Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.11.1978, Qupperneq 35

Dagblaðið - 06.11.1978, Qupperneq 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. 35 Nú ekki alls fyrir löngu var rokk- stjarnan Elton John á ferð um Kaup- mannahöfn og var erindið sagt, að hann Hér kaupir söngstjarnan stóra hljómplötu, en ekki fylgdi það sögunni með hverjum sú plata er. ætlaði sér að fara á fótboltaleik. Þegar Elton kom til Kaupmannahafnar var hann með derhúfu á höfðinu. Fjórum dögum seinna þegar hann kvaddi hina konunglegu borg hafði hann ekki tekið af sér húfuna nótt né nýtan dag. Tvær ástæður geta verið fyrir því að stjarnan gangi alltaf með húfuna. Sú fyrri, að hann hafi einhverja sérstaka ánægju af að hafa húfuna á höfðinu. Og sú seinni, að hárgræðslumeðferðin sem hann var í hafi misheppnazt. En svo er þó ekki, það hefur hann sjálfur sýnt. Að vera með skalla var eitt allsherjar- vandamál fyrir Elton John sem nú er 31 árs, en hann hefur getað bjargað þvi á einhvern hátt með derhúfum. Elton John er sagður gjörbreyttur maður á skömmum tíma. Hann er nú hættur að halda hljómleika, en hann er að vinna að stórri hljómplötu. Eiginlega þarf hann alls ekki að vinna meira, svo mikið af peningum á hann. Hann gæti lifað lúxuslifi það sem eftir er, ef hann kærði sig um. Elton John varð frægur 1970 þegar hann gaf út plötuna „Goodbye Yellow Brick Road” siðan komu plöturnar „Candle In The Wind” og „Captain Fantastic And The Brown Dirt Cowboy”. Móðir Eltons Johns hefur sagt að hennar stærsta ósk sé sú að Elton nái sér i fallega stúlku og gifti sig. Þann draum hefur hún nú gefið upp á bátinn. Elton John hefur í bandaríska músíktímaritinu „Rolling Stone” sagt frá þvi að hann sé kynvilltur og það hefur móðir hans nú orðið að viðurkenna. Elton John hefur sagt að hans æðsti draumur sé að vera óþekktur og geta gengið um göturnar eins og annað fólk, en ekki alltaf með eitthvert lið á eftir sér. Ég hef reynt að fara út, i dömufatnaði með hárkollu og í háhæluðum skóm, en ég þekktist þrátt fyrir það. Elton John litur út fyrir að vera einmana maður en hvort svo er er ekki gott að segja. Hann á orðið þó nokkuð marga klúbba í Englandi. Hann á fót- boltaklúbb í Los Angeles. Allt er hægt að kaupa fyrir peninga nema ánægjuna. En það er einmitt það sem Elton þyrfti helzt að kaupa. Hér er Elton með Kevín Keegan, fræg- um knattspyrnu- manni frá Englandi. ELTONJOHN OG DERHUFAN Það er ekki sama#NOVIS og novi/ saman UMBOÐSMENN HÚSGAGNAVERKSMIÐJU KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF STAÐUR Akranes: Akureyri: Blönduós: Bolungarvík: Borgarnes: Hafnarfjörður: Húsavík: Keflavík: Neskaupstaður: NAFN • Verzlunin Bjarg h.f. • Augsýn h.f. • Örkin hans Nóa • Trésmiðjan Fróði h.f. • Verzlunin Virkinn • Verzlunin Stjarnan • Nýform • Hlynur s.f. • Húsgagnaverzlunin Duus h.f. • Húsgagnaverzlun Höskuldar Stefánssonar STAÐUR Ólafsfjörður: Ólafsvík: Reykjavík Sauðárkrókur: Selfoss: Siglufjöröur: Stykkishólmur: Vestmannaeyjar: NAFN • Verzlunin Valberg h.f. • Verzlunin Kassinn • Kristján Siggeirsson h.f. • Híbýlaprýði • JL-húsið • Húsgagnaverzlun Sauðárkróks • Kjörhúsgögn • Bólsturgerðin • JL-húsið • Húsgagnaverzlun Marinós Guömundssonar Novis 2 samstæðan er þróun á Novis samstæðunni vinsælu. Með þessari breytingu skapast enn nýir möguleikar á uppröðun og nýtingu á þessari geysivinsælu vegg- samstæðu. Einn möguleikinn er sýndur á mynd- inni, hæðin er 155 cm. Lægri samstæða en venjulega. Komið og skoðið Novis 2. Biðjið um litprentaða myndalistann. f/\ KRISTJfiíl SIGGEIRSSOH argus LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.