Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1979. 11 nóvember 1977, fór Heyerdahl og tíu manna alþjóðleg skipshöfn til þess að sanna að Súmerar hefðu til forna get- að útbreitt menningu sína með því að nota vel haffær sefskip. Gat það verið satt, eins og haldið hefur verið fram í vísindaritum, að sefskipin í Mesópótamíu hefðu aðeins verið not- uð til flutninga á fljótum og ám? Eða gátu þau flotið eins lengi og papírus- skip Egyptanna, nógu lengi til þess að- leggja að baki langar sjóferðir? Sjóferð Tígris-skipsins Með aðstoð arabískra verkamanna og nokkurra sefbátasmiða frá Titi- caca-vatni í Bólivíu smiðaði Heyer- dahl eftirlíkingu af sefbáti, byggða á myndum frá tíð Súmera. Báturinn var gerður úr bardi-sefi sem grær í mýrum í írak, þar sem fljótin Efrat og Tígris falla í Persaflóann. w Á þessu myndarlega skipi, byggðu úr sefgrasi, sigldi Heyerdahl frá Persa- flóa alla leið til indus-dalsins í Pakistan. Thor Heyerdahl ræðir málin við tvo af áhöfn sefbátsins Tígris sem sést i bak- grunninn. Sólþurrkað sefið var bundið í þykk knippi og þegar það blotnar verður það hart eins og kaðlar. í sjóferðinni á Tigris strönduðu þeir einu sinni og rétt sluppu við árekstur við gríparstórt olíuskip á hinum fjölfömu siglingaleiðum á Persaflóa, en tókst einhvern veginn að sleppa alla leið til Indus-dalsins í Pakistan, þar sem fjölmenn menn- ingarbyggð var til forna. Þeir héldu síðan yfir Arabíuhaf og inn í mynni Rauðahafs, en þar fékk ferðin nokkuð snöggan endi, i Dji- bouti í apríl í fyrra. „Tígris-báturinn var enn ágætlega haffær og hefði getað haldið mun lengra,” sagði Heyerdahl. En styrj- öldin milli Sómalíu og Eþíópíu varð til þess aðaðrar hafnir í Rauðahafinu voru þeim lokaðar. Heyerdahl ákvað að láta hér við sitja og sem áhrifamikil mótmæli brenndi hann skip sitt, sem mótmæli við styrjöldum yfirleitt. Samt sem áður hélt Heyerdahl fast við þá skoðun sína að leiðangurinn hefði náð takmarki sínu, sem var að sanna að skip Súmera um 3000 fyrir Krist hefðu getað verið nothæfir far- kostir í útbreiðslu menningar milli Afríku, Mesópótamíu og Indus-dals- ins. „Hvað viðvíkur leiðöngrum af þessu tagi verður þetta minn síðasti,” sagði Thor í viðtalinu. ,,Ég veit ekki um nein heimshöf, sem ég get tekizt á við í þessu sambandi, og mér vitan- lega eru ekki neinar bátagerðir til, sem ekki hafa verið reyndar af öðrum i svipuðum tilgangi. Ég hef hrakið margar kerlingabækur og með gerðum mínum komið af stað mikilli umræðu. Og vísindin þurfa á um- ræðu að halda.” Núna vinnur hann að kenningum sinum um vöggu menningarinnar og hvar hún kunni að hafa staðið. Hann hefur reynt að setja saman nýjar uppgötvanir um forna manna- bústaði á Möltu og í Bahrain og tengja þá við mannabústaði í Nílar- dalnum og í Mesópótamíu. „Siglingafræði og þekking á -kipa- smíðum hefur haft mikil áhril á líf manna og siglingar. Það sem við þurfum að komast að er, hvaðan fólk lagði upp í ferðir til þessara staða.” f' " ■"< Viðhorf á haf réttarráðstefnu Á fundi hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem nú er nýlokið í Genf, snerust umræður að mestu um þrjú efni. Réttarreglur um meðferð hins alþjóðlega hafsvæðis og al- þjóðastofnun, sem ætlunin er að setja á stofn til að nýta það svæði, reglur um skilgreiningu ytri marka landgrunnsins og reglur um skiptingu hafsvæðis og landgrunns milli nálægra ríkja. Mál þessi eru öll mjög athyglisverð, en þó skipta tvö þau síðarnefndu íslendinga mestu. Landgrunn utan 200 mflna Vinnubrögð á hafréttarráðstefn- unni eru með þeim hætti, að tillögur allar eru óformlegar og engar at- kvæðagreiðslur fara fram, en niður- stöður eru fengnar með mati for- manna umræðunefnda á því hvað telja