Dagblaðið - 06.11.1978, Page 22

Dagblaðið - 06.11.1978, Page 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir TVÆR VUASPYRNUR NÆGEHIUVER- POOL EKKITIL AD SIGRA LEEDS! Evrópumeistarar Liverpool virðast vera að gefa eftir i 1. deildinni ensku. Á laugardag misstu þeir i fyrsta skipti á leiktímabilinu stig á heimavelli og það var ekki fyrr en niu mínútum fyrir leikslok i leiknum gegn Leeds að Liverpool tókst að jafna. Varamaður- inn Terry McDermott, sem komið hafði inn á fyrir Graeme Souness á 55. min. skoraði úr vitaspyrnu. 1-1. Fyrr i leiknum hafði Liverpool fengið aðra vítaspyrnu. Það var á 39. min. þegar Paul Hart, miðvörður Lceds, hélt David Johnson. Phil Neal tók spyrn- una en spyrnti knettinum i stöngina. Leeds náði forustu á 18. min. Phil Thompson ætlaði þá að gefa knöttinn aftur til markvarðar sins, Ray Clem- ence, en John Hawley náði knettinum, lék á Clemence og renndi knettinum i mark Liverpool. Þetta var sjöundi heimaleikur Liver- pool á keppnistimabilinu og i hinum fyrri sex hafði liðið skorað 20 mörk en aðeins fengið á sig eitt. Bob Paisley breytti ekki liði sinu — sama lið fimmta leikinn í röð, og fyrirliðinn Emlyn Hughes var því ekki með og McDermott varamaður. Leikmenn Leeds mættu mjög ákveðnir til leiks — gáfu leikmönnum Liverpool aldrei frið og leikurinn varð grófur. Fjórir leik- menn Leeds bókaðir í fyrri hálfleik, Paul Madeley, Paul Hart, Trevor Cherry og Tony Currie. Einnig David Johnson hjá Liverpool og í siðari hálf- leik Alan Hansen. 1 síðari hálfleiknum lagði Leeds allt kapp á að verjast og lengi vel virtist það ætla að heppnast. En niu mín. fyrir leikslok felldi Frank Gray Steve Heighway og dómarinn benti á víta- spyrnupunktinn. McDermott skoraði örugglega og jafnteflið varstaðreynd. Liverpool hefur enn tveggja stiga forustu þó liðið hafi aðeins hlotið eitt stig i síðustu tveimur leikjunum. Nott- ingham Forest og Everton gerðu jafn- tefli án marka á laugardag í Notting- ham. Þar slapp lið Forest enn einu sinni fyrir horn. Lék langt undir getu en eins og svo oft áður fékk Peter Shil- ton ekki á sig mark. Varði á hreint undraverðan hátt frá Trevor Ross — bezta manni Everton í leiknum. Framan af var Everton miklu betra liðið — leikmenn liðsins fljótari og léku betur. En Bob Latchford og Mickey Walsh fóru illa með tækifær- in. Rétt undir lokin fóru leikmenn Forest að sýna tennurnar. Hætta skapaðist þá við mark Everton. Tony Woodcock spyrnti knettinum yfir þegar léttara var að skora og á loka- mínútunni misnotaði John O’Hare opið færi. En Forest hafði líka heppn- ina með sér. Svarti bakvörðurinn Anderson bjargaði á marklinu, þegar Shilton kom engum vörnum við eftir skalla Latchford. Það var á 79. mín. eftir góða hornspyrnu Dave Thomas. Nottingham Forest lék þvi sinn 39. leik án taps — og liðin voru þannig skipuð: Forest: Shilton, Anderson, Burns, Lloyd, Bowyer, O’Neil, O’Hare, Gemmill, Woodcock, Birtles og Robertson. Everton: Wood, Darra- cott, Todd, Wright, Pejic, King, Dob- son, Ross, Walsh, Latchford og Thomas. Fyrirliðar liðanna, Mc- Govern, Forest, og Lyons gátu ekki leikið vegna meiðsla. Lítum þá á úrslitin. 