fyrstu níu mánuði sl. árs hefðu verið flutt inn liðlega 457 tonn fyrir rúmlega 360 milljón krónur. -ÓV AKRANES séð frá Reykjavík Ljósmyndatækninni flevgir kannski ekki fram eins og tækninni á ýmsum öðrum sviðum. Vmislegt batnar þó og breytist. Aðdráttar- linsurnar geta gert ýmsa stórfenglega hluti. Þannig sá Ijósmyndarinn til dæmis Akranes úr vél sinni i blíðviðrinu í gær. Greina má að sementsverksmiðjan hefur haft ærinn starfa og liklega hefur fiskimjölsverksmiðjan haft citthvað til að bræða. Efst í horni myndarinnar er einn af Föxunum að renna sér inn í lending- arstöðu að Revkjavikurflugvelli. -DB-mynd R. Th. Sig. Blaðamenn segja upp samningum: TEUA 73,6 PR0SENT SK0RTA A JÖFNUÐ VIÐ ÚTVARPSMENN — íbyrjunarlaunum Byrjunarlaun blaðamanns eru nú 109.990 krónur, en b.vrjunar- laun fréltamanns hjá Kikisút- varpinu eru 190.911 krónur. Byrjunarlaun blaðamanns þyrftu því að hækka um 73,6 prósent, til þess að jöfnuður næðist. segir í fréttatilkynningu frá Blaða- mannafélagi íslands. Blaðamenn sögðu upp samningum í gær við Félag blaðaútgefenda. Dagblaðið og Útgáfufélag Þjóðviljans. Heimild var til að segja upp samningum eftir 20. janúar, ef- ekki næðist samstaða milli blaða- manna og útgefenda um samræmingu á kjörum blaða- manna og útvarpsmanna. Útgef- endur segja að nú þegar sé fullt samræmi á kjörum þessara hópa. Blaðamenn lögðu til að Kjara- rannsóknanefnd reiknaði launa- mismun hópanna en útgefendur höfnuðu því. Samkvæmt útreikningum blaðamanna^ hafa laun þeirra hækkað að meðaltali um 47,6% frá 1. des. 1976 til 1. des. 1977 meðan launþegar í ASÍ hafi feng-' ið um 60 prósent hækkun og I f rumskógum lagakróka: SA DÆMDIVAR EKKITIL Fyrir skömmu var kveðinn upp í Borgardómi Reykjavíkur dómur í máli sem Lífeyris- sjóður framreiðslumanna hafði höfðað á hendur Veitingahús- inu Glæsibæ. Veitingahúsinu hafði láðst að greiða í iífeyris- sjóðinn og nam krafan liðlega einni milljón með vöxtum og kostnaði. Dómurinn féll á þann veg að veitingahúsinu var skylt að borga. Þegar dómurinn var kveðinn upp mætti enginn fyrir hönd veitingahússins. Það kom því í hlut borgarfógetaembættisins í Reykjavík að gera fjárnám hjá veitingahúsinu svo krafan yrði greidd. En þegar fulltrúi fógeta kom í veitingahúsið kom í ljós að lagalega er ekkert til sem heitir Veitingahúsið Glæsibær, eða það sem fyrir lögum er kallað „juridisk persóna", heldur er það hlutafélagið Útgarður sem rekur veitingahús í Glæsibæ. Nú voru góð ráð dýr. Dómur var fallinn, en á „rangan“ aðila — aðila sem ekki var til. Um tima leit út fyrir að höfða þyrftí nýtt mál — á Útgarð hf. Full- trúi fógeta gat þá bent á eignir eins hluthafa í Útgarði, en þær eignir voru í öðru lögsagnarum- dæmi og hefði þurft að halda fjárnámsaðgerðinni áfram þar. Hún hafði vitaskuld verið ár- angurslaus í „Veitingahúsinu Glæsibæ". Niðurstaðan varð samt sú áð tekið var á málinu „með skyn- semi“, að því er fulltrúi fógeta sagði fréttamanni , blaðsins. Lögfræðingur Útgarðs hafði > einfaldlega séð