Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAl 1979.
3
Plastpoka-
menn
— og plastpokakonur
2672-7626 skrifar:
Tilefni þess að ég drep niður penna
er grein sem fór ákaflega i skapið á
mér og birtist í Vikunni nýlega og bar
heitið Fráskildar konur og menn með
plastpoka. Vona ég að þessar línur
fái inni i Dagblaðinu þvi skyll er
skeggið hökunni.
Þar er fyrst til að taka að ég er frá-
skilinn faðir tveggja barna sem ég hef
haft hjá mér að mestu. i viðtölum i
greininni er talað um erfiðleika ein-
stæðra mæðra fjárhags- og félags-
lega. Nú, hvernig í andsk...? Eg veit
ekki betur en karlmaður sé oftast nær
skilinn eftir á kúpunni við skilnað,
konan hirðir íbúðina og karlmaður-
inn þarf að borga stórfé mánaðarlega
i meðlög.
Þær tala um biturð sína fyrir skiln-
að sem afsökun þeirra fyrir hrotta-
legri meðferð á manninum. Ætli kon-
an hafi einkarétt á að vera bitur?
Hafa ekki efni á
að skemmta sér
Og að karlmaður sé yfirleitt búinn
að koma sér upp viðhaldi fyrir skiln-
aðinn er tóm tjara. Eða það gæti eins
verið að konan ætti sér viðhald sem
flytti inn með plastpokann þegar
eiginmaðurinn er burt rekinn úr íbúð-
inni sem hann hefur verið búinn að
koma upp með ærinni fyrirhöfn. Og
ætli skýringin á þvi hvað lítið er af
fráskildum karlmönnum á skemmti-
stöðum sé ekki einfaldlega sú að þeir
hafa ekki éfni á því vegna fjárútláta
til fyrrverandi eiginkonu og að þeir
leggi nótt við dag við að byggja á ný
upp framtíð sina sem fyrrverandi
ciginkona eyðilagði með „ábyrgðar-
tilfinningu og andlegum styrk”.
Nógaf
blóðpeningum
Það er eðlilegt að fullt sé af frá-
skildum konum á skemmtistöðum.
Þær hafa sina ibúð og nóg af blóð-
peningum frá fyrrverandi eigin-
manni. Hvað einlifið snertir hef ég
ekki trú á að karlmaðurinn sé verr i
stakk búinn en konan. Ég var t.d. án
konu að mestu i 5 ár, þá flutti til mín
kona og bjó með mér á annað ár.
Ekki gæti ég hugsað mér að kalla
Erfiðleikar
einstæðra mæðra
Hana, hér hefurðu svo þennan plastpoka þinn
hana konu með plastpoka. Eru þessir
plastpokamenn ykkar ekki gömul
viðhöld frá því i hjónabandinu sem
þið eruð orðnar leiðar á og varpið út
á gaddinn eins og eiginmanninum
áður?
Rauðsokkafýla
Það er leiðinleg rauðsokkafýla af
þessari viðtalsgrein allri en ég vona
>amt að konan haldi áfrarn að vera
kvenleg, en sækist ekki meira en
orðið er eftir þvi að verða karlmaður.
Að visu losnuðuð þið þá að mestu við
plastpokamenn, en aumingja þið að
ætla að leysa likamleg og félagsleg
vandamál með víbrator. Verði ykkur
að góðu. En heldur trúi ég að erfitt
reynist að rabba við hann um daginn
og veginn að lokinni notkun.
Skyldu þeir hræðast sannleikann?
Helgi skrifar:
Rudolf Hess varð 85 ára nýverið og
hefur nú setið í fangelsi fyrir skoðan-
ir sínar i um hálfa öld, sem er eins-
dæmi i allri mannkynssögunni. Það
sem gerir þessa pyntingu gamla
mannsins, sem er fárveikur, enn verri
er að hann var fangelsaður er hann
var að leita friðar hjá óvinum sínum
á móti vilja stjórnar sinnar. Amnesty
International lætur þetta afskipta-
laust enda virðist sá félagsskapur
einkasamtök gyðingavaldsins sem
notar síðan sakleysingtn vmissá
þjóða undir fölsku yfirskin Rússar
þora ekki einu sinni að leytu nánustu
ættingjum gamla mannsins að heim-
sækja hann. Hinir fyrrverandi
bandamenn þykjast vilja sleppa Hess
en öllum er ljóst að hugur fylgir ekki.
máli, og eru bliðyrði þeirra einungis
loddaralegur áróður gegn Rússum
því að þeir vita að almenningur í
heiminum er búinn að fá nóg af
skepnuskapnum. Bandarikin geta
þvingað Rússa til að sleppa njósnur-
um og stórglæpamönnum i hundr-
aðatali, en þegar um Hess er að ræða
þá má ekki þrýsta meira en svo á, að
sem mest áróðursgildi fáist, brosa
síðan og tala um mannréttindi.
