Dagblaðið - 05.06.1978, Side 8

Dagblaðið - 05.06.1978, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNt 1978 8 Sautján létustí brfreiðaslysi Sautján manns létust í árekstri tveggja fólksflutningabifreiða, sem varö í Tyrklandi á laugardaginn. Auk þess munu tíu farþeganna hafaslasaztalvarlega. Pólverjar taka vestur-þýzkan bát í landhelgi Vestur þýzkur fiskibátur var í gær tekinn við meintar ólöglegar veiðar innan pólskrar fiskveiði- landhelgi á Eystrasalti. Að sögn vestur-þýzkra yfirvalda var farið með bátinn til hafnar í Póllandi. Báturinn sem er 194 tonn og með þriggja manna áhöfn var að sögn að veiðum ásamt tuttugu dönskum fiskibátum 42 milur undan pólskri strönd er þarlendir landhelgis- gæzlumenn komu á vettvang og tóku vestur-þýzka bátinn en létu hinadönskuóáreitta. Hundruð þús- unda þjást af hungri í Eþíópíu Hundruð þúsunda í Eþiópiu þjást af hungri og þorsta sem stafar af langvarandi þurrki, sein verið hefur i héruðum norðaustur af Addis Ababa, höfuðborg landsins. Að sögn útvarpsins i höfuðborginni hafa ntargir látízt nú þegar af völdum eitrunar i gróðri, sem fólk hefur lagt sér til munns. Þrátt fyrir þessar fregnir er talið hjá Efnahagsbandalaginu i Brussel að ástandið ís Eþíópiu sé mun betra en fyrir nokkrum árum. Hafi orðið þar byltingarkenndar breytingar siðan Haile Selassie keisara var steypt af stóli árið 1974. Asni ákærður fyrir morð Asni hefur verið ákærður fyrir morð á eiganda sínum. Gerðist þetta í Pakistan og er dýrið talið hafa bitið eigandann i hnakkann er hann var að gefa því að éta. Vitni upplýsir að rétt áður hafi eigandinn lamið asnann til að hann færi á siallinn en það hafi greinilega verið asnanum mjög á móti skapi. Matargestirnir fá arðinn Vietnamskur veitingamaður i borginni Pontiac i Michigan í Bandarikjunum ætlar að láta við- skiptavinina njóta góðs af hagnaði sínum af matstaðnum, sem hann rekur. Á síðasta ári segist hann hafa hagnazt um tiu þúsund doll ara eða jafnvirði 2,6 milljóna króna og á það að skiptast á milli hinna fimmtán hundruð föstu við- skiptavina eftir viðskiptum þeirra. Með þessu vill hinn fjörutíu og tveggja ára Vietnami endurgjalda þá aðstoð, sem hann segist hafa fengið, er hann kom snauður flóttamaður lil Bandaríkjanna að loknu striðinu í Vietnam. Fjórir farast í kolanámueldi Vitað er að i það minnsta fjórir menn hafa látizt i miklum eldi sem geisaði i kolanámum við borgina IBytom í Póllandi um helgina. Eldurinn varð af bilun í rafkerfi tengdu loftræstikerfi námanna. Mennirnir sem létust munu hafa orðið fyrir sprengingu er myndaðist af gasi og ryki sem safnaðisf i eina álmu námanna. Ávísunin þús- undfaldaöist hjá þeim atvinnu- lausa Atvinnulaus hljómlistamaður í Los Angeles hélt að hann hefði gripið gullgæsina. þegar hann komst að raun um að sex hundruð dollara ávisunin, sem hann ætlaði' að skipta i banka átti að grciðast með 600.000 dollurum. Fékk hann 16.000 dollara í reiöufé en afgang- inn 584.000 í strikuðum tékka og hélt síðan hinn ánægðasti á braut. Er mistökin voru uppgötvuð komst lögreglan í spilið. Náð var í nýríka hljómlistamanninn. Allt féll þó í Ijúfa löð, hann greiddi til baka alla peningana nema 600 dollarana og bankinn kenndi tölv- unni um allt saman. Sérfræðingur í brjóstsykurs- verði Chang Ping-Kuei er brjóst- sykursali, sem aðrir slikir eiga að taka sér til fyrirmyndar að áliti kinverskra yfirvalda. Hann þekkir verðið á áttatíu brjóstsykursteg- undum og ekki nóg með það held- ur er alveg sama hve marga brjóst- sykra beðið er um, Chang veit verðið. Hann starfar í sælgætis- deild stórverzlunar einnar i Peking og hefur kinverska fréttastofan Hsinhus vakið athygli á þessum sextuga afgreiðslumanni öðrum til eftirbreytni. Sextíu hvítir gíslar drepnir Innrásarliðiö í Shabahéraði Zaire lét drepa sextíu hvita gisla hinn 27. maí siðastliðinn að sögn dagblaðsins Eli Elima i Kinshasa i gær. Gíslamir voru teknir er her- liðið flúði frá Kolwezi rétt áður en franskir fallhlífahermenn náðu borginni á sitt vald. Að sögn blaðsins skipaði foringi innrásar- liðsins fyrir um aftöku gislanna eftir að hann hafði