Dagblaðið - 06.11.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
9
mest sem gengið væri með lukt eftir
hleininni. En það hafa sjálfsagt bara
verið fljúgandi furðuhlutir á höttunum
eftir nánum kynnum af þriðju gráðu.
Hiö Ijúfa IH
Við urðum rétt að lita inn á eitthvert
veitingahús til að finna blæ af léttúðugu
lífi þeirra sem mega vera að því að sinna
lystisemdum holdsins. Við fórum inn á
Hótel Borg og bjuggumst ekki við að það
væri neitt kunnuglegt umhverfi fyrir
hinn langt að komna gest.
En strax i anddyrinu gekk hvíthærður
maður fram og spurði: „Er þetta ekki
Axel Thorarensen?” Og nú urðu fagn-
aðarfundir. Þvi þarna var þá Sigurjón
Eiríksson, í hálfa öld eftirlitsmaður vit-
anna, en hefur nú tekið að sér eftirlit
með yfirhöfnum þeirra sem drekka kaffi
á Borginni. Sigurjón hafði fyrst komið í
Gjögur þegar Axel var lítill strákur.
Seinna höfðu þeir málað vitann saman
og nú fullvissuðu gömlu mennirnir hvor
annan um að það treystu þeir sér til að
gera einu sinni enn.
Þegar við vorum loks komin til sætis
spurðum við Axel hvort hann langaði
ekki í staup af brennivíni.
„Brennivín!” hrópaði þessi heiðurs-
maður. „Það er það sem ég hef hatað
mest alla mína daga — enda veit ég ekki
nema ég yrði snarvitlaus af þvi.”
Á endanum fengum við okkur bara
molakaffi og ræddum um tengsl Gjögur-
búa við veröldina utan Stranda. Þeir lesa
dagblöðin vandlega og hlusta á útvarp
og sjónvarp.
Við spurðum hvað honum þætti
skemmtilegast í þessum fjölmiðlum.
„Mér þykir alltaf mest gaman að
Á áheyrendapöllum Alþingis. Gamla
veiðikempan af Ströndunum fylgist með
ræðu Árna Gunnarssonar um réttindi út-
lendinga til laxveiða hér á landi — af
miklum áhuga.
sagði Sigurður og tilgreindi daginn. „Þú
kemur bara fljúgandi. Það er ekkert
mál.”
Og enda þótt Axel hafi ennþá aldrei
notfært sér að flugvélar lenda reglulega i
túnfætinum á Gjögri (hann kom akandi
suður með syni sinum) þá lauk þessu tali
svo að hann var ekki aðeins búinn að
lofa að koma, heldur líka farinn að
hlakka til.
Og nú tókum við stefnu á Alþingis-
húsið. En illa gekk að komast yfir göt-
una, umferðin var alveg þrotlaus. „Þetta
er meiri strollan af bílunum,” sagði utan-
bæjarmaðurinn. „Ég er með lífið í lúk-
unum að það verði keyrt á okkur. Hvaða
erindi getur allt fólkið átt sisona?”
í musteri
stjórnvizkunnar
Loks gátum við sætt lagi og sloppið
yfir og litlu seinna vorum við á leiöinni
upp teppalagðan stigann að áheyrenda-
pöllum Alþingis. Við hvísluðumst á, þvi
hatíðleg stund var að renna upp. Axel
tók ofan húfuna, eins og allir eiga að
gera frammi fýrir þingheimi, og fór inn.
Heitt var í salnum, máske ögn mollu-
legt, og ekki allir þingmenn mættir en
Axel hlustaði af mikilli athygli á mál-
flutning Árna Gunnarssonar um rétt út-
lendinga til laxveiða á Islandi.
Eftir drjúga stund hurfum við aftur
frá.
Axel ætlaði að fara að setja upp húf-
una þegar ungur og vel klæddur maður
vatt sér að honum og spurði hlýlega: „Er
þetta ekki Axel Thorarensen frá
Gjögri?”
Jú, ekki var hægt að neita því.
„Ertu alltaf jafn slyngur að skjóta?”
Það lá við að Gjögurbóndi færi hjá
sér. „Ha, ég, hver hefur sagt þér að ég
fengist við svoleiðis?”
