Dagblaðið - 05.06.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978
Spurning
dagsins
3
ER ANDARNEFJAN ÚTDAUÐ?
Rósa B. Blöndals skrifar:
Dr. Helgi Pjeturss segir i
Grænlandsför sinni 1897 um hvali og
hvalfangara:
„Hvali sáum við nokkrum sinnum
(á leiðinni til Grænlands), en það var
þó miklu sjaldnar en ég hafði búizt við
á svo löngum tíma. Hvaladráps-
mennirnir hafa gengið alltof vel fram í
Norðurhöfunum. eins og annars
staðar. Það prýddi ekki lítið útsjónina,
þegar gljásvört bökin á þessum risa-
dýrum hvelfdust upp úr sjónum og
hvítir strókarnir gusu upp með
drynjandi blæstri. Það voru helzt and-
arnefjur, sem sáust.
Það er sorglegt að vita, hve oft
menn hafa drepið þessi einkennilegu
og skemmtilegu dýr hugsunarlaust og
að þarflausu. Skipstjórinn á Perú sagði
mér frá því, að skipverji hjá honum
hefði einu sinni skotið á hval, sem
kom upp rétt hjá borðstokknum. Lét
hann mikið yfir því, hve gaman það
hefði verið að sjá, hvernig dýrinu brá
og hvernig það þeytti blóðinu upp í
háaloft. Það var þó ekki erfitt að fá
skipstjórann, sem var góðmenni, ofan
af þeirri skoðun, að það væri góð
skemmtun að kvelja skepnur sem
hefðu taugar og gætu fundið til. Og
það mun lika oftar vera af hugsunar-
leysi og heimsku en eiginlegri
mannvonzku, þegar menn hafa gaman
af sliku.”
Á þessum orðum sést, að dr.
Helgi Pjeturss náttúrufræðingur,
spekingur og spámaður um margt, er
síðar hefur komið fram, hefur þegar
um aldamót séð hvert stefndi í hval-
drápunum. Á þessum tímum var
ísland hval-auðugt land og hvalvöður
tíðar inn á firði landsins. Nú er þeirri
auðlegð lokið. Og hvalveiðarnar fara
allar fram á þeim slóðum eða þar i
grennd, sem dr. Helgi Pjeturss taldi
rétt fyrir aldamót, að hvölum hefði
ískyggilega fækkað fyrir ofveiði.
Er andarnefjan útdauð? — Vilja
þeir vísindamenn, sem mæla með
hvalveiðum, upplýsa það?
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
Borvél og fleygur, sérlega hentug
fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og
byggingameistara. Tekur bora upp í
32 mm og hulsubora upp í 50 mm.
Slær 2400 högg/mín. og snýst
250 sn/mín.
Mótor 680 wött.
Þetta er hin heimsfræga Skil-sög,
hjólsög sem viðbrugðið hefur verið
fyrir gæði, um allan heim í áratugi.
Þvermál sagarblaðs: 7'A".
Skuröardýpt: beint 59 mm, við 45°
48 mm. Hraði: 4,400 sn/mín.
Mótor: 1.380 wött.
Fullkomin iðnaðarborvél með tveimur
föstum hraðastillingum, stiglausum
hraðabreyti í rofa, og afturábak' og
áfram stillingu.
Patróna: 13 mm.
Hraðastillingar: 0-750 og
0-1500 sn/mín.
Mótor: 420 wött
Létt og lipur stingsög með stiglausri
hraðabreytingu í rofa.
Hraöi: 0-3500 sn/mín.
Mótnr: 350 wött.
öflug beltaslípivél með 4" beltisbreidd.
Hraði: 410 sn/mín.
Mótor: 940 wött.
Mjög kraftmikill og nákvæmurfræsari.
Hraði: 23000 sn/mín.
Mótor: 750 wött.
Stórviðarsögin með bensínmótor.
Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keðju-
smurning.
Vinkilslípivél til iðnaðarnota.
Þvermál skífu 7”.
Hraði: 8000 sn/mín.
Mótor: 2000 wött.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri
dýptarstillingu. Breidd tannar:3”.
Dýptarstilling: 0-3.1 mm.
Hraði: 13.500 sn/mín.
Mótor: 940 wött.
Eigum einnig fyrirliggjandi margar
fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns-
handverkfærum, en hér eru sýndar,
ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta.
Komið og skoðið, hringið eða skrifið
eftir nánari upplýsingum.
Ætlarðu að horfa á
kosningasjónvarp
f yrir alþingiskosning-
arnar?
Gunnlaugur Jónsson, Hrafnistu: Ég get
ekki svarað þvl núna. Ég er á móti
ráðherrunum öllum.
Lilja Magnúsdóttir húsmóðir: Já. ég er
að hugsa um að gera það. Ég horfði á
þættina fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar og mér fannst þeir alveg
prýðilegir.
Fjóla Kristinsdóttir matráðskona: Já.
það ætla ég að gera. Ég vonast til þess að
þeir verði eins góðir og borgarstjórnar-
þættirnir.
Magnús Hauksson: Já. ég reikna með
þvi. Ég horfði á þættina sem voru fyrir
borgarstjórnarkosningarnar og fannst
þeir al^veg þokkalegir. Mér finnst þeir
alveg tvimælalaust eiga rétt á sér.
Friðgeir Baldursson rennismiðun Alveg
áreiðanlega. Þættimir sem voru fyrir
borgarstjórnarkosningarnar voru alveg
stórkostlegir. Mér finnst slikir þættir
alveg fyllilega eiga rétt á sér til þess eins
að leyfa fóki að fylgjast með.
Karl Guðlaugsson, vinnur hjá Reykja-
víkurborg: Ég held að það sé alvcg
öruggt. Mér fannst til dæmis þættirnir
fyrir borgarstjórnarkosningarnar alveg
ágætar og ég held að þeir eigi eindregið
rétt á sér