Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNl 1978. Þetta ernýja FUJICA AZ-1 Ijósmyndavélin ZC3DMSLR FUUICA /1Z1 FUJI PHOTO FIIM CO„ ITD. Þeir hjá FUJI FILM fóru ekki troðnar slóðir þegar þeir hönnuðu nýju FUJICA AZ-1 myndavélina. í FUJICA AZ-1 myndavélinni er al- sjálfvirk Ijósmæling með hinu nýja 12 L tölvukerfi, sem nefnt er „Digital Shutter Speed Control”. Þetta Ijósmælingarkerfi er mjög ná- kvæmt jafnvel við hin erfiðustu myndatökuskilyrði. FUJICA AZ-I er fáanleg með zoom- linsu 43 til 75 mm sem aðallinsu. — Og verðið er að sjálfsögðu FUJI- verð — sem gerir grín að öllum keppinautunum. Sökiumbofl f Roykja vík Amatörverzlunin Laugavegi 55. Sfmi 2-27-18. Ritari óskast Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, óskar að ráða ritara. Vélrit- unar- og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist fyrir 10. júní. V-listinn Reykjaneskjördæmi Höfum opnað skrifstofu að Hamraborg 7 í Kópavogi, súmgé4199 og 44792. Skrifstófan eropin frá kl. 13—22 alla virka daga, sunnudaga frá kl. 13—17. Húsavík Blaðburðarböm óskast strax í suðurbœ. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 41294. mum Vorum að takaupp uppreimaða barnaskó ,,Tn" °ortúga/ Teg.6516 Stœrð 19-22 Litur: Rauður ogblár Verðkr. 4.663. Teg.6450 Litur Rauður, brúnn ogblár eg.6617 tærðir 22—27 itur: Dökkbrúnn og Ijosbrúnn. 'erðfrá kr. 4,739.- Teg. 6762 Stæiðir 22-26 Litun Blár Skóg/ugginn h/f HVERFISGÖTU 82 PÓSTSENDUM. Hlerunartæki i loftrásum sendiráðsins Heimildir í Washington segja að kerfi hlerunartækja hafi fundizt í bandaríska sendiráðinu i Moskvu og er talið að þau séu þangað komin að undirlagi Sovétstjórnarinnar. Þykir þetta heldur óheppilegur tími til slikra uppljóstrana því sambúð stórveldanna tveggja er venju fremur stirð um þess- ar mundir og koma þar til umsvif Sovétmanna og Kúbu í Afríku og gagnrýni Bandaríkjanna á þau og mannréttindabrot og vanefndir á Helsinki-sáttmálanum. Byggingin, sem hlerunartækin eru sögð hafa verið í, var afhent banda- rískum yfirvöldum árið 1952. Áður höfðu verið í henni íbúðir. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar tókst Sovétmönnum að koma útbúnaði sin- um fyrir i loftgöngum sem lágu unr húsakynni sendiráðsins án þess að ráðamönnum þar væri kunnugt um það. Upp komst um göngin þegar unn- ið var að breytingum á herbergja- skipan. Göngin munu hafa veriö svo víð að Sovétmenn hafa getað endur- nýjað og haldið við hlerunartækjun- um eftir þörfum. 1 REUTER VIUA HALDA í METRAKERFH) Hópur brezkra verzlunarmanna hefur hleypt af stokkunumherferð til aö koma í vég fyrir að metrakerfið verðitekiðupp í Bretlandi. Ætla þeir að dreifá undir- skriftaskjali sem þeir kalla heimsveldis- skrána og eiga þeir sem þeim vilja fylgja að skrá sig. Stefnt er að þvi að afhenda Callaghan forsætisráðherra eina milljón undirskrifta fyrir þvi að hætt verði við að leggja niður hinar fornu mælieiningar hins forna heims- veldis, það er pundið, pottinn, og fetið, sem verzlunarmennimir' fúllyrða að meirihluti Breta vilji halda áfram. Tilgangurinn með þvi að Bretar hverfi til metrakerfisins er sá að auðvelda