Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 28
Keflavík: FÉKK HEIÐURSBORGARINN 6 MILU. FYRIR EKKERT? Úthlutun þriggja lóða í^JCeflavík til handa Karvel ögmundssyni frá Njarðvík hefur vakið reiði margra. í nýútkomnum Suðurnesjatíðindum er aðalfyrirsögnin: „VÍÐA KEMUR KARVEL VIÐ — fær andvirði 6 milljóna kr. fyrir ekki neitt”. Þar segir að Keflavikurbær hafi látið Karvel Ögmundsson útgerðar- mann og heiðursborgara hafa þrjár byggingarlóðir án þess að hann greiði gatnagerðargjald og auk þess fellt niður vangreiddan fasteignaskatt upp á hálfa aðra milljón. Allt þetta fái Karvel fyrir ekki neitt. Steinþór Júlíusson bæjarritari var spurður um málið: „Árið 1971 keypti bærinn land af rikinu,” svaraði hann. „Áður hafði ríkið leigt nokkrum mönnum þetta sama land til ársins 1983. Karvel var hins vegar ekki með þess háttar leigusamning. En á uppdráttum sem við áttum var merkt að hann ætti þarna 41 hektara lands. Nú, byggt var á þessu landi án þess að rætt væri við Karvel. Hann hafði hins vegar í höndunum þing- lýsta yfirlýsingu frá Varnarmáladeild ríkisins, sem tekið hafði landið eignarnámi vegna flugvallarins, að þarna ætti hann land. Sú yfirlýsing var þinglýst í Hafnarfirði, að mig minnir 1973. Karvel gerði þá kröfu að bærinn léti hann hafa í skaðabætur 4 bygg- ingarlóðir. Við hins vegar létum hann hafa lóðirnar þrjár og eftirgjöf af gjöldunum. Tvær af lóðunum þrem eru á svæði sem erfitt hefur verið að úthluta. Þeim hefur nokkrum sinnum verið úthlutað en menn ævinlega skilað þeim aftur. Ein lóðanna er hins vegar í hverfi sem nú er verið að byggja. AUar lóðirnar fékk hann án þess að greiða gatnagerðargjöld. Það gatnagerðargjald sem hann hefði greitt hefði orðið hálf fimmta milljón og skuldirnar voru hálf önnur. Þannig fá Suðurnesjatíðindi út tölu sína. En það gleymist að á landi Karvels er nú farið að byggja hús. Fyrir þau hús komi gatnagerðargjöld og önnur gjöld sem kannski hefðu ekki komið fyrr en 1983 ef ekki hefði verið hægt aðsemja,” sagði Steinþór. -DS 11,5% vextir af orlofsfénu Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu félagsmálaráðherra um hækkun ársvaxta á orlofsfé laun- þega úr 5% í 11,5% fyrir orlofs- árið sem nú er að enda. Þetta eru enn býsna lágir vextir en ávöxtun orlofsfjárins fer að öðru leyti til að greiða kostnað við starfrækslu orlofsdeildarinn- ar, reikningshald, skil og inn- heimtu. Ákvörðun um hækkun byggist á hagkvæmum samningum sem hafa verið gerðir við Seðlabank- ann, að sögn félagsmálaráðherra. Jafnframt hefur verið gefin út reglugerð sem leggur þá skyldu á herðar póstgiróstofunni aðgreiða launþegum út allt sitt orlofsfé þegar þeir hyggjast fara i sumar- frí, jafnvel þótt skil hafi ekki borizt á því fé frá launagreið- anda. -HH Misjafnlega lítið ánægð- ur í pólitík — segir Jónas r Arnason „Orðinn?” spurði Jónas Árna- son alþingismaður (AB) þegar DB spurði hvort hann væri orðinn leiður á pólitik. „Maður hefur verið misjafnlega litið ánægður i pólitikinni,” sagði Jónas. Jónas hyggst ekki verða i fram- boði í næstu kosningum. „Helzt ætla ég að skrifa sem mest af leik- ritum og bókum,” sagði hann um fyrirætlanir sínar. „Yngsti sonur okkar af fimm börnum verður stúdent í vor. Það þýðir að það, sem inn kemur fyrir ritstörf, mun draga lengur til framfærslu en áður. Ég hef auk þess haldið réttindum til kennslu. Ég hef áður skipt um,” sagði Jónas Árnason. „Ég var einu sinni blaðamaður, hætti þvi, sem var gæfuspor, fór á sjóinn og i kennslu og skrifaði bækur. Ég hafðiekkiilltafþvi.” Jónas sagðist hafa verið Iasinn um skeið en það kæmi ákvörðun þessari ekki við þótt víst væri ró- legra að sitja við skrifborð. HH BSRB' 55-60% KJÖRSÓKN — talning hef st á mánudag „ Við höfum ekki nákvæmar tölur en dæmi eru um kjörsókn frá 80—90% á litlum stöðum og jafnvel dæmi um 100% kjörsókn. Á stærri stöðunum eru víða um 60% búnir að kjósa á staðnum og ég mundi gizka á að kosningaþátt- takan væri 55—60% yfir