þennan mögu- leika á að verða sér úti um frest til að greiða skuldina, og raunar fullkomlega löglegan rétt. Er nú allt útlit fyrir að lifeyrissjóður þjónanna fái sína peninga. Það eru ekki aðeins vegir Guðs sem eru órannsakanlegir. -ÓV frjálst, áháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 25. JAN. 1978. Dýraspítalinn: VERDUR AÐ STANDAÁ EIGIN FÓTUM — borgin villekki styrkja starfsemina Nú hefur verið opnuð eins kopar „slysavarðstofa fyrir dýr í dýraspítalanum. Dýrahjúkrunar- konan, Sigfríð Þórisdóttir, er þar til viðtals frá kl. 2 til 7 á daginn. Sagði Sigfríð að mikil aðsókn hefði verið, aðallega eru það hundar og kettir sem komið er með. Rekstrarerfiðleikar spltal- ans eru miklir en Sigfríð sagði að dýrasýningin sem haldin var í Laugardalshöllinni í ágúst í sumar hefði gefið góðan pening í kassann og væri enn eftir af þeim peningum. „Svo er ætlunin að reyna að láta spítalann standa undir sér eins og hægt er,“ sagði Sigfrið. Fyrsta heimsókn kostar 1 þúsund kr„ jafnvel þótt lítið eða ekkert sé gert. Nýlega sótti Dýraspftalinn um 300 þúsund kr. framlag frá Reykjavíkurborg. Tillagan fékk ekki stuðning í borgarstjórn. „Þegar borgin tók þá ákvörðun á sínum tíma að taka við dýraspítal- anum í félagi við önnur bæjar- félög var engu lofað um að borgin tæki þátt í rekstrarkostnaði spít- alans,“ sagði Jón Tómasson skrif- stofustjóri borgarstjóra. „Borgin lagði til lóð undir spítalann og hafði einnig nokkurn kostnað af því að koma húsinu fyrir þar. Til þess að taka alveg af skarið var samþykkt í borgarstjórn með 8 atkvæðum að ekki yrði stuðlað að styrkveitingum til spítalans," sagði Jón. - A.Bj. Dýrri mynda- vélog linsu stolið Ljósmyndari DB, Ragnar Th. Sigurðsson, varð fyrir miklu tjóni í gær er dýrri myndavél ásamt linsu var stolið úr læstum bíl hans meðan hann skrapp inn á Hótel Holt til myndatöku. launþegar í BSRB um 76,5 prósent. Þá telja blaðamenn, að útgef- endur, sem gengnir eru í vinnu- veitendasambandið, viðurkenni ekki grundvallarreglur sam-> bandsins, að greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu án tiliíts til þess hjá hverjum hún er unnin. -HH. Þjófnaðurinn átti sér stað á bílastæði hótelsins við Bergstaða- stræti um sexleytið í gærdag. Meðan hann brá sér til myndatökunnar skildi hann Pentax-myndavél sína með áfastri 400 mm linsu eftir í aftursæti bifreiðarinnar, og var bíllinn læstur. Allir sem Pentax-vélarinnar’ eða linsunnar verða varir eru beðnir að hafa samband við DB eða rannsóknarlögregluna. -ASt.. 4. sólarhringinn í röð: Stormur— enginn af li Stormur er enn á loðnu- miðunum fyrir norðan land og . hefur nálega enginn afli fengizt í fjóra sólarhringa. Þó höfðu níu bátar tilkynnt slatta til Loðnunefndar í gærmorgun, 2970 tonn, og ekki var vitað í morgun, hvort einhverjir bátanna hefðu reynt að kasta. Almennt lætur flotinn reka á miðunum, en sumirbátanna hafa haldið kyrru fyrir í höfnum norðanlands. -HP. 4 4 4 4 í !

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.