Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAt 1979.
5
Akranes:
HVER FLYT-
UR SJÚKA
OG SLEKK-
URELDA?
— eftirl.okt.
Allt er nú á huldu um það hver flytur
veika Akurnesinga og hver slekkur eld í
húsum bæjarbúa eftir 1. október í
haust. Lögreglan hefur annazt þessi
störf en hefur sagt upp vinnu sinni við
þau frá og með þeim degi og ætlast, að
sögn Magnúsar Oddssonar bæjar-
stjóra, til þess að bærinn taki við.
Upphaflega voru uppi áætlanir um
að vakt yrði komið á allan sólarhring-
inn á lögreglustöðinni frá og með 1.
marz síðastliðnum. En vegna niður-
skurðar á fjárlögum reyndist ekki unnt
að standa við þær áætlanir. Þá var
fyrirhugað að komið yrði upp vakt eins
manns á lögreglustöðinni og sæi hann
um að kalla út lögreglu og slökkviliðið
Ný klukka
á torgið
í sumar
Klukkan á Lækjartorgi er eins stór
þáttur bæjarlífsins í Reykjavík og
Tjörnin. En í vetur og vor hefur hún
valdið fólki, þá sérstaklega strætis-
vagnafarþegum, ama með því að vera
annaðhvort stopp eða vitlaus. Á ný-
legum fundi borgarráðs var samþykkt
að fela SVR að sjá um klukkuna.
Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR var
spurður að því hvað fyrirtækið hygðist
gera við klukkuna góðu.
„Verkið í klukkunni er orðið mjög
lélegt. Því er komið fyrir í húsi Haralds
Árnasonar og þar eigum við ekki að-
gang nema stundum og stundum.
Verkið er knúið áfram með rafgeymum
sem verður að hlaða og gengur það
ekki lengi á hverri hleðslu. Við höfðum
hugsað okkur að láta flytja verkið í
sumar þegar við förum í nýja húsið við
Hafnarstræti. En ætli raunin verði ekki
sú að við skiptum hreinlega um klukku.
Við eigum klukku frá Hlemmi sem er
mjög svipuð útlits og í lagi.”
eftir því sem hann teldi þurfa. Lög-
reglumenn voru hins vegar mjög á móti
því að óviðkomandi aðili væri á stöð-
inni. Einnig kæmi til greina að menn
hringdu beint heim til slökkviliðs-
manna eins og þeir gera nú til lögreglu-
manna þegar ekki er vakt á stöðinni.
Það þykir hins vegar lakari kostur þar
sem meira öryggi fylgir því að geta
hringt í sama símanúmerið í hvers kyns
neyðartilfellum.
Bæjarstjórnin á Akranesi á nú í
samningum við ríkið um það hvaða
lausn verði fundin á vandanum og
sagðist Magnús Oddsson telja mjög lík-
legt að farsæl lausn fyndist í tíma.
DS.
Klukkan gamla góða á Lækjartorgi er
að syngja sitt síðasta.
— En var ekki ætlunin að koma upp
klukku á Hlemmi?
„Jú og það verður gert, ég held að
óhætt sé að segja á þessu ári. Hlemm-
urinn hefur verið mikil fjárfesting og
því hefur klukkan verið látin biða að-
eins,” sagði Eiríkur.
DS.
„FEGURÐARSAM-
KEPPNI” HJÁ FÁKI
— stærsta góðhestasýning í sumar
Hestamannafélagið Fákur efnir til
nokkurs konar skrautsýningar gæðinga
og knapa á skeiðvelli félagsins á sunnu-
daginn kl. 15. Hvorki meira né minna
en 180 gæðingar koma þar fram og
verður þetta þar með langstærsta góð-
hestasýning sumarsins.
Verður þetta firmakeppni í tveim
flokkum, knapar innan 15 ára í öðrum
og eldri í hinum. Ekki verður um kapp-
reiðar að ræða heldur verður samspil
hests og knapa metið og frammistaða
hvors um sig. Aðgangur verður ókeypis
fyrir alla.
