Dagblaðið - 06.11.1978, Síða 24

Dagblaðið - 06.11.1978, Síða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. Hæsti vinnir^urinn í desember verða hæstu vinningarnir dregnir út. 9 fimm milljón króna vinningar eða samtals 45 milljón krónur á eiti númer. Endurnýjaöu strax í dag til að glata ekki vinnings- möguleikum þínum. 11. flokkur 18 @ 1.000.000.- 18.000.000.- 18 — 500.000,- 9.000.000.- 324 — 100.000.- 32.400.000.- 783 - 50.000,- 39.150.000,- 9.333 — 15.000,- 139.995.000,- 10.476 238.545.000,- 36 — 75.000- 2.700.000.- 10.512 241.245.000.- Við drögum 10. nóvember HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi! ÓPIÐ Verðlauna- mynd f rá Cannes 1978 Eramlag Breta á Cannes hátíðina 1978 var myndin The Shout, sem Jerry Skolimowski gerði. Á skömmum tima hefur þessi mynd hlotið töluvert umtal enda sérstæð að mörgu leyti. Myndin hlaut sérstök verðlaun dómnefndar í Cannes ásamt Cia Maschio sem Marco Ferri leikstýrði. Það er því ekki úr vegi að kynna þessa mynd lítillega fyrir les- endum ef vera kynni að hún yrði tekin tilsýningar hérálandi. Athyglisverð atburðarás Efni myndarinnar er byggt á sögu < m. Crossley sannfærir Anthony um kyngi- kraft raddbanda sinna. Kvik myndir Baldur Hjaltason eftir Robert Graves sem hann skrifaði 1926. Hún segir frá vistmanni á geð- veikrahæli sem telur sig búa yfir þeim hæfileika aö geta orsakað likamlegan skaða, jafnvel dauða, með því að öskra nógu hátt. í upphafi myndarinnar fylgjumst við með komu R. Graves til þorpsins Lamp- ton. Hann á að vera markaritari i cricketleik sem fara á fram milli þorps- búa annars vegar og svo starfsliðs og vistmanna geðveikrahælisins hins vegar. Hann er fulltrúi þorpsbúa en fulltrúi vistmanna er furðufugl sem nefnist Charles Crossley. Meðan á leiknum stendur trúir Crossley honum fyrir því að meðan hann dvaldist hjá frumbyggj- um Ástralíu lærði hann forn töfrabrögð þeirra. Nú hefði hann kraft til að geta drepið meðöskri einu saman. Einnig verður Crossley tíðrætt um vin sinn að nafni Anthony og konu hans Rachel. Áhrrfamáttur ... Crossley býður sjálfum sér til kvöldverðar á heimili þeirra hjóna, þar sem hann segir þeim sömu sögu og Graves. Anthony trúir þessu ekki svo Crossley fer með hann niður að strönd- inni til að sýna og sanna áhrifamátt óps- ins. Við þessi ósköp missir Anthony meðvitund og gamall fjárhirðir sem var ekki fjarri lætur lífið. Crossley nær smátt og smátt sterkum sálrænum tökum á Rachel svo Anthony einangrast. Hann fer að leita að uppruna töframáttar Crossley og að lokum finnur hann lausnina. Er það forn sjávarsteinn niður við ströndina sem inniheldur sál hans. Anthony fer niður að steininum en samtimis heimsækir lögreglan Crossley og ákærir hann fyrir morð. Hann ætlar að reyna að bjarga sér úr klipunni með því að öskra en Anthony hafði þá brotið steininn svo kraftur hans er þrotinn ... Þess vegna segir Crossley við Graves, endaði ég hér á geðveikra- hælinu með sál mina í fjórum hlutum. Þegar hér var komið sögu brestur á þrumuveður og rigning. Ofsahræðsla grípur Crossley og hann gengur ber- serksgang. Graves sér hvað verða vill og flýr þegar Crossley undirbýr sig til að beita töframættinum, ópinu, einu sinni enn. Það tekst þóekki því eldingu lýstur samtimis niður í skýlið þar sem hann er og verður honum að bana. Fjölhæfir listamenn Eins og lesa má býður efnisþráðurinn upp á mikla möguleika fyrir fjölhæfa listamenn. Og þeir eru ekki af verri end- anum. Alan Bates fer með hlutverk Crossleys af frábærri snilld, þótt um erf- itt hlutverk sé að ræða. Einnig leika í myndinni Susannah York, John Hurt og Tim Curry. Bretar urðu að leita út fyrir landstein- ana til að finna heppilegan leikstjóra. Fyrir valinu varð pólverjinn Skolimow- ski. Hann er okkur lslendingum ekki alveg ókunnur. M.a. var sýnd mynd hans Walkover í Fjalakettinum, kvik- myndaklúbbi framhaldsskólanna og svo Deep End í Háskólabiói 1974. 1 kvikmyndatímaritinu Sight and Sound er viðtal við Skolimowski sem Philip Strick tók. Þar er hann spurður hvað það var i sögunni sem heillaði hann. Hér fylgir lausleg þýðing á svari hans. Tvíræðnin „Það var tvíræðnin og hve efnið virtist fjarstæðukennt. Ég held að við séum umlukin tvíræðni; það sé hægt að sjá tvöfalda merkingu út úr öllu. Þú manst að ég byrjaði sem Ijóðskáld og gaf út 3 Ijóðabækur. Hugur minn var þjálf- aður eftir ljóðrænni linu. Þess vegna er ég óhræddur að víkja frá söguþræðin- um og fæ öryggiskennd ef ég hef efni sem reynir að láta þig trúa og vera vantrúað- an samtimis'. Hvað fáránleikanum við- vikur þá er hann einnig alls staðar um- hverfis okkur. Ég er aðeins að rannsaka hæfileika minn til að komast i snertingu við umhverfið. Hvor er fjarstæðukennd- ari Crossley eða umhverfið? Er hann geðsjúklingur vegna þess að hann er ekki „normal"? Hvernig ferðu t.d. að meta hvort tré sé „normal”? Svo mörg voru þau orð. Nú er að bíða og sjá til hvenær myndin berst til lands- ins. Hver veit nema hún verði sýnd á næstkomandi listahátið. • BH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.