Dagblaðið - 05.06.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978
að skrifa bréf til skóla í Flórens og
lýsnar duttu úr höfðinu á mér og
marseruðu yfir pappírinn. Það var
vinur minn Jón Sen sem bjargaði mér
og ég vann hjá honum við rafmagns-
tækjabúnað — maskínurnar aftur...”
A.Ij „Nú hafa mósaíkmyndir þínar
frá Ravenna, frá 1953—4, ávallt
komið mér einkennilega fyrir sjónir —
gjörólíkar öllu sem þú hefur gert.
Hvað lá að baki þeim?”
Erró: „Þú mátt ekki gleyma að ég
vann við viðgerðir á mósaík i kirkjum I
Ravenna, t.d. að loftinu I hinni frægu
San Vitale. En mínar myndir voru
fyrst og fremst söluvara, lifibrauð. Og
þær seldust stórkostlega vel og björg-
uðu mér fjárhagslega um tíma. En þær
hafa örugglega þroskað litaskyn hjá
mér — þarna þurfti maður að raða
saman öllum litatónum sama litar, til
dæmis. En dvölin í Flórens markar að
mörgu leyti tímamót í minu starfi. Þar
kynntist ég Jean Jacques Lebel, syni
frægs listfræðings, og karlar eins og
Duchamp og Max Ernst höfðu bók-
staflega dillað Jean á hné sér sem
barni. Hann var sneisafullur af nýjum
hugmyndum, vissi mikið og sýndi mér
myndir af verkum súrrealista og dada-
ista. Hann hjálpaði mér einnig mjög
þegar til Parisar kom við að koma mér
inn i listaheiminn þar. Nú, svo bjó ég
með Fernando Botero (þekktur málari
frá Kólumbiu) og kynntist hressum
listamönnum frá Suður-Ameríku sem
margir standa nú framarlega. Þetta
hleypti kappi i kinn.”
A.I.: „í myndum þínum frá þessum
árum í Flórens sýnist mér móta fyrir
þroskuðum stíl hjá þér. Maður sér vél-
menni ýmiss konár, alls kyns
óhugnanlegar verur og mikið er um
umbrot og átök í myndunum.”
Erró: „Jú, en þú manst að í Flórens er
merkilegt safn af herklæðum, brynj-
um og vopnum. Þarna teiknaði ég og
þaðan eru einhver áhrif komin. Svo
kóperaði ég anatómískar teikningar
Leonardos og skoðaði allar kirkjur i
bænum. Þar rissaði ég stellingar i
freskum, gerði athugasemdir við fas
ákveðins fólks i myndunum o.s.frv.
Þetta var skemmtilegur timi. Þá voru
allir á vespum og á þeim brunuðum
við um allt, jafnvel til Sienna til að
kaupa litaduft til að búa til eigin liti.
Eins og þú veist koma þaðan sérstakir
litir. t.d. „burnt Sienna”. Og mikill
glaumur og gleði var i kringum Suður-
Amerikumennina. Skólinn sjálfur var
i gömlu klausri nálægt San Lorenzo en
þar i kjallara var einnig prentsmiðja og
róttækir kunningjar Lebels vinar míns
komu þarigað frá París til að láta
prenta alls konar súbversífa texta sem
ekki fengust prentaðir i Frakklandi —
en þar ríkti mikil móðursýki vegna
Alsirmálsins. Við gerðum þá gjarnan
myndir eða kápur við þau rit.”
A.I.: „Hvaða listamenn heldurðu að
hafi helst höfðað til þín þá?”
Erró: „Nú, ég var rétt að kynnast nýj-
um listamönnum. Ég hafði verið sodd-
an sakleysingi — þekkti Píkassó,
Braque, Matiesse — en Lebel kynnti
mig fyrir súrrealistum og ég fann að
þeir höfðuðu til mín á einhvern óút-
skýranlegan hátt. Síðan hef ég verið
alæta á allt slikt, skoðað allt.”
Hjartanlega sama
um túlkun fólks
A.Iu „Árið 1956 ert þú giftur Myriam
Bat-Yosef og dvelur i Jaffa. Þar gerir
þú m.a. klippimyndir sem nú mundu
kallaðar „popp” og þeirri iðju heldur
þú áfram i Paris 1958. Hafðir þú
kynnst þessum frurri-hugmyndum
breskra poppara?”
Erró: „Nei, ég vissi ekkert um þá. Þá
voru þeir að byrja, var það ekki? Þó
gerði Paolozzi klippimyndir um 1950,
að ég held. Nei, þetta voru mest-
megnis persónulegar hugmyndir. Síðar
kynntist ég verkum Heartfield, þýska
dadaistans sem var frumkvöðull i
„photomontage” og hann hreif mig.”
A.I.: „Inntak þessara mynda er greini-
lega gagnrýnið — á hernað, sprengj-
una, og auglýsingaiðnaðinn.”
Erró: „Jú. Þá var uggur i mönnum
vegna sprengjunnar. Menn fóru í
miklar kröfugöngur til að mótmæla
henni. Þetta var í loftinu.”
A.I.: „Hefur ekki ádeila verið ríkur
þáttur af verkum þínum siðan? Ég
minnist t.d. myndarinnar sem þú
gerðir eftir Sharpeville-morðin i S-
Afríkuárið 1961.”
Erró: „Jú — en það er kannski nær að
kalla það viðbrögð fremur en ádeilu.