línuna,” sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, er Dagblaðið hafði samband við hann rétt fyrir kl. 18 igær. Hann sagðist reikna með að talning gæti hafizt í dag hjá einhverjum bæjar- starfsmannafélögum en hjá ríkisstarfs- mönnum þarf hins vegar að stefnasam- an öllum kössum áður en talning getur hafizt og væri stefnt að því að það gæti orðið á mánudag en Haraldur sagðist telja það vafasamt þar sem viða væru miklir samgönguerfiðleikar. - GAJ GREIND 0G VÍKKUN VITUNDARINNAR DÝRU VERDIKEYPT „Sá sem vill taka þátt í þessu nám- skeiði veit hvað hann fær mikið í staðinn, aukna greind, meiri vellíðan, auk þess sem vitund hans stækkar og vikkar,” sagði Sturla Sighvatsson, ábyrgðarmaður Tiðinda íslenska ihugunarfélagsins, í viðtali við DB í gær. Tilefnið var að í fréttabréfinu er auglýst hálfsmánaðar námskeið í haust á einhverju sveitahóteli og á það að kosta 720 þúsund fyrir ein- stakling sem hefur yfir 350 þús. mán- aðarlaun, eða um 51 þúsund á dag. Haustverð á Hótel KEA á Akur- eyri, miðað við hálfs mánaðar dvöl og þrjár góðar máltiðir á kaffiter- íunni daglega, er 134 þúsund, þannig að námskostnaðurinn miðað við það verð er 586 þúsund. Sé miðað við 8 tíma náms- eða íhugunartíma á dag greiðir einstakl- ingurinn 5.200 krónur á tímann. Reiknað er með að þátttakendur verði ca 20 og losar þá tíminn 100 þúsund krónur miðað við mann með áðurnefndar tekjur en Iágtekjumenn, atvinnujeysingjar, húsmæður og elli- lífeyrisþegar fá námskeiðið fyrir 320 þúsund. í þessu verði er falið 5 vikna kvöld- námskeið er svarar til svo sem tveggja átta stunda daga og verður náms- tímaverðið þá 2.817 krónur. Þrátt fyrir þessar tölur taldi Sturla námskeiðið ekki dýrt þar sem kennslugögn og tveggja kvölda viku- legir fundir í sex mánuði fylgdu með ef menn vildu nýta sér þá. Milljón króna auka- kostnaður „Þetta eru nú ekki nein ósköp,” sagði Páll Zóphóníasson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í viðtali við DB um það hver beinn kostnaður af verkfalli farmanna hefði orðið fyrir Vestmanna- eyjakaupstað. Sem kunnugt er hófu eyjaskeggjar mikla flutninga á mjólk og mjólkurvörum fljótlega eftir að verkfallið skall á og Herjólfur hætti siglingum. „Þetta hafa verið þrir flugdagar alls,” sagði Páll ennfremur. „Okkur telst til að um 30 tonn hafi verið flutt með flugvélum Eyjaflugs og Vængja og aukakostnaður vegna þess hefur numið rétt rúmri milljón, eftir því sem við komumst næst.” Páll sagði að ekki hefði verið farið að bera á tiltakanlegum vöruskorti, það væri oftlega þannig úti á landi að ekki fengjust allar vörur. Þeir hefðu fengið undanþágu strax í upphafi verk- falls til þess að mega landa kjöti og kar- töflum úr Heklunni og því hefði það ekki skort. ____________________—HP. Farmannadeilan: Enginn sáttafundur boðaður Ekki hefur enn verið boðaður sátta- fundur í farmannadeilunni en viðræður strönduðu sem kunnugt er sl. mánu- dag. „Menn búast við þvi að eitthvað fari að gerast eftir helgina i sáttafundaátt, hvað sem svo kemur út úr þeim fundi,” sagði Páll Hermannsson hjá FFSÍ i samtali við DB í gærkvöldi. Á fundi samninganefndar FFSÍ i gær var eftirfarandi samþykkt: „Vegna samgönguerfiðleika á landsbyggðinni samþykkir samninganefnd FFSÍ að verða við beiðnum um flutning með Skipaútgerð ríkisins á nauðsynjavörum til þeirra staða þar sem vöruþurrð er yfirvofandi vegna vegatakmarkana og aurbleytu á flugvöllum. Nefndin felur verkfallsnefnd FFSÍ að meta hverja einstaka beiðni um undanþágu til flutn- inga." Páll sagði að ástæðan fyrir þessari samþykkt væri ekki sízt sú að farmenn ættu von á löngu verkfalli. —GAJ- Forstjór- um fækkað umtvo Sigurður Helgason, einn þriggja nú- verandi forstjóra Flugleiða, verður einn forstjóri félagsins frá og með næstu mánaðamótum skv. samþykkt stjórnar félagsins í gær. Hinir forstjórarnir tveir, Örn O. Johnson og Alfreð Elíasson, gáfu ekki kost á sér í starfið. Örn er stjómarfor- maður og Alfreð varaformaður. —GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.