Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. 17 þróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir i Sagan endurtók sig ífyrstaleikáHM! — Jafntefli 0-0 í leik Póllands og V-Þýzkalands — og þ ví sömu úrslit ogí fyrstu leikjum 1966,1970 og 1974 á HM — Tvennum sögum fer af gæðum leiksins iEYJUM lelgina og þar stefnir 1 baráttuleik. í 2. deild verða þrir leikir á laugardag: Austri — Völsungur á Eskifirði, KR — Þróttur, Neskaupstað, á Laugardalsvelli kl. 16 og Þór — Haukar á Akureyri. Á sunnudag leika Ármann og Isafjörður á [Laug'ardalsvelli kl. 14 — en Fylkir — Reynir á Laugardalsvelli á mánudag kl. 20. „Þetta var mjög göður leikur, þegar tekiö er tillit til þess að þetta var fyrsti leikur keppninnar. Pólverjar voru betri og áttu að vinna, léku oft snilidarlega. Þetta var miklu betri leikur en fyrsti leik- urinnáHM 1974 milli Brasiliu og Júgó- slavíu. Ég skil ekki í áhorfendum að púa á leikmenn eftir leikinn hér i Buenos Aires,” sagði Skotinn kunni, Dennis Law, sem var mcðal fréttamanna BBC sem lýstu leik Póllands og V-Þýzkalands i gær beint. Aðrir fréttamenn BBC tóku undir með Law og gengu svo langt að segja að leikurinn hefði verið sá bezti af byrjunarleikjum HM allt frá 1962. „Pól- verjar voru betri og áttu að vinna og leikurinn var skemmtiiegur,” sagði Bobby Charlton i brezka sjónvarpinu. Jafntefli varð, 0-0, og við þau úrslit sættu leikmenn beggja liða sig. Þau ættu bæði að vera örugg um að komast i milli- riðil. Sagan endurtók sig þvi. Jafntefli hefur verið staðreynd og það markalaust jafntefli í fyrsta leik HM allt frá 1962. „Ég skil ekki áhorfendur," sagði Law og bætti við að sennilega hefðu þeir verið óánægðir með að ekkert mark var skoraðí leiknum. „Vissulega tóku leikmenn lífinu með ró siðustu 10 mínútur teiksins og var greinilegt að leikmenn beggja liða sættu sig þá við jafnteflið. En þeir áttu það lika inni eftir að hafa sýnt skemmtilegan leik i 80 mín. — opinn leik þar sem mörg góð tækifæri sköpuðust. Pólverjar voru betri með fyrirliðann Deyna sem aðalmann. Hins vegar hef ég oft séð Lubanski betri. Hann varð reyndar fyrir áföllum í leiknum og var tekinn út af. Boniak kom i hans stað,” sagði Law ennfremur. En það voru ekki allir á sama máli og Law um gæði leiksins. Eftir leikinn sagði þjálfari vestur-þýzka liðsins, hinn 62ja ára Helmut Schön: „Ég verð að viður- kenna að þetta var lélegur leikur." Gunther Netzer, fyrrum þýzkur landsliðsmaður og nú þjálfari Ham- burger SV, gekk enn lengra. Hann sagði: „Þetta var hræðileg frammistaða hjá vestur-þýzka liðinu og ég get ekki séð að það komist áfram hér meðslíkum leik." Þjálfari Pólverja, Jacek Gmoch, sagði: „Pólland átti að sigra. Það var aðeins frábær markvarzla Sepp Maier i þýzka markinu, sem kom í veg fyrir sigurokkar.” „Brasiliska liðið þarf litið að óttast Vestur-Þjóðverja eða Pólverja ef þeir leika áfram á þennan veg," sagði Pele. hinn brasiliski, eftir leikinn. Hann er sjónvarpsmaður á HM — fyrir sjón- varpsstöðí Venesúela. „Tæknilega eru Brasilíumenn mun betri en Vestur-Þjóðverjar og Pólverjar. Ég vona þó að þessi leikur sé ekki það sem við eigum eftir að sjá i heims- meistarakeppninni. En venjulega er fyrsti leikurinn á HM slakur — hefur oftast valdið vonbrigðum — og raun- verulega þurftu Þjóðverjar og Pólverjar ekki að sýna neitt. Bæði lið eru örugg um að komast áfram i keppninni. Pólland hafði betri möguleika til að vinna leikinn,” sagði Pele ennfremur. „Þó ég sé ekki ánægður með leikinn." sagði Helmut Schön, „hef ég þó þá trú að þýzka liðið eigi eftir að leika miklu betur í næstu leikjum. Það er mikið álag fyrir leikmenn að leika fyrsta leikinn á HM og það hefur gert fyrstu leikina á HM slaka lengi, lengi. Ég þurfti ekki að setja varamenn inn á að þessu sinni en það getur verið að ég breyti liðinu