„Hann Kristján á Dröngum segir að
Axel er að reyna að koma þvl fyrir sig, hver sé þessi vel klæddi maður, sem er að spyrja hvort honum hati nokkuð förlazt
skotmennskan < seinni tið.
Mikið erum við
ísiendingar
ríkir og gæfusamir
Ekki var hægt að skiljast svo við mið-
bæinn að koma ekki niður að höfn.
Veggmynd Gerðar Helgadóttur á Toll-
húsinu vakti aðdáun gestsins, og hrifinn
varð hann lika þegar við komum niður á
bryggju, þar sem þrír hvalbátar lónuðu
hver utan á öðrum. Nú kom greinilegur
En sú strolla af bllum! Þetta er alltof mikið. Þeir rekast bara hver á annan. Jæja, hvað sagði ég ekki!
veiðiglampi í augun á okkar manni.
Hann trúði okkur fyrir því að oft hefði
hann látið sig dreyma um að leggja úr
höfn á einum slíkum. Hvað er það að
skjóta tófu og sel á móti því að skutla
stórfiska hafsins?
„Já, væri ég ungur, mundi ég ráða
mig á hvalveiðibát strax.”
En nú var kominn timi til að snúa
aftur upp á skrifstofur blaðsins. Á
leiðinni komum við þar að sem tveir
bilar höfðu rekizt á. Lögreglan var mætt
á staðinn og önnum kafin við að mæla
út staðinn þar sem óhappið hafði viljað
til. „Það eru ekki nema 30 eða 40 bílar í
hreppnum heima hjá mér,” sagði Axel
og vissulega sýndist það þá stundina
geta verið hagstæðara kerfi. „Betra að
fara varlega með dýran farm,” sagði
Bjarnleifur og fór nú óvenju gætilega
það sem eftir var leiðarinnar upp á blað.
Þar þurftu allir að heilsa upp á Axel
og heyra hvað hann hefði að segja um
höfuðborgina. Jú, hann var hrifinn. „En
hvað við íslendingar erum lifandis skelf-
ing rikir. Hugsa sér, að við skulum eiga
öll þessi hús, alla þessa bíla og öll þessi
skip.”
Og þótt þessi fulltrúi hverfandi lífs-
hátta hafi unað sér vel undanfarin 70 ár
án þess að fara út fyrir hreppinn sinn, þá
sagði hann við okkur þegar hann
kvaddi: „Það er bara reglulega gaman að
ferðast — þegar maður einu sinni er
kominn af stað!”
• IHH
þingmönnunum,” sagði hann og játaði,
að heima i sveitinni hitni i mönnum
blóðið þegar farið er að ræða um pólitík.
„En þótt það sjóði upp úr öðru hvoru
verða menn beztu vinir á eftir. Ég held
að hér fyrir sunnan rífist menn minna en
hatist dýpra.”
Svo spurði hann, hvort Óli Jó. væri
hættur að skjóta þúfutittlinga. Við
ákváðum að fara út i Alþingishús og gá.
Hótelstjórinn, Sigurður Gíslason, var
kvaddur með virktum. Ekkert fengum
við að borga, frekar en þetta væri í sveit-
inni, en hins vegar lagði veitingamaður-
inn fast að gesti sínum að koma aftur,
helzt á átthagamót Árneshreppsmanna
næsta vor. „Þeir eru búnir að panta,”
þú sért snilldarskytta.”
Nú datt ofan yfir Axel, því Kristján á
Dröngum lýgur aldrei. Hann áttaði sig
ekki strax á því hver það var sem hafði
tekið hann tali.
„Hefur þú nokkurn tíma komið i
Gjögur?” spurði hann.
„Já, já,” sagði Svavar Gestsson við-
skiptamálaráðherra, þvi sá var maður-
inn. „Manstu ekki þegar ég fékk loft í
dekkin á bilnum minum hjá þér?”
Svo jafnt I musteri stjórnvizkunnar
sem i salarkynnum léttlyndisins átti
Axel vinum að fagna. „En ósköp sýnist
mér þingmennirnir hafa það rólegt —
einn var að lesa Dagblaðið,” sagði hann,
þegar við gengum út.
Texti: Inga Huld Hákonardóttir.
Myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson
KSKUR
Suðurlandsbraut 14 g
Símar 38550 og 81344 }