megi að almenn samstaða náist um. Við upphaf ráðstefnunnar lá fyrir texti um landgrunnið og ytri mörk þess fengin með þessum hætti, sem segir að það skuli ná til botns og botnslaga neðansjávarsvæða, sem teygjast út fyrir landhelgi í eðlilegu framhaldi af landinu til endimarka landgrunnsins. Þó skal landgrunn ekki ná skemmra út en 200 mílur frá grunnlínum. í þessu ákvæði eru mikilvæg ákvæði mjög óskýr og þá einkum hvað átt er við með hugtökunum „eðlilegu framhaldi af landinu” og „endimörk landgrunnsins”. í þeim tilgangi að ráða bót á þessu hafa írar lagt fram tillögu um, að endimörk landgrunnsins verði skilgreint svo, að það nái til landgrunnsstöpuls, land- grunnsbrekku og landgrunnshalla. Mörk landgrunnsbrekku og land- grunnshalla eru nefnd brekkufótur og segir i tillögum íra að þangað skuli endimörk landgrunnsins ná, sem þykkt setiaga á botni sé að minnsta kosti 1% af fjarlægðinni til brekkufóts. Rússneska tillagan írska tillagan hefur hlotið umtals- verðan stuðning einkum meðal strandríkja, en einnig mætt andstöðu hjá öðrum. Menn hafa einkum bent á þá galla, að víðátta og þykkt setlaga sé mjög misjöfn og tilviljunum háð, auk þess sem erfitt sé að afla nákvæmra upplýsinga um þau. Þá telja sumir, að tillagan leiddi til of víðáttumikils landgrunns. Rússar hafa lagt fram tillögu til málamiðl- unar, sem að hluta til er byggð á þeirri irsku og er ætlað að draga úr vanköntum hennar. Rússar leggja til, að ríki eigi tvo valkosti um mörkun landgrunns; með setlagaviðmiðun með samahættiogiírskutillögunni, eða með þvi að draga mörkin 60 míl- ur frá brekkufæti. Þrátt fyrir þetta ákvæði mega þó endimörk land- grunnsins ekki liggja utan annað hvort 300 mílna frá grunnlínupunkt- um landsins eða 60 mílna frá 2500 metra dýptarlínu og virðast ríkin eiga val um hvor viðmiðunin er notuð. Þó má ekki nota viðmiðunina um 60 mílur frá brekkufæti þegar um neðansjávarhryggi er að ræða. Rúss- neska tillagan virðist nú vera sú til- laga, sem mestar líkur eru á, að geti orðið grundvöllur samkomulags. Réttindi á Reykjaneshrygg Niðurstöður í þessum efnum geta haft mikla þýðingu fyrir íslendinga einkum hvað varðar réttindi á Reykjaneshrygg. Reykjaneshryggur er óumdeilanlega í eðlilegu frani- haldi af íslensku landi. Álitamálið er hve eignaréttur okkar nær langt suður cftir honum og er fróðlegt að athuga live langt hann næði eftir ákvæðum rússnesku tillögunnar. Á Reykjaneshrygg eru engin setlög, sem teljandi eru. íslendingar hlytu því að nota viðmiðunina um 60 mílur frá brekkufæti. Nú orkar það tvímælis hve langt suður eftir hryggnum brekkufótur nær, en í skemmsta lagi mun hann ná 100 mílur út fyrir 200 mílna mörkin. íslendingar fengju samkvæmt því 60 mílna svæði beggja megin hryggjarins frá brekku- fæti og fyrir endá hans og næði þá svæðið 160 mílur út fyrir 200 milur. Ef brekkufótur yrði talinn ná lengra til suðurs en áður greindi, lengdist svæðið sem þvi næmi^ Þar með erum við komnir út fyrir þær 300 mílur frá grunnlínu, sem rætt er um í rússnesku tillögunr.i. Hins vcgar er langt í 2500 metra dýptarlínu, en eins og áður greindi heimilar rússneska tillagan ekki að nöta þá viðmiðun urr, hryggi. Sérákvæðið um hryggi er ulkomið af viðleitni til að koma í veg fyrir, að ríki geti teygt landgrunnsréttindi langar leiðir á haf út eftir neðan- sjávarhryggjum og er það að sönnu réttmætt að setja takmörk þar á. En í dæmi íslendinga á Reykjaneshrygg hefði sérákvæðið þaú áhrif, áQ réttarstaðan yrði verri en ef um almennt landgrunn væri að ræða, enda gætu ríki samkvæmt rússnesku tillögunni í mörgum tilvikum farið út fyrir 300 milur frá grunnlinum með landgrunn sitt. Þótt eðlilegt sé, að ríki hagnist ekki á tilvist hryggja í þessu