Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 10
iO
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1979.
HMEBUUUÐ
0 igefandk DagtdaOið hf.
* .amkv«mdasl}6ii: Svainn R. Eyjólfaaon. Rttatjóri: Jónaa Kristjánsson.
éttastjóri: Jón Birgir Þétursson. RHstjómarfuHtrúi: Haukur Halg&son. Skrtfstofustjóri ritstjómar
Jóhannas Reykdai. íþróttir HaUur Simonarson. Aðstoöarfréttastjórar Atli Steinarsson og Ómar Valdi-
marsson. Monnwig&rmái: Aöalstoinn Ingóifsson. Handrit Ásgrfmur Péisson.
ulaðamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttír, Gissur Sigurös-
-on, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólefur Geirsson,
Oiafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson.
Ijósmyndir Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson.
3krifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjóri: Már E.M. HaHdórsson.
Rrtstjóm SiAumCila 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, augtýsingar og skrifstofur Þverhottí 11.
Xðateimi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. i lausasöiu 150 kr. eintakið.
Kusu frjálshyggjuna
Fyrsta konan, sem verður forsætis-
ráðherra í sögu Evrópu, verður ekki of-
sæl af því verkefni, sem bíður hennar.
Margaret Thatcher mun reynast sízt
auðveldara að stjórna Bretlandi en
fyrirrennara hennar.
Frú Thatcher vann kosningarnar ekki
á persónulegum vinsældum. James Callaghan, for-
sætisráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, hefur
notið miklu meiri persónuvinsælda. Jafnvel formaður
hins tiltölulega litla Frjálslynda flokks, David Steel,
hefur verið vinsælli en frúin.
Miklir yfírburðir íhaldsflokksins, sem skoðana-
kannanir sýndu nokkrum vikum fyrir kosningar, urðu
nær að engu síðustu vikurnar. Loks sýndu skoðana-
kannanir, að íhaldsflokkurinn tók fjörkipp á síðustu
dögum og komst að nýju nægilega fram úr Verka-
mannaflokknum.
Almenningi þykir Margaret Thatcher fremur frá-
hrindandi stjórnmálamaður með yfírbragð efri milli-
stéttar.
Skoðanakannanir sýndu einnig töluverðan kyn-
ferðisfasisma brezkra karlmanna. Um fjórðungur
kvaðst illa sætta sig við, að kona yrði forsætisráð-
herra.
Frú Thatcher vann sigur sinn vegna stefnumála ein-
göngu. Fólk var búið að fá nóg af ruglingslegri stjórn
Verkamannaflokksins. Það valdi í staðinn stefnu
frjálshyggju.
Verkamannaflokknum hafði ekki tekizt að koma
miklu atvinnuleysi niður. Honum tókst ekki að rétta
Bretland úr kútnum. Atvinnuvegir eru illa staddir.
Framleiðni hefur verið langt á eftir því, sem gerist í
samkeppnislöndunum. Tilraunir til aukinnar ríkisfor-
sjár hafagefizt illa.
Kjarasáttmáli ríkisstjórnar Verkamannaflokksins og
launþegasamtaka hefur mest verið notaður sem tæki til
að halda kaupi niðri. Kjarasáttmálinn hefur lagzt illa í
verkafólk, sem sá ekki, að það fengi neitt í staðinn.
Verkföll hafa blossað upp, eins og menn muna frá síð-
asta vetri, þegar skólar lokuðust, sjúkrahús sinntu að-
eins neyðartilfellum, sorp var ekki hreinsað og látnir
komust varla í jörð.
Ljóst er, að eitthvað annað varð að reyna. Undir
stjórn Verkamannaflokksins var Bretland áfram í
öldudalnum.
Gegn þessu ástandi snerist íhaldsflokkurinn undir
forystu Margaret Thatcher með því að leggja fyrir
kjósendur stefnuskrá sem boðaði meiri frjálshyggju en
þekkzt hefur í flokknum í marga áratugi.
íhaldsmenn lofuðu að draga úr sköttum. Þeir sögð-
ust mundu draga úr valdi verkalýðsforingja. Atvinnu-
reksturinn fengi svigrúm til að sanna, að frelsi færði
bætt lífskjör.