Fimm manna dómnefnd mun sjá um
mat gæðinganna, sem væntanlega
munu margir taka þátt í hópreið Fáks
að Hlégarði í Mosfellssveit 6. maí nk.
sem er árlegur viðburður. Þar þiggja
knapar kaffi hjá kvenfélagskonum.
- GS
ASMUNDUR TIL ASÍ
Á fundi miðstjórnar ASÍ fyrir
skömmu var samþykkt samhljóða að
ráða Ásmund Stefánsson hagfræðing
sem framkvæmdastjóra ASÍ.
Ásmundur mun taka við því starfi 1.
ág. næstkomandi. - HP
Ekkert er flutt út af fiski þessa dagana — en ástandið er vandræðalaust ennþá. DB-mynd Ragnar Th.
Birgðir fiskafurða ílandinu:
„Enn engin hætta á skemmdum”
— þrátt fyrir farmannaverkfallið
„Það hefur ekki komið til neins
vandræðaástands ennþá,” sagði Bene-
dikt Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, í viðtali við DB um stöðuna í
flutningum og birgðum af frystum fisk-
afurðum vegna farmannaverkfallsins.
„Það er verið að taka þetta saman en
lauslega áætlað er talið að nú séu
jbirgðir um 16 þús. tonn.”
Benedikt sagði að enn væri engin
hætta á að afurðirnar skemmdust, það
væti langt í það og til væru nægar
birgðir af fiski hjá t.d. Coldwater í
Bandaríkjunum.
„Það getur allt hins vegar breytzt á
skömmum tíma en til Bandaríkjanna
fóru tvö skip skömmu fyrir verkfall og
eru að koma þangað núna.”
- HP
BREIÐHOLTSSUNDIÐ
Það verður mikið um að vera í
Breiðholtinu í fyrramálið. Þá verður
efnt til mikillar íþróttahátíðar hjá
Breiðholtsskóla.
Strax kl. 9.30 hefst knattspyrnu-
keppni á milli Breiðholtsskóla og
Ölduselsskóla og að þeim leikjum
loknum verður víðavangshlaup.
Leikirnir og hlaupið fara fram á
íþróttavellinum við skólann.
Eftir hádegið verður fimleikasýn-
ing í iþróttahúsi skólans og síðan
verður körfuknattleikur. Þá verður
kl. 15 keppt í fyrsta sinn í sundi á
milli Breiðholtsskólanna allra, þ.e.
Breiðholts-, Fella-, Hólabrekku- og
Ölduselsskóla. Sundið hefur verið
nefnt Breiðholtssund og verður það
árlegur viðburður héðan i frá.
Sá skóli sem hlýtur flest stig í sund-
keppninni fær bikar til varðveizlu í
eitt ár.
—SSV.
Laugardag 5. maí kl. 16.00
OLOFRUINprófessorfrá Stokkhólmi: „Svensk uni-
versitets- och högskolepolitik” Fyrirlestur.
Sunnudag 6. maí kl. 15.00
Erik Larsen, forstööumaöur Listiðnaöarsafnsins í
Kaupmannahöfn leiðbeinir um listiðnaöarsýninguna í
sýningarsölum Norrœna hússins.
Sunnudag 6. maí kl. 16.00
Danski rithöfundurinn OLE SARVIG: „Moderne
malerkunst”. Fyrirlestur.
VERIÐ VELKOMIN NORRÆNA
HUSIÐ
' "...... '
Flóamarkaður
-
verður haldinn í Félagsheimili JC — Breiðholt
við Krummahóla, laugardaginn 5. maí og
sunnudaginn 6. maífrá kl. 2—7 báða dagana.
Ótrúlegt úrval af alls konar vörum, svo sem
fatnaði, leikföngum og öðrum góðum munum.
Allt á gjafverði.
JC — Breiðholt