Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.— AÐALSÍMI 27(122. 4. ÁRG.— FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978— 115.TBL. Dagblaðið og Snarfari bæta nýjum kafla í siglingasöguna: STORKOSTLEG KAPPSIGUNG UMHVERFIS LANHÐ í SUMAR Þessum báti, Moby Dick, sigldi Hafsteinn Sveinsson, formaður Snarfara, yfir Atlantshafið til íslands. Hann er 20 feta langur en flestir keppnisbátarnir í sjórallinu eru nokkuð yfir 20 feta og betur búnir svo ekki á að vera ástæða til að óttast um keppendur. — beztu og öruggustu sportbátar landsmanna reyna með sér á 1500 km leið - sjá bls. 5 •Dagblaðið og Snarfari, félag sport- bátaeigenda, hafa nú ákveðið að efna til stórkostlegrar kappsiglingar sport- báta umhverfis lsland. fyrstu kappsiglingar sögunnar umhverfis landið, og verður lagt upp i keppnina þann 9. júli nk, Undirbúningur keppninnar hefur staðið um nokkurt skeið og miðar hann einkum að þvi að gera keppnina sem öruggasta gagnvart keppendum og '•efur Hannes Hafstein.. fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands, m.a. Ijáð málinu lið. Þegar hafa 16 menn tilkynnt þátt- töku átta báta sem allir eru i flokki duglegustu og öruggustu sportbáta hérlendis. enda eru ekki siður gerðar strangar kröfur til báta en keppenda. Sex viðkomustaðir verða á leiðinni og verður keppendum gefinn kostur á hvild á þrem þeirra. Verða bátarmr ræstir samtímis frá þeini stóðum Áætlað er að kappsighng þessi taki viku og keppendur konu altur til Reykjavikursumiudaginn 16. jt'.li, ■G.S. Hann Óskar er kominn — en Joe Pass var veikur og nú ætla Oscar og Nielsað spila á við þrjá „Mér líður ágætlega en ég er dálítið .þreyttur. Ég get aldrei sofið í flug- vélum,” sagði hress Oscar Petersen i morgun er hann skráði sig inn á Hótel Sögu til gistingar. Oscar flutti þá frétt að þeir Petersen yrðu bara tveir á hljómleikunum, hinn ágæti Joe Pass kemst ekki vegna veikinda. Þegar hann var spurður hvort þetta ylli ekki erfiðleikum hristi hann höfuðið brosandi. Þeir Niels Pedersen láta sig ekki muna um að spila tveir sem þrir væru. Oscar Peterson fer héðan á sunnudag en tímann þangað til ætlar hann að nota til þess að skoða landið ögn en hann hefur aldrei komiðhing að áður. Sagði hann að það litla sem hann þegar væri búinn að sjá gæfi góðar vonir. Niels Pedersen kemur seinnipartinn í dag. Hann ætti að vera ögn hag- vanari en Petersen þvi aðeins er mánuður frá þvi hann var hér siðast. DS. » Oscar Petcrson ásamt aðstoðarmanni sínum á Hótel Sögu I morgun. DB-mynd Hörður. Hartbariztá bökkum„Volgu” Til harðra átaka kom i Nauthóls- vikinni síðla nætur eða kl. 4.40. Fóru þrír náungar sem lögreglan kannast vel við suður að læk, þó ekki væri förin farin til að baða. Þar sló í brýnu milli þeirra og stóðu tveir saman gegn einum. Tvimenningarnir beittu beltum sinum og var annað með þungri sylgju. Hinn varðist með lurk. Átökunum lauk með meiðslum þess sem varðist. Særðist hann i andiiti af sylgjunni og föt hans rifnuðu. Áfloga- mennirnir fengu gistingu hjá lög- reglunni. -ASt. Elduri frystihúsi í Keflavík Um klukkan sjö í ntorgun varð eldur laus í hraðfrystihúsinu Baldri i Keflavik. Eldurinn náði ekki mikilli útbreiðslu en varð mestur kringum rafmagnstöflu í vélasal og i vélasalnum. Það breiddist eldurinnekki út. Talsvert tjón varð af eldinum i véla- salnum og má búast við að einhverjar tafir verði á vinnslu' i húsinu en það hefur verið starfrækt með krafti og mikl- um mannafla að undanförnu. -ASt. „ítalskt ástand” á íslandi? — sjá föstudags- kjallara Vilmundar Gylfasonará bls.ll HMíBuenosAires: 0:0 Sagan endurtók sig i fyrsta leik heims- meistarakeppninnar I Buenos Aires í gær: markalaust jafntefli i leik Póllands og Vestur-Þýzkalands og þad er í fjórða sinn i röó sem ekki er skoraó mark i fyrsta leik HM. „Ég veró aó játa aó þetta var slakur leikur,” sagói þjálfari Þjóó- verja, Helmut Schön, en Skotinn kunni, Dennls Law, sagði: „Bezti byrjunarleikur á HM i langan tíma." Sjáíþróttiróbb. 17. Listahátíð í Reykjavík: Af nóguerað taka — bls. 8 um það semerá boðstólum ámorgun Hlerunartæki íloftræsti- stokkum sendi- ráðsins — sjá erlendar fréttirá bls.6-7 Forstjórarnir tolla velí hjónabandinu — sjá erlendar fréttirá bls. 6-7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.