Dagblaðið - 06.11.1978, Side 4

Dagblaðið - 06.11.1978, Side 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaði „Ætti að taka slátur- leyfi af öllum húsum” Haukur H jaltason ómyrkur í máli og segir sláturhús eyðileggja kjöt „1 rauninni ætti að taka sláturleyfið af öllum sláturleyfishöfum því reynslan hefur sýnt að þeir kunna ekkert að fara með það hráefni sem þeir meðhöndla. Þó aö nýjustu slátur- húsin séu mjög fullkomin hvað varðar hreinlæti og fullnægi öllum heil- brigðiskröfum eru þau gölluð að því leyti að i þeim er ekki gert ráð fyrir plássi fyrir kjöt til að hanga. Kjötið er því fryst á meðan dauðastirnun er ennþá í því og sprengir þá frostið vöðvana,” sagði Haukur Vljaltason matsveinn. Haukur þjónaði áður gestum veitingahússins Sælkerans en rekur núna heildsölu með ýmsa hluti fyrir mötuneyti og matsölustaði. Haukur er ekki ánægður með það kjöt sem veitingahúsin fá frá sláturhúsunum og segir það alls ekki vera slæmri elda- mennsku að kenna að matur á veitingastöðum er ekki betri, heldur miklu fremur slæmu hráefni. „Nýslátrað lambakjöt þarf að hanga í 4—6 sólarhringa við mjög góð skilyrði áður en það er fryst. En í raun- inni er það aðeins svinakjöt sem fær þá meðferð sem það þarf hér á landi. Lamba, nauta og jafnvel folaldakjöt er hins vegar eyðilagt. Ég er nýkominn úr skoðunarferð um sláturhúsið á held ég að þeir menn sem hingað voru fengnir frá Bandarikjunum til þess að gefa vottorð um að íslenzk sláturhús væru á heimsmælikvarða, hafi ein.göngu athugað það út frá heilbrigðissjónarmiði. Auðvitað hefur orðið mikil breyting frá þeim tíma sem slátrað var í skúrum sem hvorki héldu vindi né vatni. En betur má ef duga skal. Á ég að segja þér eina ástæðuna fyrir því að svona er farið með kjötið? Ef rétt er með það farið rýrnar það um „Kjötið fær ekki að hanga nógu lengi,” sagði Haukur. hvað hann er að tala um,” sagði Halldór. .Maðurinn veit ekki Selfossi sem er eitt hið nýjasta og full- komnasta hér á landi. En jafnvel þar eru aðstæður þannig að kjötið getur ekki hangið, þrátt fyrir að vel er hugað að hreinlæti og snyrtimennsku. Enda Ómögulegt er að fá lambaheila í einu lagi vegna landslaga. 10% við að hanga nauðsynlegan tíma. Þá rýrnun vilja bændur ekki taka á sig. Veitingahúsin myndu með glöðu geði borga meira fyrir kjöt sem fengið hefur rétta meðferð og það myndu neytendur lika gera ef þeir hefðu fengið tækifæri til að dæma um muninn. Fólk er hér að kaupa kjöt sem það telur fyrsta flokks en er í rauninni hálfóætt. Kjötið er einnig hræðilega leikið á leiðinni frá sláturhúsunum til þeirra sem kaupa það. Starfsbróðir minn var að fá 100 skrokka af lambakjöti og þá var hræðilegt að sjá. Leggir og höklar Kindur I sláturhúsinu á Selfossi. DB-myndir Sv. Þorm. voru brotnir og kjötið marið og klesst í grysjuna. Fastheldnir á gamla siði Óneitanlega spillir fyrir málstað þeirra sem slátra hversu fastheldní/ þeir eru á gamla siði, aldrei má breyta neitt til. Til dæmis er ómögulegt á fá kjöt af kálfum sem aldir hafa verið á mjólk í 3—6 mánuði. Slíkt kjöt er óviðjafnanlega gott og hef ég aldrei bragðað betri mat á ævinni en slíkt kjöt. Þetta þykir of dýrt til framleiðslu, en ég er sannfærður um að margir vildu kaupa kjötið eftir að hafa einu sinni bragðað það. Annað dæmi um fastheldnina er að ekki er hægt að fá lambaheila í einu lagi. Hausar skulu sagaðir sundur hvað sem hverjum finnst. Heilir lambaheilar soðnir yfir gufu þykja herramannsmatur í Frakklandi og hafa Frakkar spurzt fyrir um það hvort þeir gætu fengið heila frá Islandi. En það virðist ekki vera hægt.' Þrátt fyrir að við gætum nýtt það sem utan á hausnum er, jafn vel þó heilinn væri tekinn úr. En til þess að geta gert þetta þurfum við auðvitað að mennta fólk og það kostar peninga. Nú er hægt að fá mjög gott verð fyrir lambalæri í Danmörku. Þar kostar miðhluti úr læri 50—60 danskar (um 3 þúsund íslenskar) krónur kílóið út úr búð. Á sama tíma fáum við 9.50 krónur fyrir kílóið í hálfum og heilum skrokkum. Fólkið í kjötbúðunum er enn eitt sem þyrfti að athuga. Það vinnur bæði við að selja kjöt og eins að hluta niður skrokka. 