Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1979. 7 Albert Guðmundsson (t.v.) í skrafi við flokksbrxður sína. DB-myndir Hörður. viðræðum við Geir Hallgrímsson að ég drægi mig til baka og Albert Guðmundsson kæmi i staðinn. Þetta fékk ekki hljómgrunn. En við verðum að halda áfram að reyna að ná sameiningu í flokknum. Við verðum að reyna að jafna ágrein- inginn og ég mun beita mér fyrir því að samstaða náist. Um framboð Matthíasar Bjarnason- ar er ekkert að segja. Við verðum að sýna samstöðu, ekki i orði, heldur í verki.” „Á ekki síður heiðurinn" ,,Ég ætla ekki að fara að deila við Gunnar Thoroddsen um frumkvæðið að samtölum okkar sl. sumar eða haust,” sagði Geir Hallgrímsson er hann svaraði Gunnari. ,,Ég tel mig ekki síður eiga þann heiður en Gunnar. En það er ekki aðalatriðið. Ég beitti mér fyrir því,” sagði Geir, ,,að ekki kæmi fram mótframboð gegn Gunnari í stöðu formanns þingflokksins. Eftir því var farið. Eftir þær kosningar hefði verið hægt að fara eftir þeim leikreglum að menn létu deilur niður falla að kosningum loknurn. Ég átti síðan frumkvæðið að viðræðum við Gunnar fyrir landsfund, um valddreifingu, sem Gunnar hafði gagnrýnt fyrir nokkrum árum . . .” Blaðamanni vísað úr húsinu Þegar hér var komið sögu var blaða- manni Dagblaðsins vísað úr húsinu. Sigurður Hafstein sá ekki ástæðu til þess að teknar yrðu niður fréttir af fundinum. Blaðamanni DB var vísað úr húsi á þeim forsendum að hann er ekki landsfundarfulltrúi. Þvi varð ekki mótmælt. —JH. Jakob Hafstein: Þýðingarmikið aðfábreytingar „Það er ákaflega mikUvægt að fá breytingar á þann veg að Albert Guð- mundsson verði formaður,” sagði Jakob Hafstein. „Albertereini maður- inn sem nær af okkur þeirri skattpín- ingu sem við búum við. Skipulagsmál og uppbygging innan- rikismála Sjálfstæðisflokksins eru mikilvæg þannig að við getum að lokn- um þessum fundi komið fram sem sterk eining í sátt og samlyndi.” ■<-------------< Jakob Hafstein. JÓNAS HARALDSSON en af og til sló þögn DB-myndir Hörður. Mikil' ys og þys var í Sigtúni þegar landsfundurinn stóð þar yfir í gær á tnannskapinn. 17. júní nefnd í Reykjavík: Þórhildur sagði sig úr nefndinni — Þórunn Sigurðardóttir í hennar stað — lítið f jármagn til nef ndarinnar 17. júní nefnd var nýlega skipuð og samkvæmt tilskipun borgarráðs var Þórhildi Þorleifsdóttur falið að kalla nefndina saman. Þórhildur sagði sig hins vegar strax úr nefndinni og sagði i viðtali við DB að það hefði verið misskilningur að birta hennar nafn í tengslum við nefndina. í stað Þórhildar var Þórunn Sigurðardóttir leikari valin í nefndina og falið að kalla hana saman til starfa. Þórunn sagði að hún væri aðeins nýlega komin inn í nefndina og gæti hún lítið um störf hennar sagt. Nefndin verður væntanlega kölluð saman til fyrsta fundar á mánudag. Þórunn sagði að nefndin myndi sjálf kjósa sér formann eftir að hún kæmi saman. ,,Ég vona aðeins að við getum haft sæmilega barnaskemmt- un,” sagði Þórunn. „En fjármagnið er mjög lítið, eða 10 milljónir króna, sem nefndinni er ætlað. Við verðum því að athuga alla möguleika og leggja okkar dagskrá upp og sjá síðan í ljósi þess hvað hægt er að gera.” - JH 17. júní í Reykjavík: Hætt er við að hátíðahöldin í sumar verði sviplítil — enda aðeins 10 milljónir í sjóði. - Ys og þys var i Grindavíkurhöfn nokkrum dögum fyrir þorskveiðibannið 1. mai er þessi mynd var tekin. DB-mynd Ólafur Rúnar. Grindavík: VERTIÐ A UPPLEIÐ Þrátt fyrir að vertíðin í Grindavík skili nú liðlega 21 þúsund tonnum af bolfiski eða nær helmingi minna en árið 1971 telst hún til góðra tíðinda. í fyrra fengust ekki nema liðlega 12 þús- und tonn og var það lélegasta vertíð allra tíma í Grindavík miðað við sókn- arþunga. Af aflanum nú voru nær 15 þúsund og 500 tonn þorskur og voru aflahæstu bátarnir Kópur GK, undir stjórn Jóhannesar Jónssonar, með 10.030 tonn, og Vörður ÞH, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, með 944 tonn, miðað við 1. maí. Báðir skip- stjórarnir eru ungir menn. Mun betri gæftir voru nú en i fyrra og voru alls farnar 2748 sjóferðir á móti 2162 í fyrra. Heildarþyngd loðnu og loðnu- hrogna, lönduðum í Grindavík í vetur, var nær 16 þúsund tonn. —GS/Ólafur Rúnar. Kappreiða- hjóli stolið , röstudagskvöldið 27 apríl \ar kappieiðahjóli slolió á L..,xs- gótu. I Ijolið, sem hvarf á milli kl. 19.30 og 20, er snjóhvitt að lit og kostar um 300 þús. krónur. Hjól- ið er af Peugeot-gerð. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hjólið eru beðnir að hafa samband við Rannsóknarlögregiuna. Aðeins munu vera til þrjú sltk hjól í Revkjavík. -QAJ ... Paösíukórinn á Akursyri heimsækir ReykjrWk: Fiytur ,Árstíðir' í Háskólabíói Á morgun hyggst Passíukórinn á Akureyri flytja tónverkið ,,Árs- tíðirnar” eftir Josef Haydn í Há- skólabíói kl. 14. Fyrirhugað var að kórinn flytti verkið í Háteigs- kirkju 1. maí en vegna samgöngu- örðugleika varð ekki af því. 1 Kórinn flutti verkið i heild, í fyrsta skipti hérlendis, á Tónlist- ardögum á Akureyri um siðustu helgi við góðar undirtektir. Ólöf Harðardóttir syngur sópran, Jón Þorsteinsson tenór, Halldór Vil- helmsson bassa og Kammersveit aðstoðar. Stjórnandi er Roar Kvam.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.