Dagblaðið - 15.01.1979, Side 28

Dagblaðið - 15.01.1979, Side 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. Halli, Laddi og Helgi hljóðríta hljómplötu Nýstárleg plata, að þeirra sögn HELGI, ööru nafni Björg- vin Helgi Halldórsson, tek- ur upp gítarsóló með aö- stoö svokallaös E-boga. Meö honum nær hann hin- um furðulegustu hljómum úr gítarnum. Laddi og upp- tökumaður plötunnar, Jón- as R. Jónsson, fylgjast með. Rétt er að minna á að Jónas vcrður hljóðstjóri á Stjöruumessunni á fimmtu- dag. DB-mynd Ragnar Th. ÁSGEIR TÓMASSON v/fjölda áskoranna sýnir FÁLKINN konsertinn aftur í kvöld JETHRO TULL Trufladur konsert á stærsta og fullkomnasta video landsins Konsertinn hefst kl. 1000 og vió vekjum athygliá því aó hann er svo til nýr — var hljóóritadur seinni part sumars þaó er upplagt að byrja kvöldið meó því að skreppa upp í PENTHÚS og ylja sér á sjóðandi heitum kaffidrykk MICKIE GEE sér umfjörið á dansgólfinu af sinni alkunnu snilld Jólaplötuflóðinu margum- rædda er ekki fyrr lokið en tón- listarmenn fara að hugsa sér til hreifings með vinnslu á þeim plötum sem verða sendar á markað í vor- og sumarbyrjun. Halli, Laddi og Helgi eru þessa dagana í Hljóðrita að taka upp plötu — ákaflega nýstárleg að þeirra sögn. „Við viljum helzt ekki Ijóstra neinu upp með þessa plötu að öðru leyti en þvi að hún er byggð upp sem konsertplata,” sagði Helgi er Dagblaðið leit inn í Hljóðrita. Helgi þessi hefur komið við á hljómplötu áður. Hann söng nokkur lög á fyrri Vísnabókar- plötunni. Einnig skemmti hann með Halla og Ladda í ferð Brimklóar um landið i fyrrasum- ar. Helgi heitir ekki bara Helgi. Fyrra nafn hans er Björgvin og hann er Halldórsson. Halli, Laddi og Helgi skemmtu einnig á Jólakonsert '78, sem Hljómplötuútgáfan hf. gekkst fyrir í desember síðast- liðnum. Þeir Laddi og Helgi — Halli var ekki viðlátinn — voru að því spurðir hvort platan yrði eitthvað lík þvi sem þeir gerðu á þeim konsert. Laddi varð fyrir svörum: „Jaá, hún er reyndar í svip- uðum anda .. .” Síðan greip hann fyrir niðurandlitið, hristi höfuðið og sagði út á milli fingr- anna: „Nú segi ég ekki meira.” Upptökur á plötu Halla, Ladda og Helga hófust á mánu- daginn var. Áætlað er að byrjað verði í síðasta lagi að syngja inn á hana í dag. Allri vinnu við plöt- una hérlendis á að vera lokið um mánaðamótin. Það er Hljómplötuútgáfan hf. sem gefur hana út. Hljómsveitin Brimkló sér um allan undirleik. Laddi og Helgi voru að lokum að því spurðir hvort tónlistin á plötunni væri innlend eða er- lend. „Við blöndum þessu saman,” svaraði Laddi. „Við verðum með fimm eða sex frumsamin lög. Annars stefnum við að því að verða með að minnsta kosti fjór- tán lög á þessari plötu. Við höfum meira að segja orðið að stytta lög til að koma þeim öllum örugglega fyrir.” -ÁT- HALLI, LADDI og HELGI á Jólakonsert ’78 I desember siðast- liðnum. Að sögn Ladda verður platan I svipuðum anda og framlag þeirra á konsertinum. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.