Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. 19 Innlend myndsjá Margir eiga erindi í Stokkseyrarfjöru. Skáld sækja þangað yrkisefni, tón- skáld laglinur, málarar mótif og hestar næringu, eins og sést hér á myndinni. — DB-mynd R.Th. ALUR EIGA ERINDI í STOKKSEYRARFJÖRU * KRAKKARNIR Á REYÐARFIRÐI Krakkamir í leikskólanum á Reyðarfirði máttu til með að koma og skoða kallinn með myndavélina dálitið nánar, þar sem hann var að sniglast fyrir utan girðinguna. Það hlaut að vera í lagi fyrst fóstrurnar voru nálægar og við öllu búnar. En myndavélin hélt athyglinni ekki lengi, enda nóg að starfa í rennibraut- um og sandkössum, auk þess sem ekíð var um í kassabíl. Og þótt það kulaði svolítið þá gerði það ekkert til því þykkar ullarhúfur, vettlingar og úlpur gerðu gottí kroppinn. -JH/DB-myndJH Veitt fyrir kisu Það var ekki amalegt að sitja á bryggjunni á Eskifirði og veiða ufsa í matinn fyrir kisu. Lognið var algert. eins og svo oft á Austfjörðum og þegar litið var fram af bryggjunni var eins og litið væri í fiskabúr. Allt fullt af smá- ufsa. Á Eskifirði er svo mikið um smá- bryggjur, að hver getur verið sem kóngur í ríki sínu og haft eina út af fyrir sig. Það gerðu þau systkinin Dröfn og Böddi og þegar DB teif .tii þeirra voru þau að krækja i þriðja titt- inn. Efíaust hefur það verið nóg í mat- inn fyrir köttinn, en þau voru komin í og þá er ekki svo gott að hætta. — JH DB-myndJH Mjólkuriðnaður hefur lengi verið hún kemur á markað á Reykjavíkur- einn traustasti stólpi atvinnulífs á Sel- svæðinu auk þess sem þar eru fram- fossi, enda er þar langstærsta mjólkur- leiddar fjölbreyttar mjólkurafurðir svo bú landsins, MBF. Þar er mjólk m.a. semostar. gerilsneydd og fitusprengd áður en DB-mynd R.Th. Isiðnaður í hvera- hitanum Skemmtileg andstæða við ylrækt og hjúkrun er ísiðnaður Kjöriss, sem rek- inn hefur verið i allnokkur ár. Ann- ars hefur verið lítið um iðnað á staðn- um fram undir það síðasta að hann er farinn að skjóta þar rótum og er fyrir- hugað að laða þangað iðnað í stærri stíl. — DB-mynd R.Th. PELSINN Njáisgötu 14—Sími 20160 Rýmingarsala í 3 daga Stérkostlegt tækifæri Qpið 1-8 e.h., laugardag 10-12

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.