Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 10
10 ÐAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. frfálsi, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtatjóri: Jónas Krisljánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Póturs- son. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rítstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir HaNur Simonarson. Aðstoöarfróttastjórar Atfi Steinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Péls- son. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, HaHur HaNsson, Helgi PáturssOn, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlelfsson, Hörður VHhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing- arstjóri: Már E.M. HaNdórsson. Rltstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrif stofur Þ verhohi 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Stjórnin er öll Engar líkur eru til, að fylgistap stjórnarflokkanna verði minna í þing - kosningunum en það var í sveitar- stjórnarkosningunum. Óánægja með frammistöðu sveitar- stjórnarmanna Sjálfstæðis- og Fram- _______________________ sóknarflokks er hverfandi lítil í samanburði viö óánægjuna með ríkisstjórn þessara flokka. Á sunnu- daginn voru kjósendur um allt land að mótmæla ríkis- stjórninni fremur en stefnu ríkisstjórnarflokkanna í sveitarstjórnarmálum. Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn hafa jafnan staðið tiltölulega betur að vígi í þingkosningum en sveitarstjórnarkosningum. Alþýðubandalagið er fyrst og fremst landsmálaflokk- ur. Fylgisaukning þess á sunnudaginn var til komin vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum og öðrum þjóðmálum. Slík óánægja ætti enn frekar að fá útrás í þingkosningum, sem eru hinn eðlilegi vettvangur hennar. Engar líkur eru því til þess, að Alþýðubanda- lagið auki fylgi sitt minna 25. júní en það gerði 28. maí. Staða Alþýðuflokksins hefur jafnan verið skárri í þing- kosningum en sveitarstjórnarkosningum. Nú kemur til, að frambjóðendur flokksins til þings eru tiltölulega lit- ríkir, þótt umdeildir séu. Vilmundur Gylfason mun lík- lega draga að flokknum talsvert fylgi í Reykjavík, svo mjög sem hann hefur látið til sín taka í áhugaverðri um- ræðu síðustu mánaða. Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn fengu saman- lagt yfir fjörutíu af hundraði atkvæða í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Stjórnarflokkarnir eru að vísu sterkari í sveitum, en á móti kemur, að tap þeirra í þétt- býli kann að verða enn rpeira í þingkosningum en í sveitarstjórnarkosningum. Stjórnarflokkarnir munu næstu vikur reyna gagn- sókn, en skammur tími er til stefnu og engra varanlegra aðgerða að vænta. Kjaramálin munu sem fyrr verða einna efst á baugi í hugum launþega landsins. í þeim hefur verkalýðsforystan haldið illa á spilum og gefið stjórnarflokkunum hvert tækifærið af öðru tií að snúa vörn í sókn, en stjórnarflokkarnir jafnan glatað tækifær- unum og haldið enn verr á málum. Ný ríkisstjórn mun eftir kosningar taka afstöðu til þess, hvort gengið skuli að kröfum um mikla hækkun verðbóta á laun. Stjórnarandstæðingar í verkalýðshreyf- ingunni gera sér ljóst, að slík ráðstöfun bíður kosning- anna. Atvinnurekendur eru ekki til viðtals fyrr en eftir kosningar. Aðgerðir, svo sem yfirvinnubann, eru því í reynd til lítils á þessu stigi nema til að auka efnahags- vandann. Sama máli gegnir um áframhald útflutnings- stöðvunar. Slíkar aðgerðir gera kökuna minni og væntanlegri ríkisstjórn erfiðara fyrir að bæta kjörin. Stjórnarandstæðingar í verkalýðshreyfingunni telja hins vegar, að skammtíma áróðursgildi slíkra aðgerða vegi þetta upp. Þær muni „halda launþegum við efnið” fram að kosningum. Úrslit sveitarsíjórnarkosninganna sýni, að ríkisstjórnin glopri niður þeim tækifærum, sem slíkar aðgerðir færi henni. Eftir ósigur í þingkosningum, slíkan sem tapið varð á sunnudaginn, mun fáa í stjórnarflokkunum fýsa áð halda leiknum áfram. Stjórnarflokkarhir, munu eftir kosningarnar, hvor um sig, leitast við að standa að nýrri stjórnarmyndun, með nánast hverjum sem er. Zaire: Lítil samstaða meðal andstæð inga Mobutos V Mobuto forseta Zaire hefur furðu lengi tekizt að tolla við völd eða í þrettán ár. Til þess eru taldar ýmsar orsakir, meðal annars eru