Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 5
ÐAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRlL 1978. 5 N Nýja kolmunnaverðlð vekurfuröu: Meira en helmingi hærra verð í Danmörku en hér — sjómenn og útgerðarmenn vægast sagt hissa „Maður hefur heyrt að verðið fyrir kolmunnakílóið í Danmörku sé á milli 22 og 23 kr. isl. og yfir 15 kr. i Fær- eyjum, sem hefur orðið til þess að Færeyingar sigla frekar með afla sinn til Danmerkur. Hér er verðið aðeins 10.80 kr. og var 8 kr. í fyrra svo menn eru að vonum mjög hissa,” sagði Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á aflaskipinu Berki NK í viðtali við DB \ gær. Mikil óánægja rikir nú meðal út- gerðarmanna og sjómanna með hið nýákveðna kolmunnaverð og sagði Sigurjón að það ætti vafalaust eftir að virka þannig að færri sæju sér fært að nýta þessa auðlind en ella hefði verið. Nokkur öflugustu loðnuveiðiskip íslendinga geta stundað kolmunna- veiðar og skv. gagnkvæmum samningi tslendinga og Færeyinga mega tslendingar veiða nokkra tugi þúsunda tonna af kolmunna þar. Þrjú skip stunduðu þær veiðar þar í fyrra I fyrsta skipti og gekk þeim ekki eins og bezt var á kosið. Sagði Sigur- jón, að. mun betur hefði gengið við veiðarnar eftir að kolmunninn gekk hér upp að landinu enda hefðu hinar veiðarnar verið frumraun og alltaf þurfti einhvern tíma til að aðlaga sig nýjum veiðiskap. Reynslan væri nú fyrir hendi a.m.k. hjá nokkrum áhöfnum. •G5. Hamrahlíðarskóla I. SKÓFLUSTUNGAN TEKIN í 4. SINN grafa grunn: Varaf orseti JC hreyf- inga rinnar í heimsók n í síðustu viku var staddur hér á landi varaforseti hinnar alþjóðlegu JC hreyfingar, sem náð hefur fótfestu hér á landi og allmikilli útbreiðslu. Vara- forsetinn heitir Lionel Hartmann og er frá Suður-Afriku. Undir hans umsjón eru sex riki sérstakjega og heimsótti hann þau öll nú. Þessi riki eru auk íslands, Holland, Belgía, Sviss, Noregur og Danmörk. JC félagar i heiminum munu nú vera um 590 þúsund í 90 þjóðlöndum. Félagarnir starfa í um tíu þúsund hópum eða félögum. Langflestir eru JC menn í Bandaríkjunum eða um 360 þúsund talsins, enda var hreyfingin stofnuð þar, árið 1915 í borginni St. Louis. Hreyfingin barst til íslands árið 1960 og kom frá Svíþjóð. JC félagar á Islandi eru nú 737, bæði karlar og konur og er það hlutfallslega mesti fjöldi JC félaga í nokkru landi miðað við íbúafjölda. Islendingar hafa einu sinni átt varaforseta JC hreyfingarinnar, en þá gegndi Ólafur Stephensen embættinu. Nú stefna íslendingar að því að fá mann kjörinn I embættið á næsta alþjóðaþingi JC hreyfingarinnar sem haldið verður í Manilla í nóvember á þessu ári. Þá verður Árni Ragnarsson fr. landsforseti boðinn fram til starfans og nú er unnið að framboði hans. Aðaltilgangur JC hreyfingarinnar er að styðja einstaklinginn til dáða, stuðla að framförum I þjóðfélaginu og æfa menn i félagsstörfum. -JH. Tjáningarfrelsi er ein mcginlbr.' enda þ ab fr isi geii virihaidiri í samlélagi. S»að lif — eftirað beðið hafði verið eftir ráðherra íklukkutíma án árangurs Hamrahlíðarskólanemendur enda líklega með því að grafa grunninn fyrir íþróttahúsi sínu sjálfir. Á miðvikudaginn tóku þeir fyrstu skóflu- stunguna i fjórða sinn. Gunnlaugur Snædal, nýkjörinn formaður nemenda- félagsins, sá um það í þetta sinn eftir að búið var að bíða i klukkutíma eftir Vilhjálmi ráðherra. Honum hafði verið boðið sérstaklega til þess að taka við undirskriftarskjali sem krakkarnir höfðu safnað á þar sem seinagangi var mótmælt, en hann lét ekki sjá sig. Um annað var því ekki að ræða en að byrja ð grafa. öllum alþingismönnum hefur verið sent bréf þar sem reynt er að vekja samúð þeirra með nemendum sem sækja þurfa leikfimi út um allan bæ, en vonir um að það takist eru litlar. Reyndar benti einn nemandinn á að það væri ekki svo slök leikfimi að grafa grunninn og jafnvel að byggja húsið. DS/DB-mynd Hörður. I ÍjlfJii* MNKASTM.il! _®-l«75___ LAUGAVEGUR 9-21599 liÍÍÍlrÍlPÍá!& ...... ^ j|

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.