Dagblaðið - 02.06.1978, Síða 2

Dagblaðið - 02.06.1978, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNl 1978. KANARI- EYJAR NÝTT. Vegna hagkvnmra samn- Inga getum vlfi f sumar bo6i6 fjölskyldum, ókeypls fer6 me6 dvöl I ibúö, fyrir öll böm Innan 12 óra. Vetur, sumar vor og haust, dagflug á fimmtudögum. Sólskinsparadls allan ársins hring. Nú fá fslendingar (fyrsta sinn tæki- færi til sumarleyf isdvalar á Kanarí- eyjum. Aldrei of kalt og aldrei of heitt, þar er sjórinn, sólskinift og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaö, f 365 daga á ári. Góöar baöstrendur, fjölbreytt. skemmt- analff. Kanarfeyjar eru frfhöfn meö tollfrjálsa verslun. Hægt er aö velja um dvöl á vinsælustu og bestu hótelum og íbúðum á Gran Canaira og Tenerife svo sem: Koka, Corona Blanca, Corona Roja o.fl. Sunnu skrifstofa meö þjálfuöu íslensku starfsfólki nú opin allan ársins hring. SVNNA Bankastræti 10. Simar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. Skiptar skoðanir um garpinn Serpico Leidinlegt og lágkúru- legt efni — segirbréfritari G. skrifar: Eru engin takmörk fyrir því hvers konar vitleysu blöðin birta? Ég spyr að gefnu tilefni. Sl. þriðjudag birtist les- endabréf í DB þar sem „óánægður sjónvarpsáhorfandi” heldur þvi fram að þættirnir Serpico og Gæfa eöa gjörvileiki séu eina glætan á skjánum! Er maðurinn að skopast eða meinar hann þetta i fullri alvöru? Ég held að ég tali fyrir munn stórs hóps sjónvarpsáhorfenda þegar ég segi að þátturinn um Serpico sé leiðinleg- asta og lágkúrulegasta efni sem þar hefur birzt. Hann á heima i flokki með útvatnaðri fjöldaframleiðslu eins og McCloud og Columbo. Sama máli gegnir um þáttinn Gæfa eða gjörvi- leiki, sem er alveg hræðilegur. Fyrri hluti þáttarins var slæmur en þessi sið- ari slær öll met í væmni og hugmynda- fátækt. Það er kominn timi til að ráðamenn sjónvarpsins átti sig á því að ef dag- skráin fer ekki að batna mun stór hóp- ur áhorfenda láta innsigla tæki sin. Fyrir alla muni leyfið okkur að sjá efni sem er bæði menningarlegt og skemmtilegt! Rudy, aðalhetjan I myndaflokknum Gæfa eða gjörvileiki i sjónvarpinu. Bréfritari segir þáttinn slá öll met i væmni og hugmyndafátækt. Við þurfum ekki Keflavíkursjónvarp Margt er mjög gott í útvarpi og sjónvarpi — EruaðdáendurKeflavíkursjónvarps hræddir við nafnið sitt? Ragnar Halldórsson, Miðvangi 41, hringdi: i lesendabréfum blaðanna eristund- um að finna mikinn vandlætingartón í garð útvarps og sjónvarps og jafnvel ósvífið orðalag og ásakanir á forráða- menn og einstaka starfsmenn. Myndi ekki slíkum bréfum fækka ef blöðin gerðu sóðaskriffinnum skylt að birta rétt nafn og heimilisfang? Sá er háttur blaða á Norðurlöndum að bréfritari stendur við skrif sín með nafni og heimilisfangi en fær ekki dulið sig i skugganum. Sennilega myndu bréfin verða færri en vandaðri. Svo er helzt að skilja á sumum sjón- varpsriturum að sólin hafi gengið til viðar á íslandi þegar ekki sást né heyrðist lengur herstöðvarsjónvarpið á Keflavíkurflugvelli og hætt var að veita þeim yndisauka inn á hvert heimili. Ekki hefur heyrzt getið i þeim fjölmörgu löndum, sem Bandaríkja- menn hafa herstöðvar í að þeir séu látnir sjá viðkomandi þjóðum fyrir sjónvarpi og útvarpi eða verið látnir ryðja sér braut inn i „menningarhelgi þjóðanna" eins og það hefur réttilega verið orðað. Islenzkir herstöðvasjón- varpsdýrkendur telja okkur einum allra þjóða slíkt eftirsóknarvert. Þeir um það. Vonandi eru þeir svo fáir að ekki séu þeir þess umkomnir að mæla i nafni þjóðarinnar eins og oft má skilja á þeirra málflutningi. A.m.k. eru þeir oftast eitthvað hræddir við nafnið sitt. Varðandi útvarp og sjónvarp vil ég aðeins segja að vitanlega er þar ekki allt jafngott og enginn gerir svo öllum liki en þegar á heildina er litið má þar mjög vel við una og margt er þar ágætt. Og nær er mér að halda að þeir sem hæsta hafa uppi gagnrýnina hafi ekki mikið á sig lagt að leita sannleik- ans, þvi fár bregður hinu betra ef hann veit hið verra. Raddir lesenda Það er útbreiddur misskilningur, að allar transistorkveikjur séu eins. Það er mikill munur á platinustýrðri og platinulausri transistorkveikju. Það er líka mikill rrtunur á þeirri síðar- nefndu með segulstýringu annarsvegar og photocellu hins- vegar. Yfirburðir photocellui-stýringar eru þeir, að búnaðurinn er alveg óháður smíðagöllum eða sliti i kveikj- unni. Háberg h.f. getur boðið allar gerðirnar, en við vekjum at- hygli á því, að það er LUMENITION, sem hefur slegið í gegn. Spyrjið LUMENITION eigendur. Viltu raunverulega benzínafslátt? — Fáðu þér þá Lumenition ■MMrgft tiwa mímm HABERG h£ Skeifunni 3e*Simi 3*33*4S

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.