andstæðing- ar hans klofnir í ótal fylkingar sem bæði starfa i Zaire og erlendis. Einnig þykir Mobuto hafa tekizt vel að halda ættbálkum i Zaire í skefjum með lof- orðum og gylliboðum auk þess sem hann hefur notað hina gömlu brezku nýlenduaðferð að deila og drottna, það er halda ávallt vissri spennu milli ætt- flokkanna sem hefur sundrað þeim en komið honum til góða. Andstæðingar forsetans eru af fjöl- mörgum kynstofnum enda er stærð og lögun Zaire byggð á hinni gömlu belg- ísku nýelndu, Kongo, og eiga sumir kynþættir sem þar búa fátt sameigin- legt með öðrum. Telja sumir að heppi- legast hefði verið að Zaire hefði skipzt i nokkur ríki eins og horfur voru á strax eftir að landið hlaut frelsi árið 1960. Núeru aftur á móti taldar minni líkur fyrir því að svo verði þó lands- menn hefðu áhuga. Koma þar bæði til hagsmunir stórveldanna og ná- grannaríkja Zaire. Andstæðingar Mobutos eru marg klofnir eins og áður sagði. Sumir þeirra vilja berjast gegn honum með vopnum og gera innrás í Zaire, aðrir telja að bylting muni verða gerð og þeir eru jafnvel til sem telja að velta megi Mobuto úr sessi með einhvers konar lýðræðislegum aðferðum. Lýðræðislegir stjómarhættir eiga sér skamma sögu i Zaire og raunar tæplega hægt að segja að þar hafi rikt lýðræði nema þá fyrstu vikurnar eftir að landið hlaut sjálfstæði, árið 1960. Ekki skorti þó á fjölda stjórnmála- flokkanna. Þeir spruttu upp eins og gorkúlur og enginn stjórnmálamaður taldist gjaldgengur nema hann stofnaði sinn stjórnmálaflokk. Enginn þessara flokka varð þó nein veruleg hindrun þegar Mobuto forseti bannaði alla stjórnmálastarfsemi í Zaire og stofnaði síðan eigin stjórn- málahreyfingu. Eina hreyfingin sem þykir hafa náð nokkrum árangri er sú sem aðal- stöðvar hefur í Angola og stóð að inn- rásinni í Shaba-hérað nýlega. Þá slapp Mobuto naumlega með aðstoð Frakka en vegna verðlækkunar á kopar og efnum unnum úr honum á undanförn- um mánuðum er talið að veldi hans hafi aldrei verið jafn hætt komið og nú. Efnahagslíf landsins, sem aldrei hefur verið beysið, er nú nánast í rúst- um og ekki bæta þau skemmdarverk sem unnin voru á koparnámunum I Shaba þar úr. Samkvæmt skjölum sem nýlega voru birt í Brussel kemur fram að allar Llkin lágu eins og hráviði um göturnar i Kolwezi i Shaba-héraði þegar frönsku og belgisku fallhlifaliðarnir komu þar hrítum íbúum til bjargar. stöðvar í Brussel hafa reynzt ÆT\ liV árangurslausar. Foringjar Brussel- ^ hreyfmgarinnar voru dæmdir til fywfaatÍHl dauða í marz síðastliðnum af dómstóli V M ' Zaire fVrir að hafa undirbúið byltingu gegn Mobuto forseta. Foringi frelsishreyfingarinnar í Angola, Nathanael Mbumba, en hann stjórnaði innrásinni í Shaba-hérað, sagði í bréfi að byltingunni í Zaire yrði að koma á i sósíalískum anda og berja niður bæði gamla og nýja nýlendukúg- ara. I lok bréfsins kallaði hann for- ingja Brusselhreyfingarinnar leynileg- Ivlobuto torseti a við ýmsan randa að stríða þessa dagana. Meðal annars hefur koparverð lækkað mjög á heimsmarkaði. Efnahagslif landsins byggist mjög á koparnum sem mun vera rúmur helmingur af útflutningi Zaire að verðmæti. samkomulagsumleitanir á milli frelsis- hreyfingarinnar, sem aðsetur hefur í Angola og hreyfingar sem hefur aðal- an flugumann nýlenduveldanna. Ráð- lagði hann honum að senda bréf sin og tillögur beint til Carters Bandaríkja- forseta eða æðstu manna Frakklands eða Vestur-Þýzkalands. Foringjar frelsishreyfingarinnar, sem aðsetur hefur í Brussel halda þvi aftur á móti fram að hreyfing þeirra njóti verulegs fylgis innan Zairehers og hjá almenningi víðs vegar um Zaire. Angolahreyfingin sé aftur á móti byggð upp á hersveitum, sem stjórnað sé af erlendum mönnum. Áhrif þeirra í Zaire sjálfu séu lítil og engin nema meðal Lunda kynstofnsins, sem byggir Shaba-hérað. Þar eru áhrif þeirra líka veruleg. Samkvæmt athugun fulltrúa Sameinuðu þjóðanna flúðu um það bil 200.000 manns til Shaba þegar Marocco hermenn hröktu. innrásar- á§i:'Z V, ' • § nienn á brott i fyrra. Ættu Lunda- • * '«&. NE^JlwHNftwET* menn því ekki að vera í vandræðum Gleðilegir og övæntir endurfundir urðu oft á tiðum þegar flóttafólkið frá Zaire með að manna hersveitir sínar i fram- kont til Briissel fyrir nokkru. tíðinni. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.