1. deild Arsenal — Ipswich 4-1 A. Villa — Man. City 1-1 Bolton — Coventry 0-0 Huddersfield — York 1-0 Derby — Wolves 4-1 Northampton — Newport 3-1 Liverpool — Leeds 1-1 Portsmouth — Darlington 3-0 Man. Utd. — Southampton 1-1 Port Vale — Hartlepool 2-0 Middlesbro — Bristol C. 0-0 Rochdale — Crewe 2-1 Norwich — Tottenham 2-2 Scunthorpe — Reading 0-3 Nottm. For. — Everton 0-0 Föstudag: QPR — Chelsea 0-0 Stockport — Wigan 0-1 WBA — Birmingham 1-0 Það var lítið um mörk í 1. deildinni 2. deild — aðeins 21 — og í fjórum leikjum Bristol Rov. — Newcastle 2-0 var ekkert mark skorað. Burnley — C. Palace 2-1 West Bromwich Albion komst i Cambridge — Orient 3-1 Cardiff — Charlton 1-4 Luton — Leicester 0-1 Millwall — Oldham 2-3 Sheff. Utd. — Brighton 0-1 Sunderland — Stoke 0-1 West Ham — Preston 3-1 Wrexham — NottsCo. 3-1 Föstudag: Fulham — Blackburn 0-1 3. deild Blackpool — Sheff. Wed. 0-1 Brentford — Oxford 3-0 Chesterfield — Chester 3-1 Gillingham — Swansea 2-0 Hull City - Watford 4-0 Lincoln — Mansfield 0-1 Peterbro — Bury 2-2 Shrewsbury — Carlisle 0-0 Swindon — Southend 1 -0 Walsall — Rotherham 0-1 Föstudag: Colchester — Ply mouth 2-1 4. deild Aldershot — Grimsby 2-0 Bamsley — Wimbledon 3-1 Bournemouth — Torquay 1 -0 Doncaster — Bradford 2-0 Hereford — Halifax 2-2 þriðja sætið með sigri á Birmingham. Sigurinn aðeins 1-0 þrátt fyrir yfir- burði en leikmenn WBA voru þó langt frá sínu bezta — og Birmingham lék stífan varnarleik i þessum innbyrðisleik Birmingham-lið- anna. John Trewick skoraði eina mark leiksins á 25. mín. eftir undirbúning svertingjanna Laurie Cunningham og Cyrille Regis. Birmingham fékk fá tækifæri en Stewart Barrowclough átti þóað jafna í lok fyrri hálfleiks. Úrslitaliðin frá Wembley í vor í ensku bikarkeppninni, Arsenal og Ips- wich, léku á Highbury og þar náði Arsenal fram hefndum. Þó náði Paul Mariner forustu fyrir Ipswich á 14. mín. en Arsenal komst í 3-1 fyrir leik- hléið. Frank Stapleton skoraði þrívegis — öll mörkin með skalla — og Sammy Nelson, bakvörður fjórða mark Lund- únaliðsins. Leikurinn var ekki góður fyrir Irann snjalla, sem eitt sinn lék sem strákur hér á Melavelli, Liam Brady. Hann var bókaður og mis- notaði vítaspyrnu. Manch. City án þriggja sterkra leik- manna, Peter Barnes, Dave Watson og Colin Bell náði jafntefli 1 Birming- ham gegn Aston Villa, 1-1,1 skemmti- legum, opnum leik. En það var bið á mörkunum. John Deehan náði forustu fyrir Villa á 70. mín. eftir mikil mistök risans í marki City, Joe Corrigan. Fimm mín. síðar jafnaði Gary Owen úr vítaspyrnu, sem dæmd var, þegar McNaught braut á Mike Channon. Southampton lék Man. Utd. sundur og saman á Old Trafford en tókst þó ekki að ná nema jafntefli. Gordon