Adeila felur í sér hvatningu eða ósk
um breytingu. Bækur geta breytt
heiminum en málverk varla. Þau eru
máluð eftir að hlutirnir gerast. Mínar
myndir eru margar afleiðingar af bein-
um tilfinningalegum viðbrögðum
mínum við einhverju sem gerist. Nú,
svo verða sumar af mínum pólitisku
myndum til fyrir tilstilli annarra sem
panta slíkar myndir. Myndin af
Toppino og Allende er þannig til-
komin. En að myndunum loknum er
mér raunar hjartanlega sama hvernig
fólk túlkar þær. Myndinni er lokið og
þá er hún eign heimsins. Ég veit oft
ekki hvað ég hef sjálfur verið að segja i
þeim og þá vil ég gjarnan fá vini mína,
sem eru bókmenntasinnaðir, til að spá
í myndirnar. Menn eins og rithöfund-
inn Robbe-Grillet og gagnrýnandann
Alan Jouffroy.”
A.I.: „Varstu fljótur að kynnast fólki
þegar þú settist að í París 1958?”
Erró: „Já, já, ég hef ávallt átt gott með
það. Lebel hafði þarna mikið að segja,
Jouffroy sömuleiðis. Þeir kynntu mig
fyrir málurum sem áttu við svipuð
myndræn vandamál að stríða og ég.”
A.I.: „Hvernig var að byrja í París á
þeim tíma?”
Erró: „Það var rosalegt. Buffet var i
tísku og allir máluðu I grámuskulegum
litum. Kannski þess vegna sem mörg
málverk mín frá þessum tima eru í
gráu. Einhvern veginn varð maður að
lifa. Ég hafði unnið mér fyrir pening-
um með vinnu i Jaffa, fyrir appelsínu-
kompani auðvitað (hlær), og þeir
nægðu til að leigja vinnustofu.
Myriam stóð sig afar vel, það verð ég
að segja. Hún gerði það sem ég hefði
aldrei haft geð í mér til að gera — hún
arkaði milli gallería og sýndi þeim
myndir mínar og það nægði til að
byrja með. Stuttu síðar komu ítalskir
safnarar til sögunnar og þeir björguðu
méralveg.”
A.I.: „í Paris fer að bera á áhrifum frá
súrrealistum, eins og Matta?”
Erró: „Mikil ósköp, já. Lebel kynnti
mig fyrir Matta og hann bauð mér að
vinna með sér á föstudögum. Við unn-
um svo saman heilan vetur. Ég hafði
mikinn áhuga á Matta, hann málaði á
stór léreft og hann vann með fígúrur
sem hreyfðust á alía vegu. Nú, sam-
vinna okkar gekk þannig fyrir sig að
hann málaði bakgrunn og ég bætti fig-
úrum inn á og siðan skiptum við um
— ég málaði bakgrunninn og hann fíg-
úrurnar. Þetta var mér afar lærdóms-
ríkt og ég held satt að segja að Matta
hafi einnig haft gott af þessu. Nú,
Lebel kynnti mig einnig fyrir læri-
föður Matta, Duchamp. Með honum
borðaði ég oft, hann var yndislegur
karl með skemmtilega kímnigáfu.
Man Ray hitti ég einnig oft.”
A.I.: „Má ekki finna hugarfar
Duchamps í klippimyndum þínum frá
þessum tíma, þær eru meinhæðnar og
gera gys að öllu mögulegu, páfanum,
háttsettu fólki o.s.frv.?”
Erró: „Þetta var kannski ekki bitur
satíra heldur ærsl, kátina. Þegar ég
gerði gys að listheiminum, gagnrýn-
endum, listasöfnurum o.fl. þá tók
þetta enginn reglulega alvarlega. Þetta
var útrás, sprell. I framhaldi af þvi
efndum við einnig til uppákoma þar
sem alls kyns furðulegir hlutir
gerðust.”
A.I.: „Var þá engin alvara á bak við
árásirá listheiminn?”
Erró: „Æ, ég held að okkur hafi ekki
fundist taka því að taka þá alvarlega
sem þar voru.”
(Síðari hluti viðtalsins birtist á morg-
un).
Myndlist
! -! ^ 1 •% '&iij
: f ir |ll> ú
-.1 ‘ 1
1
■fafc.
- *§fsi|£
ca. kr. 3.450.000-
ALLT ÞETTA ER INNIFALIÐ I VERÐI:
Upphituð afturrúða, tauáklæði, bólstrað stýri, höfuðpúðar,
5 gírar, öryggisstýri stillanlegt, tveggja hraða þurrkur
teppi, klukka, snúningshraðamælir, þjófalás á stýri,
stillanleg bök á framsætum, olíuþrýstimælir, hitastokkar
afturí, fjögur Halogenljós. tvöfaldir hurðaþéttilistar.
Fullkomin ryðvörn, skrásetning og fullur af bensíni.
LANCIA BETA erframhjóladrifinn. Diskabremsur
á öllum hjólum. 4ra dyra, rúmgóður 5 manna bíll.
LANCIA BETA BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BESTA:
Orku, þægindi, öryggi og lágan
rekstrarkostnað. LANCIA BETA er því sannarlega
boðlegur þeim sem gera kröfur.
Hljóð- og hitaeinangrun er milli vélar og
farþegarýmis, því er bíllinn sérlega hljóður í
keyrslu. Ný gerð mæla og mattsvart mælaborð.
Árangur LANCIA í Rall keppnum er í
sérflokki. Nú heimsmeistari í World Rally
Championship, hvert árið á eftir öðru.
BJORNSSON ÍLÉ2.
BÍLDSHÖFÐA 16 —SIMI 81530