Dagblaðið - 10.02.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978.
5
Voulgaris:
„íslenzkir kvik-
myndatökumenn
frábærir en
þurfa fjárstyrk”
Pendelis Voujgaris. DB-mynd RagnarTh.
íslenzkar kvikmyndir bera það
glöggt með sér að íslenzkir kvik-
mvndatökumenn eru á heims-
mælikvarða hvað tækni snertir.
Ef þeir fá aðstoð í formi fjár geta
þeir orðið rödd í heiminum sem
hlustað er á. Eitthvað á þessa leið
fórust Pandelis Voulgaris orð á
blaðamannafundi i gær.
Voulgaris er hingað kominn
sem annar gestur á kvikmynda-
hátíðina. Hingað flutti hann
mynd sína Ánægjudag sem er
ádeila á meðferð á pólitískum
föngum í Grikklandi. Myndin
verður sýnd í kvöld. Eini gallinn
er sá að eintakið sem hingað barst
er nærri ónýtt af sliti og stenzt
Voulgaris ekki reiðari ef minnzt
er á það. Hlutu þeir sem ábyrgð
báru á þessu óbótaskammir því
ferðin hingað og samskipti við
tslendinga eru honum mikils
virði.
t rauninni sagði Voulgaris að
sér fyndist ekki -hann hafa farið
neitt. Hér á lamdi væri allt eins og
heima i Grikklandi þegar bezt
léti. Þjóðirnar væru ótrúlega lík-
ar.
Voulgaris var mjög tíðrætt um
ástandið í kvikmyndagerð í Grikk-
landi. Þær kvikmyndir sem þar
hafa verið gerðar fram á síðustu
ár eru mjög lélegar og lítill sem
enginn vilji er til þess að bæta þar
nokkuð um. Enda sagði siðasti
menntamálaráðherra það opin-
skátt að enginn af þessum ungu
kvikmyndagerðarmönnum sem
ruðst hafa fram af lómri þrjózku
á síðustu árum væri hægrisinn-
aður og hvers vegna í ósköpunum
ættu stjórnvöld að styrkja það
sem væri í beinni andstöðu við
þau sjálf?
Kvikmyndagerðarmenn þar
eiga margt sameiginlegt með
mönnum hér. Þeir fá enga fasta
styrki en þurfa þvert á móti að
borga mjög háa tolla og skatta af
því efni sem þeir nota. Munurinn
er hins vegar sá að þar eru fáir
meðal eldri kynslóðarinnar sem
hafa áhuga á að sjá góðar myndir
og koma á sýningar ungu mann-
anna. Síðan sjónvarpið var sett
þar á laggirnar hefur orðið að
loka nokkuð mörgum kvikmynda-
húsum þvi eins og Voulgaris
orðaði það að nú fá menn ruslið
sem þeir sáu áður þar inn á stofu-
gólf hjá sér.
Þessu er hann sjálfur að reyna
að breyta með því að gera fram-
haldsmyndaflokk fyrir sjónvarp-
ið. Er hann byggður á skáldsögu
eftir Polistis. Þetta er fyrsta stóra
verkefnið sem Voulgaris er falið
af vfirvöldum þrátt fyrir mikið
lof erlendis.
Voulgaris sagðist mjög ánægð-
ur með hvernig valið hefði verið á
hátíðina hér en teldi bannið á
japönsku myndinni fyrir neðan
allar hellur. Myndin væri eitt
bezta kvikmyndalistaverk sem
hann hefði á ævi sinni séð og væri
þá mikið sagt. Kngin þjóð í heim-
inum sem hann vissi um hefði
látið sér detta þetta í hug, ekki
einu sinni Grtkkir.
- DS
Thor Vilhjálmsson vill sýna Veldi tilfinninganna
„Við érum hlægilegir meðal
þjóða fyrir þröngsýni”
,,Ég hef lagt til í listahátiðar-
nefnd að myndin Veldi til-
finninganna verði sýnd hér og
látið reyna á það hvort dómstól-
arnir dæma hana klám eða
list,“ sagði Thor Vilhjálmsson
við blaðamenn í gær.
Thor sagðist telja að saksókn-
ari og aðrir þetr menn, sem
samkvæmt þessum úrskurði
hlytu að teljas, sérfræðingar í
klámi, þrátt fyrir það að þeir
treystu sér ekki til þess að skil-
greina hugtakið, væru ekki
réttu mennirnir til þess að
dæma um það hvað sýna mætti
á kvikmyndahátíð. Myndin
væri listaverk og það gætu sér-
fræðingar í listum dæmt um.
Dómstólarnir væru eini aðilinn
sem skera ætti úr um það hvort
atriðið vægi þyngra á metun-
um, klámið eða listin.
Auk þess sagði Thor að þegar
væru íslenzk yfirvöld orðin
hlægileg erlendis fyrir ein-
dæma þröngsýni i þessum efn-
um þar sem jafnvel i þeim
ströngu stjórnkerfum sem viða
séu við lýði, til dæmis í Grikk-
landi, væri þessi mynd sýnd og
alls staðar lofuð. Hún kæmi
hingað frá Frakklandi fyrir ein-
skæran velvilja franska sendi-
herrans og franska mennta-
málaráðuneytisins og ef lista-
hátíðarnefnd þætti klúr fyrir
að velja þessa mynd, hvað
mætti þá segjá um Frakka?
Thor hlaut að sögn mjög
dræmar undirtektir við þessari
tillögu en hann sagðist ætla að
halda henni á lofti áfram. Þess
má geta að Fjalakötturinn
hyggst sýna myndina og jafnvel
hefur sérsýning fyrir blaða-
menn verið höfð á orði.
- DS
TORGSINS
flðnaðarhusinu,
Hallveigarstig 1
Næst síðasti dagur!
Kr. 1.980.-
Kr. 3.500.-
Skyrturfrá kr. 1.250.-
Kr. 600.-
Mikið úrval frá
öllum deildum
T0RGSINS
Opið til hádegis á morgun
Austurstræti
simi: 27211