Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 Kína dregur úr aðstoð við Viet nam Kina hefur dregið mjög úr aðstoð sinni við Vietnam og að sögn japanskrar fréttastofu nemur hún aðeins rúmlega tíunda hluta þess sem aðstoðin var áður. Aðgerðir kinversku stjórnarinnar eru afleiðingar deilna rikjanna vegna brottflutnings um það bil eitt hundrað þúsund Kínverja frá Vietnam á síðustu vikum. Kinverj- ar hafa sakað Vietnam um að hafa ofsótt, skotið á og jafnvel rænt flóttamennina. Fregnir hafa borizt af ofbeldi gagnvart Kinverjum, sem starfað hafa við hrísgrjóna- rækt innan landamæra Vietnam. Talið er að flest fólksins sem er af kínversku bergi brotið og snúið hefur aftur á heimaslóðir hafi stundað verzlun i Vietnam. 9 Erlendar fréttir Skæruliðar sprengdu vöru- geymslu Skæruliðar írska lýðveldishers- ins kveiktu í stórri vörugeymslu á föstudaginn og mun tjónið nema jafnvirði 2,5 milljarða íslenzkra króna. Þrem sprengjum var komið fyrir á ýmsum stöðum í húsinu og tók það slökkviliðið meira en fimm klukkustundir að ná tökum á eldinum. Þá höfðu gámar, lyftarar og hundruð tonna af vörum eyði- lagzt. Bundinn og skotinn til bana Tvitugur maður fannst skotinn með hendur bundnar á bak aftur á vegarkanti um það bil 75 kiló- metra suðvestur af Belfast i írlandi á föstudaginn. Ekki var vitað um nafn mannsins né hverjir höfðu skotið hann. Fimm hæða skrifstofubygging norður-irska gasfyrirtækisins i Belfast var gjöreyðilögð á föstu- daginn er fimm sprengjur sprungu i henni. Tvenn göng úr spænsku fang- elsi Fangelsisyfirvöld i Barcelona fundu í gær önnur göng sem fang- ar í Modelo fangelsinu þar höfðu grafið samhliða göngum, sem fjörutíu og fimm þeirra flúðu um á föstudaginn. Komust þeir út í skolpræsi og þaðan upp á götuna utan við fangelsið. Sumir þeirra sem flúðu eru sagðir hættulegir og hafa setið í fangelsi fyrir vopnuð rán. Gyðingamorð- inginn mátti ekki vera að því að borða Nastistaforinginn Gustav Franz Wagner var forðum svo áhuga- samur við starf sitt í útrýmingar- búðum fyrir Gyðinga að hann gaf sér tæpast tima til að matast. Kom þetta fram í vitnisburði eins fyrrum fanga i búðum þeim sem Wagner var foringi i. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á drápi 150.000 Gyðinga í Sobidor búðun- um í Póllandi á timum siðari heimsstyrjaldarinnar og er nú i gæzlu yfírvalda i Brasilíu. Baskar særa hermann Skotið var á bækistöðvar her- flokks á Norður-Spáni á laugar- daginn. Einn maður særðist. Talið er að þar hafi skæruliðar Baska verið á ferðinni. Er þetta önnur árásin af þesssu tagi siðustu vik- urnar en ábyrgð á hinni fyrri lýstu Baskaskæruliðará hendur sér. 8 REUTER RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Kosningagetraun Rauða krossins er einföld. Leikurinn erfólginn í því að giska á hvað flokkarnir fái marga þingmenn í komandi alþingiskosningum. Miðinn kostar 500 krónur og fara 20% af andvirði seldra miða.í vinn- inga þannig að seljist 50 þúsund miðar verður potturinn 5 milljónir króna, sem þeir getspöku skipta á milli sín. Seljist 100 þúsund miðar verður potturinn 10 milljónir, o.s.frv. Allir skilmálar eru á miðanum. Gottmálefhi Félaginu er nauðsyn að efla hjálpar- sjóð sinn til mikilla muna svo hægt sé að bregðast við hjálparbeiðnum í skyndi innlendum og erlendum. Allar tekjur af getrauninni fara til þess að efla hjálparsjóðinn. I öllum kosningum getur hvert atkvæði vegið þungt - í kosninga- getrauninni vegur hver getrauna- seðill þungt fyrir Rauða krossinn - og hann getur líka fært getspökum eiganda drjúgan vinning. Sölukerfí /Sölustaðir Félagar í Rauða kross deildum um land allt munu sjá um sölu miðanna alveg til kl. 18 á kjördag. Deildirnar auglýsa aðra sölustaði. Félagar verða á ferðinni um borg og bí, á mannamótum, við verslunarmið- stöðvar og víðar. í flestum apótek- um og víðar verða Rauða kross stampar til þess að skila getrauna- seðlum í. Hverju spáir þú um kosningarnar? Það er spurningin. Við spáum því að potturinn verði stór.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.