sam- skiptin við umheiminn. Metrakerfið er ríkjandi i heiminum og hefur það ekki sizt unnið á við aukna tölvutækni. Erlendar fréttir Bíðameð skepnuskap- innþartil eftir heims- meistara- keppni „Þeir munu bíða með skepnu- skapinn þar til allir blaðamenn- irnir eru famir vegna heims- meistarakeppninnar,” sögðu sumar þeirra hundrað kvenna sem, söfnuðust fyrir framan stjórnar- byggingar i Buenos Aires i gær. Gerðist þetta um sama leyti og heimsmeistarakeppnin i knatt- spymu hófst og voru blaðamenn viöstaddir er konurnar söfnuðust saman og óskuðu eftir upplýsing- um um örlög manna sinna og ætt- ingja sem horfið hafa á undanförn- um mánuðum og taldir eru í fang- elsum herforingjastjórnarinnar. Hermenn efla lögregla lét kon- urnar afskiptalausar að þessu sinni en sú mun ekki vera venjan undir venjulegum kringumstæðum. Forstjórarn- ir tolla vel í hjóna- bandinu Níutiu og fimm af hundraði þeirra manna sem við stjórnvölinn sitja i hundrað stærstu bandarísku fyrirtækjunum eru enn kvæntir sömu eiginkonunni og i byrjun. Kemur þetta fram í tímaritinu Town and Country sem kom út i gær. Fimmtíu milljarða metgjaldþrot íBretlandi Fjörutiu og fjögurra ára gamall Breti, William Stem, virðist hafa sett heldur óvenjulegt met. Hingað til hefur hann verið talinn eigandi mikilla fasteígna í London en hefur nú verifl lýstur gjaldþrota og eru skuldir umfram eignir sagöar nema um það bil 105 milljónum punda eða jafnvirði rúmlega fimm- tiu milljarða islenzkra króna. Er þetta talifl met I brezkri fjár- málasögu. gefaút handtöku- skipun á stríðsglæpa- manninn Réttur i Dússeldorf í Vestur- Þýzkalandi hefur gefið út hand- tökuskipun á hendur Gustav Franz Wagner, stríðsglæpamanni sem talinn er hafa átt sök á dauða 150.000 þúsund fanga í einangrunarbúðum á árum siðari heimsstyrjaldarinnr. Maðurinn, sem taJinn er vera Wagner, gaf sig fram viðlögregluna í Brasilíu fyrir nokkrum dögum eftir að farið var að leita hans. Handtökuskipunin er talin vera fyrsta skref vestur-þýzkra yfir- valda til formlegrar kröfu um að Wagner verði framseldur þeim. Sovétmenn sektuðu japanska skipstjórann um hálfan milljarð Japanskur fiskibátur, 350 tonn að stærð, var á miðvikudaginn var sektaður um jafnvirði rúmlega hálfs milljarðs íslenzkra kr. fyrir að vera með meira af skelfiski i lestinni en gefið var upp í dagbók skipsins. Að sögn japanskra yfir- valda er nú verið að leita skýringa hjá Sovétmönnum á hinni háu sektarupphæð. Er hún sú mesta i sögu fiskveiðisamskipta Japans og Sovétríkjanna. Elísabet heldur upp á krýningar- afmælið Búizt er við að hundruð þús- unda Breta muni safnast saman fyrir utan BuckinghamhöU til að samfagna Elísabetu drottningu með tuttugu og fimm ára krýn- ingarafmæb hennar. Til hátíða- brigða verða bæði flugeldasýning- ar og dansar á götum London en drottningin hefur viljað draga fremur úr hátiðahöldum vegna þess að 1 fyrra var haidið upp á aldarfjórðungs ríkisstjómarafmæli hennar. Krýningin fór aftur á móti ekki fram fyrr en hún hafði setið rúmt ár i hásæti að föður sinum, Georg sjötta, látnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.