Dagblaðið - 05.06.1978, Side 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978
Iþróttir
Iþróttir
9
16
«
Iþróttir
Iþróttir
Ungverjar
f leikbann
Aganefnd FIFA —
alþjóðaknattspyrnusambandið
— skýrði frá því i Buenos Aires á
laugardag, að ungversku leik-
mennirnir tveir, sem reknir voru
af velli i leiknum við Argentínu,
fengju leikbann i einn leik hvor.
Það þýðir, að þeir Tibor
Nyilasi, framvörður og Andras
Torocsik, miðherji, geta ekki
leikið í liði Ungverjalands gegn
Ítalíu á þriðjudag.
Hollenzkir
blaðamenn
aðvaraðir
Hollenskir blaða- og frétta-
mcnn, sem fylgjast með leikjum
Hollands í heimsmeistara-
keppninni, hafa fengið aðvörun
frá fararstjórum hollen/.ka
liðsins, um það, að hætt verði að
gefa þeim upplýsingar ef þeir
haldi áfram að flytja „neikvæð
og ábyrgðarlaus” skrif.
Það var Jacques Hogewoning,
formaður nefndar, sem annast
þátttöku Hollands í HM, er til-
kynnti þetta til aðalstöðva
hollenzku pressunnar. í
hollenzkum blöðum hafði verið
birt, að sumir hollenzku
leikmennirnir væru að elta þjón-
ustustúlkur á hótelinu, sem þeir
dvelja á í Mendoz.a.
Frásögnin birtist fyrst i blaði i
Mendoza og var neitað af
hollcnzku fararstjórninni. Ernsr
Hnappel og leikmcnn hans eru
furðu lostnir að hollenzkir blaða-
menn skyldu senda þessa frétt
hcim til Hollands. Fundi, sem
átti að vera i gær með leik-
mönnum og blaðamönnum, var
frestað.
©
Argentfna
nú í efsta
sætinu
Argentína hefur tekið efsta
sætið af Brasiliu hjá flestum
veðmöngurum i London eftir
fyrstu umfcrðina á HM í
Argentínu. Brasilia hefur þó ckki
fallið mjög en það hefur Skotland
hins vegar gert. Fallið úr 8—1 í
66—1. Veðmálin standa nú
þannig.
Argentína 11—4, Brasilia 3—
I, Holland, ítalia og Vestur-
Þýzkaland 7—1, Perú 12—1,
Pólland 14—1, Austurriki og
Sviþjóð 33—1, Frakkland og
! Spánn 50—1, Ungverjaland og
Skotland 66—1, Túnis 250—1,
Mexikó 2500—1 og íran 3000—
I.
Johan Krankl, markakóngur hvrópu á siðasta leiktimabili, skorar sigurmark Austurrlkis gegn í>pam.
„Geri mér vonir um að Austur-
ríki verði meðal átta beztu”
sagði þjálfari Austurríkis ef tir sigurinn á Spáni 2-1
„Ég geri mér vonir um, að Austurriki
verði meðal átta beztu þjóðanna á HM
— og ég er mjög ánægður með sigur
okkar á Spáni. Leikmenn minir léku
mjög agað. Við vissum hvernig hægt var
að sigra Spán og leikmenn Austurríkis
fóru algjörlega eftir því, sem fyrir þá var
lagt með leikinn,” sagði Helmut
Senewkowitsch, þjálfari Austurríkis
eftir að lið hans hafði unnið Spán mjög
óvænt 2—1 í Buenos Aires á laugardag.
Það var afrek hjá Austurríkismönnum
þvi það var ekki aðeins við Spán aó eiga.
Nær allir áhorfendur á Velez-leikvellin-
um voru á bandi Spánverja.
Þjálfari Spánvcrja, hinn frægi
Ladislao Kubala, var skiljanlega ekki
ánægður. Hann sagði. „Við eigum við
vandamál að stríða. Það er ekki nóg að
hafa tæknina í lagi, þegar úthald brestur
og þrek leikmanna er of litið. Spánn réð
gangi leiksins en tvcnn hroðaleg varnar-
mistök kostuðu okkur sigurinn, auk
þess, sem illa var farið með nokkur
færi.”
