Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 24
Steypuskemmdir víða í Reykjavík: KOSTA YFIR 20 MILU. 4 SLÖKKVISTÖBINNI Kostnaður vegna þeirra skemmda sem fram komu í Slökkvistöðinni við Öskjuhlið nálgast nú 20 milljónir króna og eru þá ekki öll kurl komin til grafar. Enn er unnið að viðgerðum á Slökkvistöðinni. „Það hefur mikið vcrið brotið niður og endursteypt. Þetta er mjög dýr viðgerð og vanda- söm,” sagði Bergsteinn Sigurðsson hjá byggingadeild Reykjavikurborgar i samtali við DB um málið. Bergsteinn sagði að um sl. áramót hefðu um 10 milljónir verið komnar í verkið og sé nú verið að vinna fyrir tæplega 10 milljón kr. fjárveitingu til viðbótar. „Spurningin er hvað okkur tekst að gera mikið fyrir þessa peninga ” sagði Bcrgsteinn. Hann kvað enn ekki vera Ijóst um ástæðuna fyrir þessum skemmdum, Rannsóknasiofnun byggingar- iðnaðarins hefði talið að um frost- skemmdir væri að ræða, en þar færu nú fram frekari rannsóknir á .steypunni úr slökkvistöðinni. „Annars er þetta víðar I bænum, bæði í sund- laugunum og víðar,” sagði Bergsteinn Sigurðsson. Hákon Ólafsson yftrverkfræðingur Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins sagði í samtali við DB að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í Ijós að um frostskemmdir væri að ræða. „Þeir vilja fá nánari skýringar,” sagði Hákon, „og þvi erum við nú með borkjarna i frekari rannsókn, sem á að leiða í ljós m.a. hvort um efna- breytingar er að ræða. Steypan er sterk og ekki er útilokað að fleira geti komið til en frostið eitt.” Steypan I þessi skemmdu hús hefur komið frá fleiri en einni steypustöð. Bergsteinn Sigurðsson efaðist um að hægt væri að gera steypustöðina eða verktakann ábyrgan fyrir skemmd- unum, um það hefði engin ákvörðun verið tekin enn. -ÓV. JVJ gegn lögmanni sínum: Málinu f restað umviku „Munnlegui málflutningi i máli þeirra Jóns og Þorvalds var frestað um eina viku þar eð ýmis gögn vantaði varðandi ákvarðanatöku,” sagði Stefán Pálsson ritari Lögmannafélags íslands, i viðtali við Dagblaðið. Á miðvikudag var tekið til endur- tekinnar meðferðar hjá Lögmanna- félaginu kærumál Jóns V. Jónssonar verktaka á hendur Þorvaldi Lúðviks- syni. fyrrum lögmanni Jóns, en Jón hefur kært réttmæti reikninga Þor- valds fyrir málflutningsstörf. Þá hefur Þorvaldur kært Guðmund Þórðarson. lögmann Jóns, fyrir brot á siðareglum Lögmannafélagsins. -HP. Arnarhóls- skemmtanir 17. júní Dansað verður á þremur stöðum i Reykjavik að kvöldi 17. júní — i Breiðholti. Árbæjarhverfi og við Austur- bæjarskólann. Hljómsveitirnar Tivoli, Brunaliðið og Póker leika fyrir dansi. Á Arnarhóli verða tvær skemmtanir 17. júni — Barnaskemmtun aðdeginum og kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þar koma fram flestir hclztu skemmtikraftar þjóðarinnar með nýjardagskrár. Dagskráin mun liggja fyrir í heild um helgina. ÓV. Krafa Alþýðubanda- lagsins í viðræðum um nýja borgarstjórn: Fullarvís'h tölubætur álaun Alþýðubandalagið gerir það að skilyrði fyrir myndun nýs meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur að fullar visitölubætur verði greiddar á laun borg- arstarfsmanna frá og með 1. júni. Þetta kom fram i ræðu sem Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður, hélt á félagsfundi í Alþýðubandalaginu í Reykjavik í fyrrakvöld. Blaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að fulltrúar Alþýðuflokksins hafi fallizt á þessa kröfu en Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. sé enn að ihuga hana. Fullvist er talið að hann muni að lokum fallast á greiðslu vísitölubóta. Á fundi Alþýðubandalagsins voru úr- slit borgarstjórnarkosninga rædd fram og aftur og möguleikar á nýsköpun i at- vinnu- og félagsmálum i Reykjavik reif- aðir. -GM. Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, og Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, heilsast á fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar borgarinnar. — DB-mynd Hörður. STJÓRN LÁNASJÓÐS VERÐILÁTIN VÍKJA — erkrafa stúdenta Stjórn Stúdentaráðs Háskóla islands hefur krafizt þess að fulltrúar rikisvaldsins víki úr stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna. Tilefnið er nýlegur úrskurður borgardóms Reykjavíkur þar sem segir að út- hlutunarreglur lánasjóðsins séu brot á lögum frá Alþingi og reglugerð frá menntamálaráðuneyti. Fulltrúar rikisvaldsins í stjórn LÍN eru Jón Sigurðsson, ritstjórnarfulltrúi á Tímanum, Árni Ólafur Lárusson viðskiptafræðingur og Stefán Pálsson deildarstjóri. Jafnframt hafa stjórnir SHÍ og SÍNE sent frá sér yfirlýsingu þar sem túlkunum Jóns Sigurðssonar. for- manns sjóðsstjórnar, á niðurstöðu borgardómser harðlega mótmælt. Jón Sigurðsson hefur haldið þvi fram að dómurinn staðfesti að eðlilegt tillit sé tekið til barna i úthlutunar- reglum lánasjóðsins. Stjórnir SHl og SÍNE telja þessa túlkun hafa við engin rök að styðjast. 1 fréttatilkynningu frá samtökunum segir að i dómnum sé margítrekað að lög og reglugerð kveði skýrt á um að veita beri lán með tilliti til fjölda þeirra er lánþegi hefur á framfæri sínu. Dómarinn haft jafnvel séð ástæðu til að taka það sérstaklega fram að bæði sé átt við maka og börn. -GM. Borgarstjórn Reykjavíkun NYIR VALDHAFAR TAKA VIÐ Sigurjón Pétursson (Abl.) var kjörinn irseti borgarstjórnar á fyrsta fundi ennar i gær. Fyrsti varaforseti var kjör- in Björgvin Guðmundsson (Afl.) og nnar varaforseti Kristján Benediktsson :ramsfl.). I borgarráð voru kosnir: Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson, Kristján Benediktsson, Albert Guð- mundsson og Birgir ísleifur Gunnars- son. Kristján Benediktsson stjórnaði fyrsta fundi borgarstjórnar. Kjöri borgarstjóra var frestað. Sigurjón Pétursson las i upphafi fundarins yfirlýsingu frá flokkunum, sem nú mynda meirihluta borgar- stjórnar. Sagði i henni að viðræður milli- þeirra um málefnasamning væru nú að hefjast og að niðurstöður þeirra yrðu bráðlega birtar. . bs fsfálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR2. JÚNÍ 1978, Ráðningar- málinkæmust í höf n — verði tillögurnar samþykktar, segir orkumálastjóri „Það er fljótsagt. Okkur lizt ekki vel á það,” sagði Jakob Björnsson orkumála- stjóri þegar fréttamaður DB spurði hann hverjum augum Orkustofnun liti þá fyrirætlan að skera fjárveitingu til stofn- unarinnar niður um 50 milljónir í ár. Jakob sagði að ef tillögur stjóm- skipuðu nefndarinnar, sem átti að gera tillögur um lausn fjárhagsvanda stofn- unarinnar, yrðu samþykktar þá væru „ráðningarmálin komin i höfn” fyrir þá liðlega 30 starfsmenn sem ekki höfðu fengið fasta ráðningu hjá Orkustofnun. „Þeir yrðu áfram og ráðnireinsog um var talað i upphafi," sagði orkumála- stjóri. Hann vísaði alveg frá sér að ræða til- lögurnar nánar, þær hefðu enn ekki verið afgreiddar frá ríkisstjórninni. -ÓV. Marx- lenínistar stefna útvarpsráði Kommúnistaflokkurinn (marx- leninistar), sem býður fram lista við al- þingiskosningarnar í Reykjavik, hefur ákveðið að höfð mál gegn útvarpsráði. Telur flokkurinn það lögbrot að hann fái minni tima til framboðskynningar í rikis- fjölmiðlum en stóru flokkarnir sem bjóða fram i öllum kjördæmum. Þetta var upplýst á fundi sem Verðandi, félag róttækra stúdenta, hélt i gærkvöldi með fulltrúum frá Alþýðu- bandalaginu, Fylkingunni og Kommún- istaflokknum. Fulltrúar Fylkingarinnar og Kommúnistaflokksins. Ragnar Stefáns- son og Gunnar Andrésson, veittust mjög harkalega að Alþýðubandalaginu og sökuðu flokkinn um að nota kjara- baráttuna í eiginhagsmunaskyni til að komast að kjötkötlum auðvaldsins. Þeir töldu að i stað einberrar þingræðis- og kosningabaráttu yrði að koma virkt starf meðal alþýðunnarsjálfrar. Þröstur Ólafsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, vísaði þessum ásökunum á jbug. Hann sagði að framboð smá- flokkanna væri sundrungariðja sem kæmi íhaldinu vel. Benti hann á að ef Fylkingin og Kommúnistaflokkurinn .hefðu boðið fram við síðustu borgar- stjórnarkosningar i Reykjavik hefði Sjálfstæðisflokkurinn haldið meirihluta sinum. -GM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.