Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1979. ' * Litiðinná lands- fund Sjálfstæöis- flokksins: SPENNA í LOFTINU v —fyrir formanns- og varaf ormannskjör—stirðleikar milli forystumanna Það var spenna í loftinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins i gær. Formanns- og varaformannskosningar flokksins, sem fram fara í dag, voru ofarlega í hugum manna og fylkingar Geirs Hallgrímssonar flokksformanns og Alberts Guðmundssonar, fyrsta þing- manns Reykvíkinga, og Gunnars Thor- oddsens varaformanns tilbúnar í slag- inn. Fyrir landsfundinum liggja breyting- ar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokks- ins auk framtíðaráætlunar næstu tveggja áratuga og stefnumarkandi áætlana um fjölmörg mál. En í al- mennum umræðum á landsfundinum snerist málið ekki nema að litlu leyti um þessi efni. Þar mátti greina glímu- skjálfta toppanna. Matthías í slaginn Fyrstur reið á vaðið Matthías Bjarnason alþingismaður Vestfirðinga og lýsti því yfir að hann gæfi kost á sér til varaformannsembættis flokksins. Það verða þvi þrír menn sem keppa um embættið, Matthías, Davíð Oddsson borgarfulltrúi og Gunnar Thoroddsen, núverandi varaformaður og formaður þingflokksins. Matthías greindi l.á því að hann hefði beðið með að tilkynna þessa á'.vörðun sína þar til á landsfundi, þar sem hann væri réttur vettvangur, en ekki fjölmiðlar. Hann sagði að fyrst í stað hefði hann verið fráhverfur fram- boði en eftir þrýsting manna úr öllum kjördæmum hefði hann tekið þessa ákvörðun. „Hvort sem ég verð kjörinn, eða mér hafnað, verð ég áfram sami sjálfstæðis- maðurinn,” sagði Matthías. „En ljóst er það, að forysta Sjálfstæðisflokksins verður að vera samtaka og forystu- menn verðaaðgeta talaðsaman.” Stirt milli Gunnars og Geirs Jakob Hafstein bar fram þá fyrir- spurn hvort Gunnar Thoroddsen vara- formaður hefði boðizt til þess að víkja fyrir ákveðnum manni úr sæti varafor- manns og með því sýnt drengskapar- bragð. Geir Hallgrímsson svaraði fyrirspurn Jakobs og sagði að svo hefði ekki verið. Gunnar Thoroddsen sté einnig í pontu og var áberandi hve ávarp hans vakti mikla athygli. Menn sem voru frammi í anddyri komu inn í salinn og hlýddu á varaformanninn og fékk hann gott hljóð. Gunnar hóf mál sitt með tilvísun til síðustu kosninga. „Ég taldi brýna nauðsyn að ná samstöðu innan flokks- ins eftir kosningar,” sagði Gunnar. ,,Við Geir Hallgrímsson áttum sam- ræður um það að við reyndum að ná samstarfi innan þingflokksins. Ég átti frumkvæði að þeim viðræðum en mér til mikillar sorgar náði þetta ekki fram að ganga. /Sumir þingmenn treystu sér ekki til að standa að kosningu minni til for- manns þingflokksins. Ekki var heldur tekið tillit til óska Alberts Guðmunds- sonar við nefndakjör. Vitanlega hljóta störf flokksins að bera keim af því er svona fer. Þegar landsfundur nálgaðist var mér ekki fast í hendi að vera í kjöri til vara- formanns flokksins. Ég viðraði það i Gunnar Thoroddsen í ræðustóli, en við hlið hans situr Geir Hallgrfmsson formaður. Gústaf B. Einarsson: STYÐ ALBERT ,,Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður Alberts Guðmunds- sonar til formannskjörs,” sagði Gústaf B. Einarsson, starfsmaður Tollvöru- geymslunnar. Gústaf B. Einarsson. Jón Sólnes: Styð Gunn- ar og Geir „Trompið kemur í ljós á sinum tíma,” sagði Jón Sólnes. ,,En ég sé ekki betur en það sé einhugur og vöxtur í þessu öllu saman. Ég styð eindregið núverandi foringja flokksins, Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen.” Jón Sólnes. HVER HLYTUR HNOSSIÐ? — fulltrúar á landsf undi Sjálfstæðisf lokksins spurðir um afstöðu til formanns- og varaformannsefna Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisfiokksins fylltu Sigtún i gær. Þessi landsfundur er haldinn á 50 ára afmæli flokksins og er að mörgu leyti sérstæður vegna harðra kosninga i embætti for- manns og varaformanns Sjálfstæðisfiokksins. Um þessar stöður keppa nú fimm menn, Geir Hallgrímsson og Albert Guðmundsson um for- mannsembættið og Gunnar Thoroddsen, Matthias Bjarnason og Davið Oddsson um vara- formannsembættið. Dagblaðið ræddi við nokkra fulitrúa í gær um mikilvægustu málefni landsfundarins og for- manns- og varaformannskjörið. - JH Davíð Oddsson: Birgir ísleifur Gunnarsson: Getum ekki gengið út með gamla foringja „Efnahagsmálin ber hæst og þá endurreisn sem nú á sér stað,” sagði Davið Oddsson sem er í framboði til varaformannskjörs. „Mörkuð verður hér stefna sem mun eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðar- innar. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot. En hugur manna beinist að foringja- málunum. Ég tel rétt og nauðsynlegt að fá yngingu i Sjálfstæðisflokkinn eins og í öðrum flokkum. Ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn geti ekki gengið út með gamla forystumenn frá þessum landsfundi. Flokkurinn verður þá hlægilegur um allt land. Það þarf kjark til þess að endumýja sig. Ég tel augljóst að formaður verði endurkjörinn. Albert á hins vegar rétt á að vera í kjöri og er ekkert um það að segja.” Darfð Oddsson. Landsf undarins að ákveða „Mikilvægustu málefni landsfundar- ins eru þríþætt,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi. ,,í fyrsta lagi er það forystukjörið, í öðru lagi skipulag flokksins og i þriðja lagi mörkun stefnu til næstu framtiðar og lengri tíma, hvernig flokkurinn vill móta stefnu til næstu 20 ára. Landsfundurinn verður síðan sjálfur að ákveða formanns- og varafor- mannskjör. Ég tel ekki rétt að gefa mönnum neinar leiðbeiningar í þessum efnum í fjölmiðlum.” Birgir tsleifur Gunnarsson. Davíð Scheving Thorsteinsson: STYÐ NÚ- VERANDI FORMANN Davið Scheving Thorsteinsson. „Mikilvæ'gast er að rædd verði í hreinskilni Vstefna allra sjálfstæðis- manna,” sagði Davíð Scheving Thor- steinsson, „endurreisn í anda frjáls- hyggju. Ég styð eindregið núverandi for- mann flokksins en ég held að það sé mjög gott að fá þessa kosningu um embættin og að við komum sterkari út en nokkru sinni fyrr. Ég er ekki eins reiðubúinn að tjá mig um varaformanninn. Framboð nafna míns tel ég þó ekki í alvöru fram sett. En varaformannskjörið ræðst af for- mannskjörinu. Nauðsynlegt er að for- maður hafi við hlið sér varaformann sem hann getur unnið með. Það má síðan hver skilja það svo sem hann vill.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.