sjálfur særzt alvarlcga og auk þess voru ekki til nægar birgðir matar fyrir herliðið og gíslana. Jackie Gleason á sjúkrahús Gamanleikarinn frægi Jackie Gleason gekk undir hjartaupp- skurð síðastliðinn laugardag. Læknar á sjúkrahúsinu í Chicago þar sem aðgerðin fór fram sögðu leikarann, sem er 62 ára gamall, vera við bærilega heilsu eftir uppskurðinn sem tók fimm .klukkutima. Ætluðu að hækka úraníum- verðið ólöglega Gulf oliufyrirtækið bandariska var á föstudaginn sektað um 40.000 dollara fyrir að hafa gert tilraun til þess fyrir nokkrum árum að hækka verð á úraníum með ólöglegum aðgerðum. Ekki var getið um santstarfsaðila Gulf fyrir- tækisins. Á tímabilinu frá 1972 til 1974 hækkaði verð á hrá- úraníum úr sex dollurum pundið upp í meira en fjörutíu dollara. Kína skammar Sovét fyrír Shabastríðiö — bandarískarflugvélarflytja Marokkóhermenn tilZaire Huang Hua utanríkisráðherra, sem er í opinberri heimsókn i Zaire, réðst harkalega á Sovétríkin í gærkvöldi fyrir að vilja reyna að ná áhrifum þar. Einnig skammaði hann Kúbu og Sovétrikin fyrir þátt þeirra í innrásinni í Shabahérað í fyrra mánuði. „í stórveldakeppninni vilja sovézkir heimsvaldasinnar ná völdum i Zaire,” sagði utanríkisráðherrann. „Innrásin í Shabahérað er ekki einangrað atvik heldur aðeins einn þáttur í áætlun um yfirráð alls heimsins,” sagði hann enn- fremur. Nokkur vestræn riki, sem hags- muna hafa að gæta i Zaire, þinga nú í París um aðgerðir til að tryggja Zaire- stjórn Mobutos í sessi. Bandarískar flutningaflugvélar vinna að þvi að flytja marokkanska hermenn til Zaire en þeir eiga að taka við af frönsku útlendingahersveitinni þar. Fimm riki, fyrrum nýlendur Frakka, eru talin likleg til að leggja til hermenn i sameiginlegar afrikanskar hersveitir, sem eiga að starfa sem nokkurs konar friðarsveitir þar um slóðir. Sovétmenn eru að sjálfsögðu heldur óhressir yfir framtaki vestrænna ríkja og fylgifiska þeirra i Zaire og hafa kallað það nýja tegund af sameigin- legri heimsveldastefnu, sem sýni Ijós- lega að gömlu nýlenduveldin ætli ekki að sleppa tökunum á rikjum Afríku. Charles Bretaprins var á ferð fyrir helgina I Newcastle og þó íbúar þar fögnuðu honum flestir bærilega þá var einn þeirra þó ekki hrifnari en að hann hljóp til er bifreið prinsins fór framhjá og kastaði gosdrykkjaflösku i rúðu hennar svo hún sprakk. Ekki varð Charles þó meint af og gat brosað framan i fólk eftir sem áður. Lögreglan tók tilræðismanninn en honum er lýst sem hávöxnum, kraftalegum og með dökkt alskegg. Frjálsir demó- kratar tapa fyrir umhverf- ismönnum Frjálsir demókratar töpuðu miklu fylgi í héraðskosningum i Neðra-Sax- landi og Hamborg um helgina. Náði flokkurinn ekki tilskildum 5% at- kvæða til að fá þingmenn kjörna. Vaniaði 0,2% uppá i Neðra-Saxlandi og 0.8% í Hamborg. Ástæðan fyrir fylgistapi flokksins er talin sú að um- hverfisverndarmenn fengu 4.5% at- kvæða i Neðra-Saxlandi og 3,9% i Hamborg. Hefur þeirn mjög vaxið fiskur um hrygg vegna mikilla deilna um hvort leyfa eigi byggingu kjarn- orkuvera. Stóru flokkarnir kristilegir demó- kratar og sósíalistar hlutu svipað fylgi og i síðustu kosningum munu hinir siðarnefndu stjórna áfram í Hamborg en kristilegir demókratar i Neðra-Sax- landi. Þó geta þessi úrslit valdið erfið- leikum fyrir samsteypustjórn sósialista og frjálsra demókrata því hinir siðar- nefndu munu missa þingmenn í efri deild þingsins í Bonn vegna taps sins. Thailand: Aukið eftirlit meðættleiðingum ogútflutningi smábarna Stjórnvöld i Thailandi hafa ákveðið að strangari reglur og meira eftirlit verði hér eftir haft með ættleiðingum thailenzkra barna en verið hefur hing- að til. Eru þessar ráðstafanir gerðar i framhaldi af þvi að upp komst um .glæpasamtök sem önnuðust viðskipti með börn frá Thailandi sem seld eru til annarra landa. Nýju reglurnar eiga að koma i veg fyrir ólöglegar ættleiðingar og að börn séu flutt úr landi á ólöglegan hátt. Einnig voru sett ákvæði sem stemma eiga stigu við að thailenzkar konur flytji til útlanda og gcrisi þar gleðikonur. REUTER

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.