Mc- Queen lék ekki með United — og framan af var sókn Dýrlinganna, frá- bærlega stjórnað af Alan Ball, þung. En Southampton skoraði ekki — og mjög gegn gangi leiksins tókst Jimmy Greenhoff að ná forustu fyrir United. í siðari hálfleiknum jafnaði Holmes og þar við sat — og þetta er þriðji leikur- inn í röð hjá Dýrlingunum, sem þeir hafa mikla yfirburði án þess að ná sigri. Fyrst tap gegn Arsenal, síðan jafntefli gegn Forest. Tottenham virtist stefna í góðan sigur i Norwich, þegar liðið komst i 0- 2 eftir 30 mín. Colin Lee og Peter Taylor skoruðu. En Norwich-liðið gafst ekki upp og þeim John Ryan og Martin Peters tókst að jafna. Gordon Hill og Ray McFarland léku með Derby á ný og liðið vann góðan sigur á lánlausu liði Úlfanna. Fyrrum Man. Utd.-leikmennirnir Gerry Daly og Gordon Hill komu Derby í 2-0 eftir 36 mín. Willie Carr minnkaði muninn í 2-1 á 54. mín. en Derby skoraði tvívegis lokakafla leiks- ins. Fyrst Bill Caskey, sem lék hér með Glentoran gegn ÍBV — fyrsta mark hans fyrir Derby — og siðan John Duncan á 85. min. Aðeins 20.600 áhorfendur voru — og í vesturbæ Lundúna voru aðeins 22.876 á leik QPR og Chelsea. Aldrei fyrr verið svo fáir á leik þessara liða. Ekkert mark skoraö — Busby átti skot í þverslá á marki Chelsea, og Walker jafnaði það hjá Chelsea. Stöðva varð leikinn i þrjár mínútur vegna slagsmála meðal áhorfenda. I 2. deild hefur Stoke náð þriggja stiga forustu. Vann góðan sigur í Sunderland með marki O’Callaghan. Crystal Palace tapaði í Burnley. Brennan og Fletcher skoruðu fyrir heimaliðið en Chatterton eina mark Palace. West Ham komst í 2. sætið með sigri á Preston. Lampart, Devons- hire og Cross skoruðu mörk West Ham en Thompson fyrir Preston. Malcolm Poskett skoraði eina markið og athygli vakti að Peter Ward var settur úr liði Brighton. Þá vann Leicester óvæntan sigur i Luton. Trevor Christie skoraði eina mark leiksins á 87. mín. — fyrsta mark Leicester eftir 570 min. leik. Paul Randall skoraði bæði mörk Bristol Rovers gegn Newcastle og Bristol-liðið hefur sigrað í öllum heimaleikjum sín- um. í 3. deijd er Shrewsbury efst með 23 stig, Watford hefur 22 stig og Swansea 21. 1 4. deild eru Wibmledon og Reading efst með 24 stig. Barnsley í þriðja sæti með 22 stig. Staðan er nú þannig: 1. deild Liverpool 13 10 2 1 36-6 22 Everton 13 7 6 0 15-5 20 WBA 13 7 4 2 28-13 18 Not. For. 13 5 8 0 15-8 18 Arsenal 13 6 4 3 23-14 16 Man. City 13 5 6 2 22-15 16 Man. Utd.. 13 5 6 2 20-19 16 Coventry 13 5 5 3 17-18 15 Tottenham 13 5 5 3 16-22 15 A. Villa 13 4 5 4 15-13 13 Bristol City 13 5 3 5 15-16 13 Leeds 13 4 4 5 25-19 12 Norwich 13 3 6 4 25-25 12 Middlesbro 13 4 3 6 17-17 11 QPR 13 3 5 5 10-14 11 Derby 13 4 3 6 16-26 11 Southampton 13 2 6 5 14-13 10 Ipswich 13 4-2 7 14-19 10 Bolton 13 3 4 6 18-26 10 Chelsea 13 2 4 7 15-26 8 Wolves 13 3 0 10 11-26 6 Birmingham 13 0 3 10 7-25 3

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.