Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 11
11 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn unnu stóra sigra í borgarstjómarkosningum i Reykjavík sem og um allt land um siðustu helgi. Áratugavigi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík féll og Framsóknar- flokkurinn tapaði stórt. 53 prósent borgarbúa kusu fyrrverandi minni- hlutaflokka, 47 prósent Sjálfstæðis- flokkinn. Það væri að snúa út úr vilja kjósenda að aðrir en fyrrverandi minnihlutaflokkar myndi nú meiri- hluta og stjórni borginni næstu fjögur árin. Það er hins vegar mikið í húfi að samstarf takist vel og að enginn reyni að troða skóinn af öðrum. Þó að forusta Alþýðubandalagsins verði eðlilega nokkur, þá verður að ríkja ákveðið jafnræði. Flokkarnir þrir verða að eiga sinn hvern fulltrúann i borgaráði, þó svo að Alþýðubanda- lagið hagnist minnst á því og Fram- sóknarflokkurinn mest. Eitthvert ósamkomulag verður eðlilega, en varla meira en þegar Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson deildu um Ár- mannsfell á sinum tima. Aðalatriðið er samt að samstarfið takist vel og að hinurh fjölskrúðuga þætti félagsmála, sem flokkarnir þrír fjölluðu mest um fyrir kosningar, verði sinnt. Það skiptir líka verulegu máli, að borgarstjórnarflokkarnir geri sig ekki seka um það sem vinstri stjórnir á landsvísu hafa gert i tvö síðustu skipti; þær hafa byrjað að ausa úr sjóðum, flokkarnir verið að yfirbjóða hver annan, og hefur þáttur Alþýðubandalagsins verið sýnu verstur. Afleiðingamar hafa svo verið þær að fjárhagurinn hefur verið rústaður á tveimur og þremur árum. Þetta gerðist bæði 1958 og 1974. En það er engin ástæða til að ætla að þetta gerist í borginni, einfaldlega vegna þess að málflutningur þríflokkanna gefur ekki tilefni til þess að ætla það. Málflutningur Sigurjóns Péturssonar og Guðrúnar Helgadóttur fyrir borgarstjórnarkosningar var allur annar en hið dæmalausa lýðskrum Alþýðubandalagsins á landsvisu. Stjórn borgarinnar ætti þess vegna, samkvæmt öllum formerkjum, að takast vel. Hvað gerðist? Það ber öllum saman um það, að landsmálin skiptu miklu máli. Efna- hagslegur glundroði, 40 prósent verðbólga og öll möguleg og ómöguleg vandræðamál, sem ævinlega gera vart við sig í sliku ástandi; endemis- frammistaða ráðamanna, óréttlætan- legar aðfarir að launafólki og það ótrúlega ódýra bragð að ætla að setja lög á eigin lög og leiðrétta aftur kjörin fjórum dögum fyrir kosningar, allt er þetta nánast svo ótrúlegt og svo aumingjalegt, að ekki lofaði góðu. Það er ekki með nokkrum rétti hægt að segja að stjórn Sjálfstæðisflokksins á borginni hafi verið afleit. Auðvitað fylgja hættur langvarandi völdum og sitthvað má betur fara. Og borgin skipti um stjórn. Sem jafnaðarmaður hefði ég auðvitað kosið, að sigur Alþýðuflokksins hefði verið enn stærri, og hlutur hans í nýju samstarfi þess vegna meiri. Ég hefði líka talið að það -hefði verið samfélaginu heppilegra. En Alþýðubandalagið hefur tvö andlit. Annað er andlitið á Sigurjóni Péturssyni og Guðrúnu Helgadóttur. Það er ágætt andlit. Sjálfur er ég meira að segja svolítið pólitiskt