efni. þá er óeðlilegt að þau séu verr seli fyrir þa sök. Sérákvæði rússnesku 'illögunnar un. hrvggi er þvi ófullnægjandi sem rétiarrcgla og óaðgengilegt fyrir Islendinga. Ákvæði um endimörk landgrunns- ins geta einnig varðað Islendinga um ré’tarstöðu á Rockall svæðinu. Þar hafa írar og Bretar áform um að teygja sín botnsréttindi allt aQ 600 mílur á haf út. Færeyingar telja sig einnig eiga þar réttindi. Réttarstaðan þarna er flókin og reynir einnig á reglur um skiptingu milli nálægra ríkja, sem nú verður vikið að. Skipting milli ríkja Miklar umræður urðu á hafréttar- ráðstefnunni um reglur um skiptingu réttinda milli ríkja, þar sem hags- munir rekast á, einkum þar sem skemmra er á milli þeirra en 400 milur. Ágreiningur í þessu efni hefur einkum snúist um það, að hve miklu leyti skipting á að ráðast af sann- girnissjónarmiðum og að hve miklu leyti af miðlínureglu. Samstaða hefur verið um, að skipting skuligerðmeð samningum og við samningagerðina skuli hafa hliðsjón af öllum aðstæð- Kjallarinn FinnurTorfi Stefánsson um sem máli skipta. Og sanngirnis- sjónarmið og miðlína skuli nefnd í textanum, en ágreiningurinn hefur snúist um það, hvert skuli vera vægi siðastgreindu atriðanna. Jan Mayen Niðurstaðan um þetta efni getur haft verulega þýðingu fyrir íslend- inga m.a. í væntanlegum samningum við Norðmenn um málefni Jan Mayens. Miðlína við Jan Mayen ligg- ur nokkuð fyrir innan 200 milna mörk okkar. Hins vegar er eyjan óbyggð og ekki skilyrði þar til að reka sjálfstætt efnahagslíf. Tillit til sanngirnissjónarmiða gæti því ekki leitt til annars en íslendingar héldu fullum 200 milum þarna. En fleira kemur til. í uppkasti hafréttarsáttmálans er ákvæði um, að klettar, sem ekki geta haldið uppi mannlífi og haft sjálf- stætt efnaha'gslif fái ekki efnahags- lögsögu né botnsréttindi. Jan Mayen er að sönnu eyja, en getur ekki vegna veðurfars og íslaga haft sjálfstætt efnahagslíf frekar en hún væri klett- ur. Það orkar því mjög tvímælis hvort Jan Mayen eigi að fá efnahags- leg hafsréttindi yfirleitt. Ef þannig yrði litið á, og svæðið yrði talið alþjóðlegt fengju íslendingar auk 200 milna efnahagslögsögunnar veruleg botnsréttindi á Jan Mayen s\æðinu, auk afskiptaréttar af veiðum annarra þjóða þar. Grænland Vægi sanngirnissjónarmiðanna i texta hafréttarsáttmálans getur haft víðar þýðingu fyrir íslendinga. íslendingar hafa dregið mörk sinnar efnahagslögsögu við Grænland eftir miðlínu. Grænlendingar hafa hins vegar ekki lýst yfir efnahagslögsögu nema norður að 67. breiddargráðu, sem liggur um Vestfirði. Strönd Austur Grænlands er litt byggð, hafnir fáar og ókleift að stunda útgerð þaðan sökum íslaga, og er það sennilega skýringin á þvi, að þeir hafa ekki séð ástæðu til að taka sér efnahagslögsögu á norðurslóðum. Nú er það i sumum tilvikum bagalegt fyrir íslendinga að geta ekki veitt fyrir utan miðlínu við Grænland. íslenska loðnan fer þannig stundum út fyrir þá línu á flakki sínum um hafið. Það er því álitamál hvort íslendingum sé ekki kleift á grund- velli sanngirnissjónarmiða, að öðlast veiðiréttindi utan miðlínunnar, að því leyti sem Grænlendingar hafa ekki skilyrði til að hagnýta þau sjálf- ir. Grænland er fyrir tengsl stn við Dani í Efnahagsbandalagi Evrópu. Hugsanlegt er, að Efnahagsbanda- lagið taki upp á þvi að senda úthafs- flota á þessi mið og kæmi þá upp ný staða í málinu, sem íslendingar þurfa að vera á varðbergi fyrir. Finnur Torfi Stefánsson alþingismaður ,,Ef svæðið yrði talið alþjóðlegt, fengju íslendingar auk 200 mílna efnahagslög- sögunnar veruleg botnréttindi á Jan Mayen svæðinu, auk afskiptaréttar af veiðum ann- arra þjóða þar.” V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.