íhaldsflokkurinn sakaði Verkamannaflokkinn um
að lauma inn auknum sósíalisma. Kjósendur skyldu
velja milli þess og frjálshyggju. Verkamannaflokkur-
inn svaraði í kosningabaráttunni með því, að þjóðnýt-
ingarsinnar höfðu sig lítt í frammi en fram var lögð
stefnuskrá, sem í engu benti til sósíalisma en hét bót og
betrun óljósum orðum.
Kjósendur voru áhugasamir. Þeir fjölmenntu á kjör-
staði í slæmu veðri og höfnuðu stjórn Verkamanna-
flokksins. Þrátt fyrir allt, sem skrifað hefur verið um
áhrif hárgreiðslu og mildra brosa, er augljóst, að kosið
var um stefnu fremur en fólk, þegar á hólminn kom.
í íhaldsflokknum með nýja andlitið veðjuðu menn
á, að aukið frelsi mundi rétta hlut Bretlands og gera
kauphækkanir mögulegar, þegar fram í sækti. Á þetta
mun reyna. Kosningaloforð segja gjarnan litinn sann-
leika. Frú Thatcher mun eiga erfíða daga, vafalaust
hart stríð við verkalýðssamtök, og tvísýnt er um, að
Bretlandi verði við bjargað.
t..
Thor Heyerdahl:
Gamlan sæfara
vantar verkefni
Eftir að hafa siglt á balsaviðarfleka
frá Perú til Polynesíu, siglt á papírus-
viðarbáti yfir Atlantshafið og á svip-
uðu skipi um Persaflóann og um
Arabíuhaf, hefur Norðmaðurinn
Thor Heyerdahl ákveðið að hætta
frekari sjóferðum á.slíkum farkost-
um.
Því er samt ekki að heilsa að Hey-
erdahl, sem nú er orðinn 64 ára, hafi
misst áhugann á því að stunda ævin-
týralif né að hann hafi sagt skilið við
frumlegar hugmyndir sínar um sigl-
ingaleiðir og siglingafræði til forna
og útbreiðslu mannlífs á jörðinni.
Þvert á móti sagði Heyerdahl að
hann ætti ekki fleiri úthöf til þess að
takast á við og fleiri tegundir af bát-
um, sem kynnu að hafa verið notaðir
til siglinga til forna, værí ekki að
finna.
Það er þó þýðingarmeira að Thor
Heyerdahl segist hafa sannað kenn-
ingar sínar.
„Með sjóferðum mínum um öU
heimshöf,” sagði Thor í viðtali við
New York Times nýlega, „hef ég'
fært sönnur á að þjóðir i Evrópu til
forna gætu hafa átt samskipti yfir
heimshöfin við önnur mannfélög á
þeim skipum og flekum, sem þá voru
notuð við siglingar. Það er skoðun
mín að það sé þeirra, sem halda því
fram að úthöfin hafi verið tU einangr-
unar, að sanna mál sitt.”
Nú er verið að sýna syrpu sjón-
varpsþátta í Bandaríkjunum um síð-
ustu ferð Thors, fjögurra mánaða
sjóferð, 4.200 sjómílur á 60 feta skipi
úr sefi úr mýrunum við Efrat og
Tígris.
Kon-tiki
Frægðarferill Heyerdahls hófst
árið 1947 eftir 101 dags sjóferð hans
á flekanum Kon-tiki. Hann þótti með
henni hafa sýnt fram á líkur á þvi að
menn frá Perú hefðu staðið að byggð
Kyrrahafseyja. Mannfræðingar hafa
hins vegar mótmælt þeirri kenningu,
aðallega á þeim grundvelli að mál-
lýzkur í Polynesíu bendi til eindregins
skyldleika við vestur Kyrrahafssvæð-
ið og Asíu.
Árið 1969 sigldi Thor Heyerdahl
yfir Atlantshafið frá Marokkó til
Barbadoseyja á skipi úr papírussefi,
sem gefið var heitið RA-Il. „Sjóferð-
in,” sagði Thor, „sannar að sam-
band kann að hafa verið milli Afríku
og landa kolumbísku Ameríku, sem
skýrir auk þess hvernig menn hafa
lært að byggja pýramída i báðum
þessum álfum.
