Dagblaðið - 06.11.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
5
Verkfallið í H.í. komið til framkvæmda:
Raðuneytið hefur sett fram
hugmynd um lausn deilunnar
— kennarar taka afstöðu til hennar í kvöld
„Jú, verkfallið kemur til framkvæmda
á morgun,” sagði Ólafur Jónsson, einn
af talsmönnum stundakennara við Há-
skóla íslands í samtali við DB í gær.
Samningafundur var haldinn á föstu-
daginn var með fulltrúum ráðuneytanna
og Háskólans. Að sögn Ólafs kom þar
fram hugmynd um mögulega lausn á
deilunni. „Við skoðuðum þessa hug-
mynd en hún er að ýmsu leyti óskýr og
ýmislegt sem þarfnast nánari útskýr-
ingar. Það verður haldinn fundur aftur á
morgun þar sem þessi hugmynd verður
væntanlega útskýrð nánar og síðan
verður hún lögð fyrir félagsfund annað
kvöld (þ.e. í kvöld, mánudag, kl. 20.30)
og þá ræðst hvort framhald verður á
verkfallinu.”
Ólafur sagði að á þessu stigi væri al-
veg ómögulegt að spá um framhaldið.
„Við þurfum betri skýringar en þvi fer
fjarri að gengið hafi verið að okkar lág-
markskröfum."
Stúdentaráð hefur skorað á alla stúd-
enta við HÍ að standa með stundakenn-
urum og félagsfundir hafa verið haldnir i
mörgum deildum Háskólans þar sem alls
staðar hefur verið Iýst yfir stuðningi við
stundakennara. Búast má við að kennsla
við Háskólann lamist að verulegu leyti
þessa viku ef framhald verður á verkfall-
inu. 1 mörgum deildum skólans er mjög
stór hluti kennslunnar borinn uppi af
stundakennurum. Á það einkum við um
heimspekideild og verkfræði- og raun-
Mundadeild. -GAJ
NÚ BJÓÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR
VERÐ KR. '6.900.-
Úlpan veitir Óla skjól.
íslenzk gæra er fáu lík.
stormar kallast stundum á
strítt um alla Reykjavík.
Að eiga starfsdag einn við sig
engra manna senditík,
vinna fáum veitist slik
né virðing lík í Reykjavík.
Víst eru þeir, sem vita meir,
en vizka er oft sem tildursflík.
Hvort eiga rík en andleg lik
itök slík í Reykjavík.
Ingólfur Jónsson hefur valið 30
af ljóðum sínum í bókina. Þekktast
ljóða hans er eflaust Bjart er yfir
Betlehem, sem víða heyrist í jóla-
mánuðinum. . JBP
Ljóðað
um Ola
blaða-
sala
Óli blaðasali Þorvaldsson er
fyrir löngu oröin þjóðþekkt per-
sóna. Og nú eru jafnvel skáldin
okkar farin að yrkja um Óla. I
Ijóðabók Ingólfs Jónssonar frá
Prestbakka, sem Almenna bóka-
félagið hefur sent frá sér er einmitt
þetta kvæði um Óla:
Ekki skal það undra mig,
þótt Óla líki vinna slík,
því blöð hann selur manna mest
og manna bezt í Reykjavík.
HEIÐRAÐAR FYRIR
GÓÐAR MÆTINGAR
Það er enginn vafi á að likamsrækt er
öllum holl, ungum jafnt sem öldnum.
Stökkbreyting hefur orðið á öllum
hollustuháttum landsmanna slðustu ára-
tugina og undanfarin ár hefur þeim
fjölgað mjög sem stunda likamsrækt i
ýmsu formi.
Júdódeild Ármanns i Ármúla 32 er ein
þeirra stofnana sem sinna llkamsræktar-
hlutverkinu og hefur gert f 20 ár.
Á dögunum heiðraði deildin fimm
konur fyrir frábærar mætingar á æfingar
siðasta vetur og fram til júníloka á þessu
ári. Allar mættu þær tfmanlega i hvern
einasta æfingatíma allt timabilið.
Á myndinni eru konurnar ásamt þjálf-
ara sínum. TaUð frá vinstri: Halldóra
Sigurðardóttir, Björg Jakobsdóttir,
Ásgerður Bjarnadóttir, Sigrfður
Lúthersdóttir þjálfari, Guðrún Svein-
bjarnardóttir og Sigrfður Sigurðar-
dóttir.
Formaður Júdódeildarinnar er Reimar
Stefánsson.
DB-mynd HV
l'ILBOl)
SEM ÞU GETUR EKKI HAFNAÐ