skotinn i Guðrúnu Helgadóttur, og get þess vegna ómögulega láð öðrum að vera það svolítið lika. Bara hún væri ekki í þessum bannsetta flokki. Því Alþýðubandalagið hefur nefnilega annað andlit. Það andlit er meira áber- andi á landsvisu. Það andlit má sjá daglega i Þjóðviljanum. Það andlit er þröngsýnt og flokksdýrkandi og frum- stætt og skrumar botnlaust i efnahags- málum. Það andlit er ekki eins frýnilegt. En fulltrúar Alþýðubandalagsins stóðu sig vel, þeir meira að segja töluðu mannamál sum hver. Þeir voru með sterkan lista. þótt saman væri settur með nær stalinskum flokks- klikuaðferðum. Það er út af fyrir sig umhugsunarefni. En einræðisherrar hafa auðvitað áður staðið sig vel á af- mörkuðum sviðum. Stalín sjálfur gerði fimm ára áætlanir í þungaiðnaði. En á bak við þetta andlit er annað andlit. Það er kannske illskeyttara á landsvísu en í sveitarstjórnum. Það skrumar og siglir svo öllu í kaf. Og hættan er þessi, italska módelið er þetta: Framsóknarflokkurinn hrynur og hrynur, hann hefur raunar lítið annað að byggja á nú orðið en kaupfélagavaldið. Innan kaupfélaganna sjálfra er mikill vilji til endurbóta og að gera þau óháð flokka- valdi og þá sérstaklega einum flokki og enda er það fárániegt fyrirkomulag. Og enda er Framsóknarflokkurinn tímaskekkja svo ekki sé minnzt á önnur vandræðamál flokksins. Alþýðubandalagið naut sérstæðra aðstæðna i Reykjavik og öflugs fram- boðs. Ef sókn þess héldi áfram, jafnvel þannig að þeir yrðu varanlegt mót- vægi við Sjálfstæðisflokkinn, þá gæti hæglega skapazt hér „italskt ástand". Á ítaliu hefur Kristilegur lýðræðis- flokkur stjórnað frá striðslokum. Mót- vægið hefur verið kommúnistaflokkur með borgaralegar tilhneigingar á stundum. Eigum við að segja mjög frumstæður sósialistaflokkur með kommúnisku ivafi. Þetta tvístirni hefur kallað fram frumstæðustu eigin- leika hvor i öðrum. Mikill meirihluti hefur litið svo á að af tvennu illu haft hægriflokkurinn verið skárri. Hann hefur því stjórnað varanlega. Þvi hefur hins vegar fylgt efnahagslegt öngþveiti. ótrúlegt félagslegt ranglæti og botnlaus spilling. Undanfarið hafa svo Italir verið að súpa seyðið af þessu ástandi. Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um frumstæði Kommúnistaflokks italiu. Kreppuhug- myndir í efnahagsmálum, flokksræði og allt það. Þeir hafa dansað á milli tæplega tuttugu prósenta og rúmlega þrjátiu prósenta, allt eftir því hversu óbærilegir hinir hafa verið. Þriðja aflið hefur aldrei náð að festa sig varanlega í sessi. Kommúnistar á Ítalíu eru hins vegar heiðarlegir og hafa reynzt vera það i sveitarstjórnum. En þeir eru kommúnistar. Hér gæti frekari vöxtur Alþýðu- bandalagsins kallað fram verri hliðar Sjálfstæðisflokksins en þær, sent oftar en ekki blasa við. Afleiðing fárán- legrar stjórnarstefnu gæti orðið ít- föstudegi VilmundurGylfason alskt ástand á islandi og það er hættu- legt. En getur þetta gerzt? Meðan Þjóð- viljanum finnst Evrópukommúnismi, sem er kommúnismi þótt nafni heims- álfu sé slett þar framan við, vera merkilegt fyrirbrigði, og meðan Kjartan Ólafsson telur þetta vera inn- byggt