Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. 9 Kjaftháuurinn og slúðrið ber í leikritinu sorglegan ávöxt. Ung og blásaklaus stúlka ofan úr sveit er borin þungum sökum og þeirra vegna dregin fyrir lög og dóm og gott ef hún gengur ekki af vitinu, en unnustinn svíkur hana. Einhver barnslegur einlægisþokki var yfir þeim lngólfi Birni Sigurðssyni og Guðrúnu Þórðardóttur i hlutverkum þessum. Og Elfa Gisladóttir lýsti skemmtilega þeirri forriku frekjudós sem kom af stað kjaftasögunni og sölsaði undir sig kærastann. Með öðrum orðum sagt held ég að slúðrið veiti betri hugmynd um verðleika hinna ungu leikenda og reyni betur á raunverulega getu þeirra en fyrra verkefni þeirra í vetur. Þá hefur líka Flosa Ólafssyni tekist það Nemendurnir sjö i hlutverkum sínum i Slúðrinu, prófverkefni þeirra. DB-mynd R. Th. Sig. Sjötfu þúsund kr. stól rænt úr glugga — Ungt par er grunað um ránið Úrvali Umboð fyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama sta< er hjá Aglí «78 CONCORD 2ja dyra 6 cyl. 258 cid. vél sjálfskiptur með vökva- stýri, aflhemlum, upphitaðri aft- urrúðu og „De Luxe” útfærslu, þ.e.: Hallanleg sæti með plussá- klæði, viðarklætt mælaborð, ásamt hlif yfir varahjól, hliðar- lista, krómlista á bretta kanta, síls og kringum glugga, klukka, D/L hjólkoppa, D78 X 14 hjól- barða með hvítum kanti, gúmmi- ræmur á höggvörum, og vönduð vinyl toppur, teppalögð geymsla hljóðeinangrun. amCONCORD Aggagagg Ncmendaleikhúsið: SLÚÐRIÐ eftir Flosa Ólafsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir Tónlist: Leifur Þórarinsson. Siaðfastir lesarar Flosa Ólafssonar í Þjóðviljanum um helgar vænti ég að fallist á það með mér að undravert sé hvað hann endist til að halda úti gamandálkum sinum, hvað hann þrátt fyrir allt komi manni oft til að hlæja. En auðvitað er Flosi mistækur eins og aðrir, og auðvitað kemur það fyrir að maður lesi vikuskammtinn hans án þess svo mikið sem að kima. Eftir minni reynslu er Flosa einkurh hætt ef svo ber til að hann vilji skrifa svo að hugur fylgi máli, alvara í og með og undir gamanseminni. Flosi Ólafsson er gegn og góður húmoristi. En hann er fráleitt betri móralisti en aðrir. Af nýju leikriti Flosa sem samið var handa Nemendaleikhúsinu er helzt að sjá að honum sé æðimikil alvara með þeirri aðalkenningu leiksins að það sé Ijótur og skaðvænlegur ósiður að tala illa um fólk á bak. Hitt er þó kannski verra að honum hefur eiginlega ekki dottið neitt annað i hug til að láta uppi í leikritinu nema þessa sjálfsagt alveg réttu siðaskoðun. Úr því er leyst með þvi að láta leikinn öðrum þræði ske í hænsnahúsi og geta þá leikendur sagt eftir atvikum agg eða gagg þegar ekki vill betur til. En þegar um það bil kortér var liðið af leiknum án þess svo sem neitl annað væri sagt var að minnsta kosti undirritaður búinn að fá um það bil nóg af hænsnagaggi. Ég er sem sé hálfpartinn eins oghræddurum að 4ði bekkur H i Leiklistarskóla íslands hafi verið hálf óheppinn með verkefnin sín i vetur. Fyrra viðfangsefni leikhópsins, gamanleikur eftir Terence Rattigan. hentaði þeim að minnsta kosti engan veginn. En vel má vera að Slúðrið nýtist betur þótt óneitanlega sé það býsna þunnt i kamana. Þar er sumpart til að dreifa líflegum hópatriðum. sumpart að minnsta kosti vísi að at- burðarás og þeirri persónusköpun sem til hennar þarf. Skemmtilegust varð i leiknum skopfærsla á algengum kjafthætti og dagsdaglegum kjafta- kerlingum, og hefur þetta hyski i leiknum bækistöð í „heilsuræktinni Veru”. Slíkar stofnanir' eru, vel að merkja, alveg voðalegar fyrir móralinn i bænum, ef einhver fótur er fyrir lýsingu þeirra i leikritinu. Hvað um það: þarna kom Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir á framfæri alveg útmetinni kerlingu af þessu tagi: stílfærðri lýsingu algengrar manngerðar sem virtist aldeilis rökrétt og raunhæf í sín- um fáu einföldu dráttum. sem til stóð í leiknum. Augljóslega hefur mikil alúð verið lögð við sviðsetningu leiksins, enda varð sýningin ásjáleg og að ýmsu leyti skemmtileg þrátt fyrir ofangreinda Leiklist fyrirvara um efnið. Margt sem best tókst í leiknum fannst mér sverja sig i ættina við vinnubrögð Alþýðuleik- hússins fyrir norðan þar sem þær Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Messíana Tómasdóttir, sem gerði leik- mynd og búninga, áður hafa unnið saman við góðan orðstír. Vel trúi ég að þau séu holl og þarfleg leiknemum á síðasta áfanga náms sins. y Enn er leitað að dýrindis stól sem stolið var úr glugga verzlunarinnar Númereitt i Aðalstræti 16, aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Stóllinn er rúmlega 70 þúsund krónu virði að söluverðmæti og mun einn sinnar tegundar á tslandi að þvi er for- ráðamenn verzlunarinnar telja. íbúi i húsinu nr. 16 við Aðalstræti heyrði þessa nótt mikið brothljóð. Kom Sjötíu þúsund króna stóllinn sem gripinn var úr búðarglugganum i Aðalstræti. Hann mun engan eiga sinn lika á íslandi. i Ijós að ungt par var utan við húsið og hafði maðurinn brotið rúðu i verzl uninni með grjóthnullungi. Þaðan greip hann svo stólinn. i því að íbúinn leit út heyrði hann ungu konuna segja: „Náðirðu honum" og átti hún þá við stólinn. Virðist þvi sem ránið hafi verið framið að yfirlögðu ráði til að ná stóln- um. íbúinn gat gefið nokkra lýsingu á fólkinu sem þarna framdi rán. Lög- reglan leitar nú fólksins en verði einhver stólsins var cr hann beðinn að hafa samband við rannsóknarlög- regluna. -ASt. Eldurftimbri Laust fyrir hádegi á föstudag varð vart elds í limburbúntum i ólokuðu porti byggingarvöru- verzlunar Tómasar Björnssonar við Glerárgötu á Akureyri. Tókst fljótlega að slökkva eldinn en þó ekki fyrr en endar timburbúnt- anna höfðu brunnið misjafnlega mikið. Varð því töluvert tjón af eldinum. Grunur leikur á að þarna hafi verið um íkveikju að ræða en máliðeri rannsókn. -ASt. Ótrúlega lágt verð, en staðreynd samt sem áður. Ath. tilgreind verðáætlun miðast við gengisskráningu í dag. Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.