Lið Austurríkis getur orðið það liðið á
HM. sem mest kemur á óvart, sagði einn
affréttamönnum BBC.
Fréttamaður Reuters, Terry
Williams, var á annarri skoðun. Hann
sagði: „Eftir það, sem Austurríki sýndi i
dag eru litlar likur á að liðið komist
áfram — og möguleikar Spánar til að
komast i milliriðil eru enn minni."
Leikurinn í heild var slakur. Vörn
Austurríkis opnaðist oft þrátl fyrir
góðan leik Bruno Pezzey, sem Austur-
ríkismenn kalla hinn nýja Beckenbauer.
Þá var markvörður liðsins. Friedrich,
Koncilla, allt annað en öruggur. En það
kom ekki að sök þar sem framherjar
Spánar fóru illa að ráði sínu í leiknum.
Mestan hluta leiksins var knötturinn
á vallarhelmingi Austurríkis — og
varnarmenn Spánar, Pirri og Juan
Asensi, stóðu langtímum saman á miðju
vallarins. En skyndisóknir Austurrikis-
manna voru hættulegar — langspyrnur
fram völlinn, sem á stundum komu
Spánverjum í opna spjöldu. Miðherjinn
Johann Krankl skapaði mikinn óróa hjá
Spánverjum — i vörn þeirra, sem fyrir
HM var sögðsústerkasta í heimi.
Austurriki náði forustu i leiknum á 9.
mín. Skyndisókn. Walter Schachner
náði sendingu frá eigin vallarhelmingi.
Lék á varnarmann og þá var leiðin greið
að markinu. Skoraði hjá Miguel Angel
af stuttu færi — og það var ekki að sjá,
að Schachner er leikmaður i 2. deild í
Austurriki. Nýtti færi sitt mjög vel. Tíu
mín. síðar munaði litlu, að Austurriki
kæmist í 2—0. Angel varði þá snilldar-
leg frá Kreuz.
- Spánn jafnaði á 21. mín. Löng
sending fór yfir austurrisku vamar-
mennina til Dani, sem sendi knöttinn
með hörkuskoti i markið. Spenna var
talsverð. Pezzey skalíaði frá á marklinu
Austurrikis — Miguel Angel varði
snilldarlega frá Krankl — og Kano hjá
á laugardag
Spáni hitti knöttinn illa með austurriska
markið opið fyrir framan sig.
í síðari hálfleiknum náðu Austurríkis-
menn betri tökum á leiknum — og
notuð enn meir langspyrnur en áður.
Það kom ekki á óvart, þegar Krankl
skoraði sigurmarkið á 76. min. — og það
þótt hann væri með tvo héra á sér nær
allan leikinn. Það gaf öðrum meira rúm
og eftir að spánska vömin hafði hálf-
stöðvað hörkuskot rann knötturinn milli
fóta varnarmanna til Krankl, sem
spyrnti knettinum efst í markið.
Liðin voru þannig skipuð. Austurríki.
Koncilla, Breitenberg, Pezzey, Ober-
mayer, Sara Jara, Hickersberger (Weber
67 mín.), Kreuz, Prohaska, Krankl,
Schachner (Pirkner 88 min.l, Spánn.
Angel, Marcellino, Miguelli, Pirri. San
Jose, de la Zruz, Asensi, Cardenosa
(Leal 46 min.), Dani. Cano, Rexach
(Quini 60 min.). Dómari Karoly Palotai,
Ungverjalandi.
Tvö núll af stærstu gerð
— þegar Kef lavík og Þróttur gerðu jaf ntef li
Íslandsm6liA i 1 -deild Kcftavikunöllur, IHK l’nillm
0—0
Langt er síðan jafn leiðinlegur leikur
hefur sézt á grasvellinum í Keflavík og
þegar heimamenn léku við Þrótt úr
Reykjavík í l.dcildinni á laugardaginn.
Sjáldan örlaði fyrir því, sem hægt var að
kalla knattspyrnu. — Það litla sem sást
var Þróttara, sem hefðu átt skilið að
ganga með sigur af hólmi miðaö viö gang
leiksins. En honum lauk með
markalausu jafntefli — sem sagt tveim
núllum af stærstu gerð.