Síðustu ferð sína, sem hann hóf í
SAMNINGUR
SEM ER TIL
SKAMMAR
Nú er liðið á annaö ár síðan ís-
lenska menntamálaráðuneytið gerði
samning við iþróttaráð Sovétstjórn-
arinnar um íþróttasamskipti. Samn-
ingsgerð þessi er fræg að endemum,
einkum afþremurástæðum:
1. Samningurinn var gerður án
samráðs við íslensku íþrótta-
hreyfinguna og án vitundar henn-
ar.
2. Samningurinnergerðurviðaðila
sem sýnt hefur íslenskri íþrótta-
hreyfingu eindæma ósvifni.
3. Samningurinn er íslendingum
óhagstæður.
Hinn 18. september sl. vakti ég
máls á þessu dularfulla athæfi. í
grein hér i Dagblaðinu rakti ég hinn
furðulega aðdraganda samnings
þessa og varpaði fram spurningu um
það hvað hefði fengið íslenska
menntamálaráðuneytið til þessarar
samningsgerðar. Urðu þá nokkur
blaðaskrif um málið þar sem lýst var
furðu yfir þessu leynimakki og því að
samningsgerðinni hafði verið haldið
leyndri þó að sjö mánuðir væru liðnir
frá undirritun.
Aumlegt yfirklór
Og það kom líka harla einkennileg
fréttatilkynning frá menntamála-
ráðuneytinu í Morgunblaðinu. Þar er
því blákalt logið að drög að sam-
komulagi hafi verið send bæði
íþróttasambandi íslands og Ung-
mennafélagi íslands. Stjórnir beggja
þessara fjöldasamtaka höfðu hins
vegar lýst því yfir að engin slík gögn
hefðu borist og að þeim hafi verið
allsendis ókunnugt um að þessi samn-
ingur hefði verið gerður. Ráðuneytið
lét auðvitað ekki svo lítið að svara
spurningunni um það hvað hefði
knúið það til að gera þennan samning
við sovésk yfirvöld á þennan hátt.
Sérlega aulaleg voru viðbrögð fyrr-
verandi menntamálaráðherra,
Vilhjálms Hjálmarssonar, sem ýmist
„kvaðst ekki muna sérstaklega eftir
þessari samningsgerð” eða að sér
hafi verið „vel kunnugt um umrædda
samningsgerð”. Hvort sem réttara
kann að vera, þá er hlutur hans jafn
slæmur. Það er náttúrlega ekki von á
góðu þegar sjálfur ráðherrann er
utangátta, en e.t.v. er skýringarvott
að finna í ummælum hans i Morgun-
blaðinu 28. sept. 1978: „Rússar eru
sérlega ýtnir við að koma slíkum
samningum á.”
Er það virkilega svo að sovésk
stjórnvöld geti ýtt íslenskum embætt-
ismönnum til slikra samninga þvert
ofan í yfirlýsta stefnu forsætisráð-
herra og án samráðs við þá aðila sem
ætlað er að annast framkvæmd
samningsins, þ.e. íslensku íþrótta-
hreyfinguna?
Kjallarinn
Eysteinn Þorvaldsson
Hvar er
áætlunin?
í 5. gr. samningsins segir að gera
eigi „samstarfsáætlun til eins árs i
senn” og að skipti á drögum eigi að
samin, eru þau vcrk sovéskra stjórn-
valda og einhverra íslenskra embætt-
ismanna sem engin tengsl hafa við
íþróttahreyfinguna. Á hin frjálsa
íþróttahreyfing að hlíta fyrirmælum
slíkra aðila? Hafa e.t.v. engin drög
verið samin? Var samningnum aldrei
,,Er það virkilega svo að sovésk stjórn-
^ völd geti ýtt íslenskum embættismönn-
um til slíkra samninga þvert ofan í yfirlýsta
stefnu forsætisráðherra . . • ?”
fara fram i nóvember fyrir komandi
ár. Nú er nóvember löngu liðinn.
Ekki var íslenska íþróttahreyfingin
beðin að vera með í ráðum til að
semja slík drög. Hafi þau verið
ætlað að vera annað en dauður bók-
stafur til að storka íþróttahreyfing-
unni?
Eysteinn Þorvaldsson
kennari.
V