Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 1
iriálst, úháð daghlað r Spenna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Aberandi glímuskjálfti forystumanna flokksins —stirt milli Gunnars og Geirs íalmennum umræðum ígær — blaðamanni DB vísað úr húsi — sjá bls. 6—7 5. ARG. — LAUGARDAGUR 5. MAI1979 — 101. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMCLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Hætt að Kenda smáhumr- inum - verðurallur hirtur og verðlagður ístað þess að henda honum dauðvona Nú hefur sjávarúlvegsráðu- neylið ákveðið að allur humar skuli hirtur og færður að landi á vertiðinni i sumar sem hefst 21. maí, eða um svipað leyti og undanfarin ar. Hingað til hefur humri með styttri hala en 7 cm verið hent i þeirri von að.hann lifði af að koma um borð og næði að vaxa áfram. Að sögn Þórðar Eyþórs- sonar, fulltrúa i ráðuneytinu, '■irðist þessi endurheimta mun minni en haldið var. Með tilliti til þess, og einnig að smáhumarinn er markaðsvara, var áðurnefnd ákvörðun tekin. Verðið er ekki enn ákveðið. Kvótinn í ár verður 2500 tonn, eða svipaður og undanf irið. Verða veiðar stöðvaðar að hon- um fengnum þótt það verf i fyrir 15. ágúst, sem rr lokadagu . Þá er bátum nú gert sk> It að ísa allan aukaafla i kassa þar sem humarveiðitúrar standa yfirleitt i 3 sólarhringa og ver íðin er yfir heitasta tínia ársins. Við leyfisveitingu í fyrra var út- gerðarmönnum tilkynnt uin eildistöku þessara ákvæða nú. - GS Bensínið í 256 krón- ur í dag Bensínlitrinn hækkar í dag úr 205 krónum í 256 krónur. Verðlagsnefnd samþykkti þessa hækkun á fundi i gær og var hún síðan staðfest í rikisstjórn. Verðlagsnefnd gerði einnig samþykktir um hækkun á verði gasolíu og svartoliu en þær hækk- anir hlutu ekki staðfestingu rikis- stjórnar strax. Má búast við þeim ínæstuviku. - HH íslenzkra lyftinga- kappa £ — sjá bls. 27 Feiknalegt óratórí ^ — sjá bls. 12 Jón L. skrif- ar um skák — sjábls.8—9 Akranes: Bátsþjófarn- irfundnir Tveir sautján ára strákar á Akranesi hafa nú viðurkennt að hafa stolið plastbáti úr höfninni á Akranesi og skilað honum aftur á samastað. DBgreindi frástuldin- um fyrri vikunni. Strákarnir tóku bátinn, sem er nýr plastbátur, og tóku kúrsinn á höfuðborgina. Þangað komust þeir klakklaust og brugðu sér í bæinn og á rúntinn. Síðan var stefnan tekin til sama lands og komust þeir aftur til Akraness þrátt fyrir að veður væri verulega tekið að versna. Þeir lögðu bátnum síðan í höfninni. Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi voru þeir heppnir að skaða sjálfa sig ekki á þessu flani. Eitt- hvað mun Bakkus hafa hjálpað til í ferðalaginu. Strákarnir brutust inn í bátinn. og skemmdu nokkuð og eyði- lögðu auk þess startara hans. - JH Skrá yf ir vinninga í happdrætti DAS -sjábls.24 n \i Slökkviliðsmenn hjálpa íbúum hússins niður af svölum en mikinn reyk lagði upp ganga eins og sjá má á minni myndinni. DB-myndirSv. Þorm. BruniíSkálagerði: FÓLKIBJARGAÐ AF SVÖLUM Eldur kviknaði i geymslum hússins að Skálagerði 7 i Reykjavík síðdegis i gær. Slökkviliði var tilkynnt um eldinn kl. 17.42 og var komið á staðinn fjór- um mínútum síðar. Mikill reykur var í kjallara og stiga- gangi hússins. Reykkafarar fóru strax inn með háþrýstikúta og opnuðu glugga til ioftræstingar. Brunaverðir hjálpuðu fólki niður af svölum hússins en þar hafa verið um 10 manns. Að sögn varðstjóra slökkviliðs- ins voru viðbrögð fólksins hárrétt. Fólk leitaði út á svalir í stað þess að reyna að komast í gegnum rey! jarkófið i stiga- ganginum. Ekki er vitað um eldsupptök. Skemmdir urðu nokkrar af hitaog reyk en brunaskemmdir ekki miklar. Þó brunnu milliveggir úr tré í geymslum og ýmislegt dót. Slökkvistarf tók rúman klukkutíma. - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.