Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNl 1978.
Námsstyrkir
Sjóðurinn Gjöf Thorvaldsensfélagsins
hefur það markmið að sérmennta starfs-
lið stofnana fyrir vanheil börn, þ.e.a.s.
dagvistarstofnana, vistheimila, sérskóla
og sérdeilda, þar sem eru afbrigðileg
börn og unglingar til dvalar, kennslu og
þjálfunar.
Úr sjóðnum er veitt fé til:
A. náms innanlands, svo sem almennra
námskeiða fyrir tiltekna starfshópa
undir handleiðslu sérfróðra manna.
B. náms erlendis í formi námsstyrkja til
einstaklinga, er stunda framhaldsnám í
skólum erlendis.
Þeir, sem njóta styrks úr sjóðnum, skulu
skuldbinda sig til að vinna a.m.k. tvö ár
hérlendis. Styrkur til þeirra, sem ekki
fullnægja téðri vinnukvöð, er endur-
kræfur.
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu
sendar undirrituðum fyrir 25. júlí 1978,
ásamt nauðsynlegum upplýsingum um
fyrirhugað nám og þjálfun.
Reykjavík, 31. maí 1978.
Jón Sigurðsson, Háuhlíð 18, Reykjavík,
formaður sjóðsstjórnar Gjafar Thorvald-
sensfélagsins.
c^\agerc/-
Eyjargötu 7, Örfirisey
Reykjavík ' símar 14093 — 13320
Hústjöld - tjöld
tjaldhimnar — sóltjöld
tjalddýnur
Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hag
stæðu verði, m.a.
5—6 manna kr. 36.770.-
3 manna kr. 27.300.-
Hústjöld kr. 68.820.-
5 gerðir af tjaldhimnum.
— Seljum einnig ýmsan tjaldbúnað, t.d. sólstóla, kæli-
box, svefnpoka og leiktjöld.
Komið og sjáið tjöldin uppsett í hinum nýju
glæsilegu húsakynnum að Eyjargötu 7 Örfíris-
ey.
Póstsendum um alltland.
Brottrekstur dómorganistans:
Organistar harma aö
sóknamefndin vilji
ekki ræöa sættir
„Þar sem Ragnar Björnsson hefur á
ný sótt um stöðu dómorganista og er
reiðubúinn til samstarfs við presta og
sóknarnefnd, þá skorum við enn á ný á
forráðamenn Dómkirkjunnar. að þeir
skoði hug sinn og endurráði Ragnar
Björnsson sem organista við
Dómkirkjuna í Reykjavik.” segir i niður-
lagi yfirlýsingar frá Félagsheimili
íslenzkra organleikara, sem samþykkt
vará félagsfundi um helgina.
Lýsti fundurinn undrun sinni og
óánægju með brottrekstur Ragnars úr
starfi dómorganista í Reykjavík.
„Vill fundurinn mótmæla þessari
uppsögn, þar sem að mati félagsmanna
liggja ekki fyrir hendi þau rök, sem geta
varðað slíkan brottrekstur,” segir i yfir-
lýsingu organistafélagsins.
„Félag islenzkra organista hefur mót-
mælt uppsögninni i bréfi til sóknar-
nefndar Dómkirkjunnar þ. 12. febrúar
sl„ og jafnframt leitað eftir sáttum.
Harmar félagið að sóknarnefnd Dóm-
kirkjunnar hefur ekki verið til viðræðna
um að ná sáttum i þessu máli,” segir
einnig í yfirlýsingu organista.
DB tókst ekki í gær að ná sambandi
við talsmann sóknarnefndar Dóm-
kirkjunnar til að spyrjast fyrir um þetta
mál.
ÓV.
Félagsheimilið á Selfossi
að koma upp úr jörðinni
Nýr oddviti f Gerðahreppi
Nýtt félagsheimili og hótel eru nú í byggingu á Selfossi og verða undir einu þaki. Þykir mörgum orðið brynt að tiýta þeim
framkvæmdum enda er núverandi félagsheimili orðið mjög hrörlegt og býður upp á takmarkaða möguleika til félagsstarf-
semi. DB-m.vnd R. Th.
Ferðum íslendinga fjölgar
miðað við komur útlendinga
Ferðum Islendinga hefur fjölgað sinnum til útlanda — en I977 var þúsund úllendingar og árið 1977 voru
mun örar en komum útlendinga það rúmlega 70 þúsund sinnum sem þeir rúmlega 72 þúsund.
hingað síðustu árin. Árið I975ferðuð- Íslendingarfóru til útlanda. H. Halls.
ust, íslendingar liðlega 5I þúsund Til íslands komu árið 1975 um 7I
Eins og viða á landinu urðu miklar
sveiflur á fylgi flokkanna á Suðumesjum
í sveitarstjórnarkosningunum. Ýmsar
breytingar á embættismannaskipan eru
því á næsta leiti og sums staðar reyndar
þegar orðnar. Má þar nefna
Gerðahrepp.
Nýr oddviti tók þar við störfum á
miðvikudag, Jens Sævar Guðbergsson,
sem skipaði baráttusæti I-listansog vann
mjög óvæntan sigur í Garðinum. Bætti
við sig tveimur fulltrúum, en hafði áður
einn, af fimm, — og hnekkti þar með 40
ára valdaferli Sjálfstæðisflokksins í
hreppnum. Jens Sævar er rúmlega
þritugur verkstjóri við ísstöðina í
Garðinum, sem hann er einnig eigandi
að ásamt föður sinum og bræðrum. Frá-
farandi oddviti var Finnbogi Björnsson.
JBP
Jens Sævar Guðbergsson, hinn nýi odd-
viti I Gerðahreppi.
Minnismerki
hamfaranna
Það var mikið áfall fyrir atvinnulíf á
Stokkseyri þegar tveir bátanna ónýttust
í flóðinu í desember er þeir þeyttust upp
i fjörukambinn. Þar standa þeir enn sem
ömurleg minnismerki um hamfarirnar.
Það er að vonum mál málanna á Stokks-
eyrk að byggja flotann sem fyrst upp i
fyrra horf. DB-mynd R. Th.