i næstu leikjum." sagði Schön ennfremur. „Ég er ekki viss um að þýzka liðinu takist að sýna betri leik i næstu leikjum sinum,” sagði Gunther Netzer hins vegar. Skoðanir eru þvi mjög skiptar hjá þessum frægu köppum, sem við höfum vitnað í. Eftir glæsilega opnun heims- meistarakeppninnar hófst leikur Pól- lands og Vestur-Þýzkalands i Buenos Aires kl. sex að íslenzkum tíma. Pólska liðið náði fljótt undirtökunum í leiknum og hefði með smáheppni átt að skora. Deyna átti hörkuskot, og Sepp Maier vissi ekkert hvar boltinn var. En heppnin var með honum. Boltinn lenti í fæti hans en ekki í netmöskvunum. Þá voru þeir Lato og Szarmach hættulegir og sýndu að þeir hafa engu gleymt frá heimsmeistarakeppninni i V-Þýzkalandi 1974. Þá voru þeir tveir markahæstu leikmenn keppninnar. Þeir voru báðir nálægt að skora — en Maier var þeim snjallari að þessusinni. Auk Maiers lék Bonhof mjög vel i vestur-þýzka liðinu en komst þó sjaldan í færi við pólska markið til að hleypa af þrumufleygum sinum. Hann hafði oft- ast nóg að gera i vörninni — og þar voru þeir Kaltsog Vogts sterkir bakverðir. Norðurlanda- met Gústafs Gústaf Agnarsson, KR, setti nýtt Norðurlandamet í snörun í 100 kg flokki í gær, snaraði 160 kg. Hann átti sjálfur eldra metið, IS5kg. IENN ARGENTINU A HM 10. júní: Argentína-Ítalia í Buenos Aires, Frakkland-Ungverjaland i Mar del Plata. Við skulum nú lita á nöfn leikmanna Argentínu á HM. Það getur verið gott að hafa þessar upplýsingar við höndina þegar leikirnir verða sýndir i íslenzka sjónvarpinu. Ubaldo Fillol, aðalmarkvörður liðsins hjá River Plate, 27 ára og hefur leikið 9 landsleiki. Vari HM-hópnum 1974. Hector Baley, 27 ára markvörður hjá Huracan. Hefur leikið tíu landsleiki. Ricardo la Volpe, 26 ára markvörður hjá San Lorenzo. Hefur leikið 8 lands- leiki og talinn mjög snjall um þessar mundir. Vafasamt að hann komist þó í liðið nema Fillol meiðist. Daniel Alberto Passarella, 25 ára fyr- irliði liðsins og varnarmaður hjá River Plate. Hefur leikið 22 landsleiki og þjálf- ari liðsins, Cesar Luis Menotti, segir hann einn albezta varnarmann i heimi. Albcrto Cesar Tarantini, 22ja ára, varnarmaður sem ekki lelst til neins fé- lags eins og stendur. Yngsti maður liðs- ins en hefur þó leikið 43 landsleiki. Ruben Pagnanini, 29 ára varnar- maður hjá Indepentiente Avellaneda. Hefur leikið fjóra landsleiki siðustu vik- urnar. Talinn mikill „fundur" þjálfar- ans. Luis Galvan, þritugur varnarmaður hjá Talleres Cordoba. Hefur leikið 12 landsleiki. Fljóturenskapbráður. Miguel Oviedo, 27 ára vamarmaður hjá Talleres Cordoba. Hefur leikið sex landsleiki. Jorge Olquin, 26 ára vamarmaður hjá San Lorenzo. Hefur leikið 26 lands- leiki. Fljótur, harður og tekniskur — en skapið hans versti óvinur. Daniel Killer, 28 ára varnarmaður hjá Racing Club. Hefur leikið 19 landsleiki. Snjall leikmaður en harður og hefur oft komizt á síður Evrópu-blaða og þá ekki sízt vegna nafnsins. Osvaldo Ardiles, 25 ára framvörður hjá Huracan. Hefur leikið 41 landsleik. Minnsti leikmaður Argentínu — aðeins 1.67 m á hæðogól kiló. Omar Larrosa, þritugur framvörður hjá Independiente. Hefur leikið átta landsleiki. Frábær á stundum — en mis- jafn. Americo Gallego, þrilugur framvörð- ur hjá Newell. Hefur leikið 48 landsleiki ogereinnaf lykilmönnum liðsins. Rubcn Galvan, 26 ára framvörður hjá Independiente. Hefur leikið sjö lands- leiki. Litill liðsmaður. Danicl Valencia, 22ja ára útherji hjá Talleres Cordoba. Hefur leikið 25 lands- leiki. Mjögfljótur. Ricardo Villa, 25 ára framvörður hjá Racing. Hefur leikið 20 landsleiki. Stærsti og þyngsti maður liðsins — 82 kg. Leikinn og sniðugur en skortir hraða og úthald. Norberto Alonso, 25 ára framherji hjá River Plate. Hefur leikið 15 lands- leiki og var valinn í HM-hópinn á síð- ustu stundu. Hæfileik'ar