Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978. Alafoss og Gef jun gera það gott á alþjóðasýningu: ISLENZK ÁKLÆÐI, VÆRÐARVODIR OG SÆNGUR VÖKTU MIKLA ATHYGLI —60-70 pantanir bárust og annað eins af f yrirspurnum Álafoss og Gefjun náðu mjög góðum árangri á vörusýningu sem fyrirtækin tóku þátt í, á stærstu og virtustu textilsýningu sem fram fer í heiminum. Tóku fyrir- tækin þátt í sýningunni International Trade Fare for House and Household Textiles í Frankfurt 11.-15. janúar sl. Sýninguna sóttu um 60 þúsund manns. Fjölsi sýnenda var 1050 frá 32 löndum og sýningarsvæðið var 75 þúsund fermetrar. Frá þessu segir í tilkynn- ingu frá Utflutningsmiðstöð iðnaðarins en Utflutnings- miðstöðin skipulagði íslenzka sýningarsalinn, sem var 42 fer- metrar og hafði hluta af honurrv sjálf og rak auglýsingaþjónustu. Álafoss og Gefjun sýndu þarna. húsgagnaáklæði og værðarvoðir auk þess sem Gefjun sýndi sængur. bæði með æðardúns- fyllingu og ullarfyllingu. Arangur íslenzku fyrir-' tækjanna er talinn mjög góður. Hafa þau fengið milli 60 og 7C prufupantanir og annað eins af fyrirspurnum. Geysileg vinna bíður nú fyrirtækjanna að vinna sýningardeild Islands textilsýningunni. Annars vegar eru húsgagnaáklæðin, en hins vegar værðarvoðirnar. úr þeim pöntunum og fyrirspurn- um sem bárust og vænta bæði fyrirtækin sér mikils af árangri sýningarinnar. Langþýðingarmesti markaður- inn fyrir húsgagnaáklæði og værðarvoðir virðist vera í Skandi- navíu. þó ágætir möguleikar virðist fyrir þessar vörur í öðrum Evrópulöndum. Mikilvægi skandinavíska markaðarins bygg- ist fyrst og fremst á því hvað „Scandinavian design“ byggir mikið á náttúrlegum efnum. Athyglisvert þótti hve ríka áherzlu bæði íslenzku sýningar- firmun höfðu lagt á hönnun framleiðslu sinnar frá því þau tóku þátt í alþjóðlegri sýningu síðast. Vorur íslenzku vörurnar mjög rómaðar af mörgum sýning- argesta vegna þessa. Bæði Alafoss og Gefjun hafa ákveðið þátttöku í fleiri erlendum sýningum á þessu ári. -ASt. Þ0RRABL0TSNEFNDIN ER AGÆTIS HJÚSKAPARMIÐLARI — Regína segir f rá komu þorra á Eskif irði Veglegt þorrablót var haldið í samkomuhúsinu Valhöll á Eskifirði á laugardaginn var. Þrjú hundruð og sjötíu manns sátu undir borðum þar til klukkan 11 um kvöldið að Hólma- tindur kom inn og komu þá skipverjarnir fimmtán með konur sínar. Á borðum var mikill og góður þorramatur eins og tilheyrir þeim degi, hákari, hangikjöt og brennivín. Lunda- baggar, svið og hrútspungar, en það gleymdist að sýra allan þennan gamla og góða mat.eins og vanalega er gert. Harðfiskurinn, hangikjötið og hákarlinn var alveg fyrsta flokks matur. Þótti mönnum sem inngangseyririnn væri ekki jafn dýrseldur og búast mætti við í verðbólgunni, en hann var kr. 4 þúsund á manninn. Undir borðum voru fjölbreytt skemmtiatriði, öll heimatilbúin, fjöldasöngur og smá leikrit og mæltist það allt mjög vel fyrir. Heiðursgestir voru þau Þórdís Guðjónsdóttir og Magnús Jónsson sem eru með elztu borgurum á Eskif. Einnig var heiðurshjónun- um Ellert Borgari Þorvaldssyni og konu hans Ernu Björnsdóttur boðið, en þau voru skólastjóra- hjón á Eskifirði um árabil. Þau fluttu að austan fyrir sex árum og kenna nú við Öldutúnsskólann í Hafnarfirði. Skemmti Ellert fólki vei undir borðum með ýmsum skemmtilegum bröndurum og voru Eskfirðingar mjög ánægðir með það að skólastjórahjónin skyldu heiðra þá með því að koma til þessa mikla mannfagnaðar. Fastur liður er á Eskifirði að átta hjón eru kosin i þorrablóts- nefnd á hverju ári og auk þess piltur og stúlka sem fólk er hrætt um að muni pipra. Komíð hefur fyrir að úr parinu hafa orðið hjón og það hin mestu fvrirmyndar- hjón Það má því með sanni segja að þorrablótsnefndin sé eins konar hjúskaparmiðlari. Vona Eskfirðingar að svo verði einnig að þessu sinni. Borðin voru tekin upp kl. hálftólf um kvöldið og var stiginn dans til kl. hálffimm um morguninn. Voru allir komnir heim til sin kl. fimm, vel saddir af góðum mat og því góða meðlæti sem tilheyrir þorramatnum. Hljómsveitin Panik frá Egils- stöðum lck f.vrir dansi. Formaður þorrablótsnefnd- arinnar var Ragnar Hall sýslufulltrúi. Eru Eskfirðingar þorrablótsnefndinni þakklátir fyrir góða skemmtun og stjórn- semi í hvívetna. Næsta ár verður Gunnar Finnsson kennari for- maður þorrablótsnefndarinnar. Regína Thor./abj. „Með hjartfólgnum ástarkveðjum...”: Til „skipstjórans” á Skaftfellingi VE! í sjómannaþættinum Á frívakt- inni eru oft sendar harðsnúnar og hjartfólgnar kveðjur út og suður. Ein kveðjanna í þætti nýlega vakti talsverða athygli að sögn Brautarinnar, fréttablaðsins í Vestmannaeyjum. Það var ástúðarkveðja til „skipstjórans á Skaftfellingi VE“ frá yngismey nokkurri. Svo háttar til að Skaftfellingur Eigendur Óðals eru þrír Þegar við sögðum frá gleð- skapnum sem haldinn var á Öðali fyrir vistmenn og starfsfólk Kópa- vogshælis á dögunum var getið um eigendur Öðals. Láðist þá að geta um einn af þeim, Ölaf Lauf- dal, og er hann beðinn velvirð- ingar á því. Ólafur gekk um beina ásamt starfsfólki sínu á skemmt- uninni og var einn af hvatamönn- um þess að þessi skemmtun væri haldin. má muna sinn fífil fegri. Skipið var aflaskip og happaskip mikið, en nú má telja í áratugum tímann frá því báturinn var mannaður og hélt út til fiskjar. Á skipinu er þar af leiðandi enginn skipstjór- inn. „Yngismærin sú hefur því fallið á fölskum forsendum fyrir ,,skipstjóranum“, —- eða hvað?“ segir í Brautinni. Myndin er aftur á móti af bátnum meðan hann var og hét og hafði raunverulegan skipstjóra. ÚTSALA Mi í mömmu- SÓL i kjállara midbæjar markaðarins dðalstræti 9 - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.