Það getur ekki verið nein raun-
veruleg ástæða fyrir hinum ómann-
lega glæp fyrrverandi bandamanna
gegn þessum háaldraða sjúklingi og
friðarsinna önnur en sú að Hess
hefur vist aldrei yfirgefið sannfær-
ingu sína sem nasisti. Hess var ritari
Hitlers frá byrjun en átti nána vini
meðal bandamanna. Hefur hann þvi
yfir óvenjulegri sögulegri þekkingu
að ráða, og mætti búast við vegna
sannfæringar hans, að hann mundi
segja sannleikann, eins og hann sér
hann, fengi hann tækifæri til þess.
Skyldu slikar upplýsingar koma illa
við þann heilaþvott sem hefur verið
viðhafður síðastliðna hálfa öld?
Ég skora á íslenzk stjórnvöld að
berjast fyrir þvi að Rudolf Hcss lai
að lifa við frelsi siðustu daga ævi
sinnar.
• /
CHRÝSLER
af nSufíI
qODGE'
o O
f SUÐURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454
érg-1979‘
LAUGARDAGS-
MARKAÐUR1979
V
ASPEN SE 4 dr........1977
ASPEN SE 2 dr........1976
, ASPEN Custom 4 dr...1976
JjJ IDART Custom 4 dr....1973
/ Swinger..............1972
PLYNIOUTH Volaré Premier
station árg. 1977, ekinn 23
þús. km, sjálfsk.
SIMCA 1508 GT......1978
SIMCA 1508 S.......1978
SIMCA 1307 GLS.....1978
SIMCA 1508 GT......1977
SIMCA 1508 S.......1977
SIMCA 1307 GLS.....1977
SIMCA 1307 GLS.....1976
SIMCA 1100 LE......1977
Volaré Premier 4 dr........1978
Volaré Custom 4 dr.........1978
Volaré Custom 2 dr.........1977
Gold Duster................1974
Valiant 4 dr.................1974
MATRA SIMCA RANCHO
árg. 1977, ekinn 21 þús. km.
Stórglæsilegur bill á góðu
verói.
PLYMOUTH Volaré Premier
4 dyra árg. 1977, ekinn 19
þús. km, sjálfskiptur.
Pfáss fyrir góóa bífá í
Chrysfársaínum.
HONDA Civic.......1977
HONDA Civic.......1976
MAZDA 818 coupé árgerð
1978, ekinn 11 þús. km.
Silfurgrár. Segulband.
VILTU SEUA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA?
MERCEDES BENZ 300 D
sjálfskiptur......1976
MERCEDES BENZ240D
sjálfskiptur......1975
Chevrolet Impala..1974
Chevrolet Nova....1974
Chevrolet Camaro..1970
Ford Fairmont Futura.1978
Ford Fairmont station .... 1978
Mercury Comet Custom. . . 1974
FIAT 128......... 1978
FIAT 128......... 1974
FIAT127......... 1973
SAAB 99 2.0 L.....1974
VOLVO 142 ....... 1971
WILLYS JEEP m/blæju. . . . 1964
DATSUN pickup.....1977
DATSUN pickup.....1976
VWpickup..........1974
DODGE Double Cab pickup . 1973
CHRYSLER
iinmm
OPIÐ KL. 10-171DAG, LAUGARDAG
SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -
jjLILlíIjl
Spurning
dagsins
Hver heldurðu að
verði næsti
formaður Sjálf-
stæðisfíokksins?
Stefán Gunnlaugsson eftirlitsmaður:
Ég get ekki sagt um það. Mér finnst
breyting hins vegar æskileg og kemur
þá nokkur annar en Albert til greina?
Magnús Óskarsson vélgæzlumaður: Ég
veit það ekki. Ætli það verði ekki
Albert.
Ragnar Jónsson, vinnur hjá I.ÍÚ: Ég
geri frekar ráð fyrir því að Geir standi.
Már Sveinbjörnsson tæknifræðingur:
Albert. Ég held að hann sé það vinsæll.
Páll Kristjánsson flugmaður: Ég veit
það ekki. Eru ekki allir orðnir
kommúnistar? Ég vildi helzt að Albert
yrði formaður.
Helgi Þorleifsson, sjómaður og bóndi:
Það veit ég ekki. Ég er ekkert inni í
pólitík.