1 allt of mörgum tilfellum er þetta fólk ófaglært og hefur litla þekkingu á þeirri vöru sem það er að meðhöndla. Oft er því kjötið eyðilagt eftir að það kemur i verzlanir. Þessu gera neytendur sér ekki grein fyrir og taka þvi sem að þeim er rétt, vegna þess að þeir hafa ekki þekkingu á því hvernig gott kjöt er. Ef neytendur hefðu þessa þekkingu skapaðist mun meira aðhald bæði á sláturhús og verzlanir," sagði Haukur. -DS. Sláturhúsin vandlega skoðuð „Aldrei litið á bflana hálfu auga” „Ég hef keyrt flutningabíl með kjöti núna i fjölda ára og aldrei hefur heil- brigðiseftirlitið svo mikið sem litið á bílinn hálfu auga. Þetta þykir mér furðulegt því að strangar reglur eru um hreinlæti i sláturhúsum en svo virðist mega fara hvernig sem er með kjötið eftir að það kemur út fyrir veggi þeirra. Frá þeim stað sem ég bý á er ekið með kjöt víða um sveitir og jafnvel alla leið til höfuðstaðarins. En engar kröfur eru gerðar til bílanna sem kjöt- inu er ekið i, né heldur til bilstjóranna. Enda sér maður kjöt oft hrottalega farið eftir flutninga. Þar sem bílarnir sem kjötið fer með eru í fæstum tilfell- um búnir frystirými þiðnar kjötið á leiðinni og þarf því að frysta það aftur er komið er á áfangastað. Lætur að líkum hvílík meðferð þetta er á mat.” Þetta voru orð eins af flutningabíl- stjórum landsins er hafði samband við Neytendasíðuna. Vegna starfs síns og félaga sinna vildi maðurinn ekki að nafnið sitt kæmi fram með þiessum orðum. - DS „Viðkomandi dýra- læknar sja um eftirlit — segir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir „Viðkomandi dýralæknar eiga að sjá um eftirlit á þeini bílum sem aka með kjöt á milli byggöarlaga. Það er kannski misjafnt, eftir því hver á heldur, hvað þetta eftirlit er nákvæmt en þar sem dýralæknar eru meira og minna í og við sláturhúsin alla slátur- tíðina tel ég ekki ástæðu til þess að efast um að eftirlitiö sé fyrir hendi,” sagði Páll A. Pálsson yfirdýralæknir er ' orð bílstjórans voru undir hann borin. „Það eru til mjög ákveðnar reglur um þrifnað i kringum matvæli, flutning jafnt sem annað. Ef kjötið er flutt ófryst verður það að hanga uppi, en sé það flutt fryst gilda ekki þannig reglur. Ef frosnir skrokkar hendast mikið til er auðvitað til í dæminu að bein brotni en það hygg ég aö sé sjaldgæft. Ef kjötið er flutt frosið gerir 8—10 tíma akstur því ekkert til. Ef fluttur er fullur bíll af kjöti linast frostið nær ekkert á þeim tíma. Bæði er að kjötið er tekið út úr allt að 30 stiga frosti og hitt að bílarnir eru vel þéttir. Það hefur verið margathugað að kjötið þiðnar nær ekkert í svona flutningum,” sagði Páll. -DS. „Þá fyrst yrði sláturkostn- aður mikill” — segir Halldór Guðmundsson sláturhússtjóri „Þessi maður veit greinilega ekkert hvað hann er að tala um. Ef við ætluð- um að koma upp húsnæði til þess að láta hanga þá 2 þúsund dilka sem við slátrum á dag þyrftum við að fimm- falda vinnslusalinn sem þegar er fleiri hundruð fermetrar,” sagði Halldór Guðmundsson sláturhússtjóri um orð Hauks. „Það er mjög misjafnt hvort fólk vill láta kjöt hanga eða ekki. Ég held að það sé ekki nema svona einn af hverjum tíu sem kærir sig um hangið kjöt. Og ættum við þá að stækka vinnslusalinn um fleiri þúsund fer- metra til þess að láta standa auðan nær allt árið? Þegar er talað um að sláturkostnaður sé mikill, en hvað yrði sagt þá? Um kálfakjötið er það að segja, að við vildum gjaman vinna það, en það er hreinlega ekki fyrir hendi. Fyrstu 3 mánuðirnir sem kálfar eru aldir eru þeir aldýrustu i lifi þeirra og jafnframt er verðið lágt. Ómögulegt er að ala kálfana á nokkru öðru en mjólk. Við skulum taka dæmi um 3 mánaða kálf sem vegur I mesta lagi 30 kíló. Fyrir hvert kíló fær bóndinn 605 krónur. 18 þúsund fyrir kálfinn. En búið er að ala hann á að minnsta kosti tveim kössum af mjólk sem kosta 11 þúsund hvor eða alls 22 þúsund. Bóndinn yrði því að borga með kálfinum. Til þess að hægt sé að framleiða lambsheila í einu lagi verður hvorki meira né minna en að breyta landslög- um. Núna má ekki aflífa kindur á ann- an hátt en að skjóta þær í gegnum heilann,” sagði Halldór. • DS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.