Þróttarar léku undan suðvestan kalda
fyrri hálfleikinn og voru mestan hlutann
i sókn og áttu þeir Páll Ólafsson og
Sverrir Brynjólfsson, sem voru einna
Austri vann Völsung, 1-0
Austri frá Eskifirði hefur sannarlega
fengið fljúgandi start á sínu fyrsta ári í 2.
deild. Austri sigraði Völsung 1—0 á
Fram lagði KA
Fram þokaði sér að hlið Vals með 1-0
sigri gegn nýliðum KA í Laugardal á
föstudagskvöldið. Kristinn Jörundsson
skoraði eina mark leiksins og tryggði
sigur Fram gegn nýliðunum. Fram hefur
því sex stig að loknum 4 leikjum, jafn-
mörg stig og Valur en hefur leikið leik
meir.
Fram vann þvi sinn þriðja sigur i röð
gegn KA — hafði áður sigrað Þrótt og
Breiðablik en tapaði sinum fyrsta leik
gegn Val.
Eskiflrði á laugardag. Sigur sem færir
liðið upp i þriðja sæti 2. deildar með
flmm stig.
Eftir ósigur í sínunt fyrsta leik í
Reykjavik gegn Ármanni hefur Austri
fengið fimm stig úr þremur siðustu leikj-
um sínum. Jafntefli i Sandgerði. og nú í
tvigang sigrar á Eskifirði. Fyrst gegn
Fylki og nú Völsungi. Liðinu var spáð
einu af neðstu sætunum en Eskfirðingar
ætla sér greinilega að halda sæti sinu i 2.
deild.
Eina mark leiksinsá laugardagá Eski-
firði skoraði Rúnar Sigurjónsson. Staða
Völsungs er nú slæm, tveir ósigrar i
tveimur fyrstu leikjum sínum. Báðum að
vísu á útivelli en Völsungar hafa ávallt
verið erfiðir heim að sækja.
skæðastir Þróttara, fáein góð tækifæri
sem þeini tókst ekki að nýta, eða að Þor-
steinn Bjarnason, bjargaði á seinustu
stundu, þótt hann væri full djarfur I út-
hlaupumástundum.
Litlu munaði að hinum knáa bakverði
tækist að skora fyrir Þrótt á seinustu
mínútu fyrri hálfleiks, úr aukaspyrnu, af
löngu færi. Þorsteinn náði ekki til knatt-
arins, sem small á marksúlunni og hrökk
þaðan fram á völlinn.
Fátt markvert gerðist í seinni hálfleik.
að undanskildu því að ÍBK rétti aðeins
úr kútnum seinustu 15 mínúturnar. en
fann ekki leiðina i markið.
Þróttarar voru öllu skárri aðilinn og
þeir reyndu að spila og varð stundum
ágengt, en allar slíkar tilraunir mistókust
með öllu hjá ÍBK. Mátti stundum ætla
að leikmennirnir hefðu gleymt sumurn
undirstöðuatriðum knattspyrnunnar.
Dómari var Róbert Jónsson og skilaði
hlutverki sínuvel.
emm.
Byssubóf i skotinn til
banaíBuenosAires
Ungur byssumaður var skotinn til
bana af lögreglunni i Buenos Aires á
laugardag, þegar hann reyndi vopnað
rán meðan þúsundir fögnuðu sigri
Argentinu gegn Ungverjalandi i Buenos
Aires.
Richardo Reynoso, hóteieigandi í
Candela í miðborg Buenos Aires, skýrði
fréttamanni Reutcrs frá þvi, að tveir
menn hefðu komið inn á veitingastaðinn
um kl. ellefu og heimtað peninga.
Miðuðu byssu. Þeir fóru 20 min siðar
og lögreglan skaut á þá um leið og
dyrnar voru opnaðar. Annar var skotinn
til bana en hinn komst undan á flótta.
Náðist þó skömmu síðar. Um 40 manns
voru á vcitingastaðnum, þegar at-
burðurinn átti sér stað, og allir skriðu
undir borð, þegar skothríðin hófst.
Meðal þcirra var skozki popp-söngv-
arinn kunni, Rod Stewart.
Lögreglan vildi ekkert um málið
segja.