i hugmyndafræði Alþýðubanda- lagsins, og meðan Magnús Kjartans- son, sem hefur verið drjúgur sköpuður hugmynda, telur að sami stjórnmála- flokkurinn geti hæglega rúmað bæði jafnaðarmenn og kommúnista og skilur ekki að þar takast á lífsviðhorf, sem eru i eðli sínu andstæð, þá er þessi hætta fyrir hendi. Þar takast á lýðræði og flokksræði, þar takast á viljinn til upplýsingar og viljinn til innrætingar. Þar takast á virðing fyrir þekkingu og snobb fyrir brjóstviti, einfalt skrum. Þar takast á efnahagslegt raunsæi og efnahagslegt frumstæði, kreppuhug- myndir. Mér er Ijóst að það er of mikil einföldun að halda þvi fram að svo skýrar línur sé hægt að draga milli tveggja stjórnmálaflokka við islenzkar aðstæður. En þessar linur er vissulega hægt að draga milli tveggja lífsvið- horfa sem eru þungamiðja málsins. Allt þetta gerir áframhaldandi sókn þriðja aflsins að enn meiri nauðsyn. Það er beinlínis þjóðarnauðsyn. Ósigur Morgunblaðsins Það er önnur leið til þess að túlka kosningaúrslitin á sunnudaginn var. Morgunblaðið beið ósigur. Fyrir kosningar komu allar verstu hliðar Morgunblaðsins, sem stundum segist vera blað allra landsmanna. í Ijós. Morgunblaðiðskiptuim ham. Það birti :löng fleðuviðtöl við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins og birti myndir með. Morgunblaðið skrifaði Reykja- vikurbréf, sem ekki var að sjá að væru ætluð öllum landsmönnum. Morgun- blaðið hrópaði i leiðara að Karl Marx yrði næsti borgarstjóri. Það er út af fyrir sig rétt að vofa Karls gamla Marx dinglar i Alþýðubandalaginu, svo hall- ærislegt sem það nú annars er. En það er ekki hægt að bjóða upplýstu fólki upp á að það sé innan í Guðrúnu Helgadóttur eða Sigurjóni Péturssyni. Með ónýta stjórnarstefnu i baksviðinu fór blað allra landsmanna að skjóta kirfilega yfir markið. Það er hætt við að „úlfur, úlfur” verði heldur kauða- legt næst, þegar það kann að vera satt. Dagblaöið og meira að segja Vísir fóru öðru visi að. Þau kynntu fólk og áhugamál þess fyrir þessar kosningar. Fyrir fjórum árum var ekkert til i landinu nema flokksblöð. Morgun- blaðið dafnaði i því ástandi. Siðan hefur margt breytzt. En ritstjórar Morgunblaðsins virðast skilningsvana. Og Morgunblaðið gerði meira. Það gerði Alþýðubandalagið að höfuðand- stæðingi sínum, með afleiðingum sem nú blasa við! Og þeir hafa gert meira. Ungliða- samtök Sjálfstæðisflokks og Alþýíu- bandalags hafa ferðazt um landið til þess að ræða „höfuðágreiningsmál" í jsl. stjórnmálum. Unglingarnir eru að visu margir hverjir á fimmtugs- aldri, en látum það vera. Þeir frum- stæðu hossa hverjir öðrum, og eins og sjá má af blaðafregnum hefur ræðu- mennskan verið það sem á íslenzku er kallað málfar götustráka. Kannske að ísland verði bráðum svona. Ég vil það ekki. Og við erum fleiri. Vilmundur Gvlfason menntaskólakennari Bolsévíkarnir koma! Það hljóta að vera rammar taugar sem draga flokksformenn vestur yfir Atlantsála á tvisýnum kjördegi. Raun- ar er ekki Ijóst hvaða tindátaleik ís- lenzkir ráðherrar iðka á meðal riddara hringborðsins i Pentagon. Formaður Sjálfstæðisflokksins valdi örlagastund íslenzkrar