Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. DB á neytendamarkaði Verzlaö fyrir 33 þúsund á hálftíma! „Nei, ég er ekki með neinn innkaupalista, við kaupum bara „eftir eyranu” i dag,” sagði Hafdís Finnbogadóttir sem vann mánaðarút- tekt fyrir sig og eiginmanninn i nóvember. Hafdis kaus að verzla í Hagkaupi í Skeifunni og við hittum hana og eiginmanninn, Steinar Sigurðsson, eftir að þau hjónin komu úr skólanum einn eftirmiðdaginn i síðustu viku. Hafdís og Steinar eru bæði við nám, hann á fyrsta ári i verkfræði og hún á öðru ári i Kennaraháskólanum. Haf- dís er ættuð frá Patreksfirði og fóru þau þangað i jólafriinu, tepptust þar vegna illviðris þar til í síðustu viku. Úttektin sem Hafdis og Steinar fengu i sinn hlut var upp á 42.978 kr., sem reyndist meðaltalskostnaður á þær tveggja manna fjölskyldur sem sendu inn upplýsingaseðla fyrir nóvembermánuð Upplýsingaseðill ungu hjónanna var langt undir meðaltalinu. Hann hljóðaði upp á 24.829 kr. eða 12.415 kr. á mann. Þannig voru þau með lægsta meðaltalið af tveggja manna fjölskyldunum og með þeim lægstu yfiralla linuna. „Þetta er nú eiginlega hnlfoort svindl með þennan nóvembcrbi ’ reikning hjá okkur því við vorum aö borða upp gamlar birgðir. Einnig erum við sennilega yfirleitt með Iægri búreikning heldur en gengur og gerist vegna þess að við fáum oft „pakka” utan af landi. Þar kennir ýmissa góðra grasa, t.d. þurfum við aldrei að kaupa okkur fisk,” sagði Hafdís sem kannaðist alls ekki við að hún væri eins sparsöm og seðillinn gefur til kynna. — Eins og áður sagði er hún ættuð frá Patreksfirði. Steinar er einnig utan af landi, frá Ólafsvík. Við fylgdumst meðungu hjónunum og spurðum um tilhögun á heimilis- haldinu hjá þeim. Við eigum eiginlega alltaf grænmeti til þess að búa til hrásalat,” sagði Hafdís. „Við drekkum ekki mikla mjólk, en borðum vanalega súrmjólk í morgunmat. Maður venst af því að drekka mjólk þegar maður er á heima- vistarskóla.” Þau kynntust í Menntaskólanum á Laugarvatni, þar sem þau voru skóla- systkin. „Það gat hreinlega ekki farið öðruvísi en að við giftum okkur." Það er nú bara heilmikið sem maður fær fýrir rúmlega 33 þúsund kr„ eða hvað? Ungu hjónin voru mjög þakklát fyrir vinninginn sinn og héldu á braut með „skottið” fullt af alls kyns matvælum og hreinlætisvörum. Iðnaðarhúsnæði Óskum eftir að kaupa 150—300 ferm iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkur- svæðinu undir léttan, snyrtilegan iðnað, má vera í smíðum. Uppl. um staðsetn- ingu, byggingarstíl, verð og fl. sendist til aagld. DB fyrir 21. jan. 79 merkt „GS—25”: sagði Steinar. Hann hafði þann starfa með höndum i leiðangrinum að aka vöruvagninum. Hann laumaðist stundum til að stinga einu og öðru ofan i körfuna. Meðal þess sem hann Hvað ætlar manneskjan að gera við allt þetta rasp? spurði ungi eiginmað- urinn. Það er gott að eiga nóg af raspi, sagði unga konan og lét sig hvergi. valdi var lambalifur. Hann sagðist hafa lesið á Neytendasiðunni að lifur væri svo holl að allir ættu að hafa hana á borðum hjá sér að minnsta kosti einu sinni í viku. Jú, hann getur verið duglegur við að hjálpa til við eldamennskuna. Hann verður líka stundum að gera það þvl hann er stundum búinn I skólanum á undan mér, sagði Hafdís. Og svo skrifarðu bara nafnið þitt við kassann, sagði Gestur Hjaltason verzlunar- stjóri i Hagkaupi við Hafdisi þegar búið var að raða i innkaupakörfuna. einustu krónu. Það er sennilega lítill sparnaður i þvi. En þá sér maður svart á hvitu í hvað peningarnir fara. Áður höfðum við ekki hugmynd um það, vorum bara alveg undrandi á hve miklu við eyddum. Það var fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fórum að skrifa allt niður,” sagði Hafdís. Nú er hálftiminn liðinn. Ýmislegt góðgæti var komið i innkaupakörfuna, meðal annars saltkjöt og baunir, sem ungu hjónin sögðu vera einn af eftirlætisréttum sínum. Og svo skildust leiðir á bilastæðinu og ungu hjónin héldu heimleiðis, hress og kát með vinninginn sinn i „skottinu”. —A.Bj. Ungu hjónin sögðust jafnan birgja sig vel upp á haustin af t.d. kjötmeti til vetrarins. Þau kaupa lambakjöt i heilum skrokkum en einnig kaupa þau hrossakjöt. „Þetta fer allt eftir því hverju maður venst frá blautu barns- beini,” sagði Hafdís. Þau eiga stóra frystikistu og stóran isskáp. Yfirleitt fara þau ekki i stórinnkaup nema einu sinni til tvisvar í mánuði, kaupa aðeins mjólk og brauð eftir hendinni. Sennilega þurfa þau ekki að fara i innkaup í bráð þvi á hálftima tókst þeim að fylla vöruvagninn og þegar búið var að leggja saman við kassann kom í Ijós að þau höfðu verzlað nærri því fyrir alla vinningsupphæðina eða fyrir rúmlega 33 þúsund. Við spurðum ungu hjónin hvort þeim fyndist til hægðarauka og sparnaðar að halda búreikninga. „Við höfum haldið búreikninga í tvö ár og höfum skrifað niður hverja Við þurfum lika að fá okkur banana. 13 y

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.