í lagi en skapið slæmt. Rene Houseman, 24 ára framherji af enskum ættum. Leikur nú með Huracan en var um tíma eftir HM 1974 í Þýzka- landi. Lék í HM-liðinu 1974. Á til að tæta varnir mótherjanna. Mjög fljótur. Þekktur undir nafninu „E1 Loco" (vitlaus). Daniel Bertoni, 23ja ára framherji hjá Independiente. Hefur leikið 22 lands- leiki. Einstaklingshyggjumaður. Leopoldo Luque, 29 ára framherji hjá River Plate. Hefur leikið 29 landsleiki. Siðhærð stjarna. Talinn einn af beztu leikmönnum heims. Mario Kempes, 23 ára framherji sem leikur með Valencia á Spáni. Hefur leik- ið 31 landsleik og var i HM-liðinu 1974. Lykilmaður og ómetanlegur fyrir liðið að sögn þjálfarans. Oscar Ortiz, 25 ára framherji hjá Riv- er Plate, sem leikið hefur 17 landsleiki. Af þessari upptalningu sést að Argen- tína er án frægustu leikmanna sinna. sem leika með Evrópu-liðum eins og Ruben Hugo Ayala, Atletico Madrid, Enrique Wolff, Real Madrid og Osvaldo Piazza, St. Etienne, vegna þess að félög þeirra vildu ekki gefa þeim frí til æfinga meðargentínska landsliðinu. ÖChummel Humme/ æfingarga/lar úr Top efni, aðsniðnir, út- sniðnir. Fást í öllum helztu sportvörubúðum landsins Argentina'78 Brasilíumenn kvarta um kulda enþjálf- arinn svitnar Brasilisku leikmennirnir á HM kvört- uðu undan kulda I Argentínu i gær — en ekki þjálfari liðsins, Claudio Coutinho. Hann er í svitabaði vegna leiksins við Svía á laugardag. Óttast hann sænska liðið þó svo hættulegasti sóknarmaður Svia, Ralf Edström, leiki ekki með vegna meiðsla — þvi fá lið hafa leikreyndari menn en Svíar á HM. Svíar niunu leika upp á jafntcfli að cigin sögn — og eru með alla sína beztu varnarmenn. Björn Nordquist verður fyrirliði og leikur sinn 109. landsleik — setur þar heimsmet, þó svo Rivclino leiki sinn 110. leik fyrir Brasilíu að þeirra cigin sögn. Kitthvaö mun þar málum blandað með lands- leikjafjölda hans. Coutinho hefur lofað sóknarleik cn óttast skyndisóknir Svía. „Brasiliumcnn eru leiknari en við en við vonum að við bætum það upp með samvinnu okkar og vonumst cltir markalausu jafntefli,” sagði Thomas Sjöberg, miðherji Svía. Liklegt er að Benny Wendt leiki í stað Edströms á morgun. Brasilía og Sviþjóð léku til úrslita á HM 1958 í Stokkhólmi og Brasilía sigraði 5-2. Hinn 17 ára Pcle átti þá stórleik. Liðin á morgun verða þannig skipuð, ef að líkum lætur: Brasilia: Leao, Toninho, Oscar, Ámaral, Edinho, Batista. Rivelino, Cerezo, Gil, Reinaldo og Zico. Svíþjóð: Hcllström, Borg, Roy Andcrsson, Nordquist, Erlandsson, Tapper, Linderoth, Lcnnart Larsson, Bo Larsson, Sjöberg, Wendlt. o Hörð barátta umArneson- skjöldinn I gær hélt Golfklúbbur Reykjavikur keppni um Arneson-skjöldinn sem er árleg keppni klúbbsins. Lciknar voru 18 holur með forgjöf. Efstir urðu: 1. Sæmundur Pálsson 87 — 21 =66 2. Eirikur Jónsson 74— 6 = 68 3. Elias Kárason 84—16 = 68 Án forgjafar urðu efstir og jafnir þeir Ragnar Ólafsson og Eirikur Jónsson á 74 höggum. 4 höggum yfir pari vallar- ins. og er það nokkuð góður árangur. - HBK MÍífrjálsum hef st á morgun Meistaramót Íslands í frjálsum iþróttunv hefst á morgun á l.augardals- vclli og einnig verður keppt á sunnudag. Keppt verður í tugþraut, flmmtarþraut kvenna og 3000 m, 10 km hlaupi karla og 4x800 m boðhlaupi. í tugþrautinni voru þcgar 13 skráðir í gær og meðal þcirra bcztu tugþrautar- menn okkar, Stefán Hallgrímsson, ÚÍA, og Elias Sveinsson, ÍR. Einnig má nefna Jón Sævar Þórðarson, ÍR, Þorslcin Þórsson og Þráin Hafsteinsson. í flmmt- arþrautinni verða tvær stúlknr frá UÍA, Halldóra Jónsdóttir og Guðrún Sveins- dóttir. Þrír voru skráðir í 1000 m, Ágúst Þorsteinsson, Gunnar Snorrason og Emil Björnsson., Fjórar stúlkur voru skráöar í 300 m hlaupið og fjórar sveitir i boðhlaupið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.