borgarastéttar til fiðluleiks fyrir félaga Bilderberg. Rómaborg brann til grunna þá nótt. Dreginn annars djöfull Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fylkt liði sinu svefndrukkin fram til kosninga. Bezt hefur henni þótt að mæta hverjum vanda með húfuna dregna yfir öll skilningarvit. Flokkur- inn náði í vetur einstöku forskoti á keppinauta sína. Skoðanakönnun sam- fara prófkjöri til Alþingis opnaði hon- ums sýn í margfaldan vilja kjósenda i Reykjavik. Flokkseigendur völdu þá vitanlega þann kostinn að arka þvert á skoðanir Reykvíkinga. Þann djöful hafa saklausir borgarbúar mátt draga upp úr kjörkössum helgarinnar. Flokksforystunni ber nú heilög skylda til að kalla saman æösta vald Sjálfstæðisflokksins og gera tafarlaust hreint fyrir sínum dyrum. Óbreyttir liðsmenn vilja refjalausan sannleika um hver glataði niður hálfrar aldar starfi landsins beztu sona. Að þvi loknu ættu allir viðkomandi embættis- menn að segja tafarlaust af sér. Nýtt fólk mun tæplega skila lakara dags- verki en þeir þann 28. maí síðasta. Að endingu skyldu þeir nota loka- daga borgaravaldsins til að finna áróð- ursvél sinni verðugan sess við hlið ryð- fallinnareimreiðari Árbæjarsafni. Geitfé Karls Marx Undirritaður hefur komið sér upp frekar meinlausum kæk. Hann flettir Morgunblaðinu næstum daglega. Frá liðnum vetri eru honum helzt minnis- stæð hamskipti blaðsins fyrir hönd sér- trúarhóps flokkseigendafélagsins gegn burðarásum Sjálfstæðisflokksins. Þög- ull meirihluti Reykvikinga fékk að vita hvar sértrúaröflin töldu Davið hafa keypt ölið. Skipulagður átroðningur á skoðunum venjulegs fólks vekur oftar undrun en varanlegan miska. Þó er hann öðru fremur líklegur til aðskjóta upp kollinum í friðhelgu einrúmi kjör- klefans. Blaðakostur flokkseigendafélagsins átti fræðilegan möguleika á að verða liðtækur fyrir kosningahelgina. Sá draumur fjaraði þó fljótt út innan um jarmandi geitfénað andabóndans Karls Marx i Hljómskálagarðinum. Það er nú fullkomlega raunhæf spurn- ing hvort frekari afskipti hermangs- pressunnar af málefnum Sjálfsstæðis- flokksins ættu ekki að varða við lands- lög. Ritfrjálst fólk hefur fyrir löngu fundið lifandi tengsl annarra blaða við umheiminn. Fólk utan Sjálfstæðis- flokksins notar sér þann vettvang rtku- legar en flokksmenn. Innan sjálfs flokkseigendafélagsins er Dagblaðið til dæmis bannfært blótsyrði. Sá þanka- gangur fær vitanlega ekki umfiúið ör- lög sín á kjördegi tuttugustu aldarinn- ar. Undir ráðstjóm Nú er islenzka höfuðborgin kom- in undir ráðstjórnog bolsévíkarnir eiga Kjallarinn ÁsgeirHannes Eiríksson næsta leik. Fjölskrúðugt kaupmang bíður helztu gersema borgarinnar. Blómaskeiðum fylgir oftast hnignun. Sovét-island, óskaland Þórsmerkur- skáldsins, er orðið að veruleika. Reykjavíkurihaldið hefur þó hverj.i sungið sitt siðasta. Það lá hins vegai fullfast á meltunni eitt siðdegi. Undir öflugri hægri sveiflu verður borgin endurheimt úr greipum hrossakaup- manna. Fyrsta skrefið stigum við í komandi alþingiskosningum. Ásgeir Hannes Eiríksson verzlunarmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.