Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 15
15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAl 1979.
Líklega verða flestir keppendur í Modified Standard flokki þegar
farið verður að keppa á kvartmílubrautinni i Kapelluhrauni. í
Bandaríkjunum nefnist sá flokkur Super Stock og hér er sigun egar-
inn í Super Stock flokki í Vetrarkeppninni, Allan Patlerson á Chev>
Novunni sinni. Fór Patterson kvartmílunaá 11.49 sek.
í 16 ár
Úrslitaspyrnan í Funny Car flokki: Greinilega sést að Reymond Beadle hefur misst stjórn á bíl sinum en á
hinni brautinni geysist Showtime Funny Corvettan hans Tom Hoover af stað.
stiga hita og þurfti stöðugt að vera að
breyta stillingum vélanna til að ná sem
mestu út úr þeim við misjafnar
aðstaeður.
Pro Stock flokkur
Segja má að Chrysler bílarnir hafi átt
Pro Stock flokkinn að þessu sinni, en
síðastliðin sex ár hefur varla verið
minnst á Chrysler í Pro Stock eða allt
frá þvi að Chrysler verksmiðjurnar
gáfust upp á að halda þungu Hemibíl-
unum út í keppnum. Bob Glidden,
heimsmeistarinn frá því í fyrra, mætti
nú til keppni í nýjum bíl, Plymouth
Arrow, með Small Block Chrysler vél.
Top Fuel flokkur
Lánið lék ekki við gömlu kempuna,
Don Garlits. í fyrsta skiptið síðastliðin
16 ár tókst honum nú ekki að komast í
aðalkeppnina. Don Garlits hefur nú
keppt í kvartmiluakstri í 27 ár og orðið
oftar heimsmeistari en nokkur annar.
Sigurvegari í Top Fuel varð Bob Noice
á Brisset & Drake grindarbílnum. i
úrslitaspyrnunni keyrði hann einn eftir
brautinni. Bob Bruins átti að keppa við
hann en i upphitun sprakk bensín-
leiðsla hjá honum og gat hann ekki
mætt á startlínu á réttum tíma.
Jóhann Kristjánsson
Hér spyrnir sigurvegarinn í Top Fuel
flokki, Bob Noice, við frú Shirley
Muldowncy en Muldowney átti hraða-
met mótsins, náði 426.81 km/klst.
Dennis Ferrara sigraði í Compe-
tition Alterd flokki. Fékk
Waco Kid Monzuna Rick DeLisi
lánaðan, setti vélina sina í hann og
vann flokkinn á 9.14 sek.
Baráttan um heimsmeistaratitilinn í
kvartmílúakstri 1979 hófst að vanda
með vetrarkeppni bandaríska kvart-
milusambandsins (NHRA Winter
nationals) sem haldin var á Pomona í
Kaliforníu dagana 31. jan. til 4. feb.
síðastliðinn.
Lítið varð um keppni tvo fyrstu
dagana vegna rigninga, en ekki er hægt
að keppa ef brautin er blaut. Var mikið
álag á keppendum vegna þess að þeir
höfðu einungis einn dag í forkeppnina
og gat hver þeirra einungis farið þrjár
til fjórar ferðir eftir brautinni. Fyrir-
komulagið í kvartmílukeppnunum er
þannig að þær skiptast í tvennt, for-
keppni og aðalkeppni. í forkeppninni
keyra bílarnir einir eftir brautunum og
keppa við klukkuna. Er þá settur lág-
markstimi sem bílarnir verða að ná til
að komast í aðalkeppnina. Ef bílarnir
eru fleiri en 16, sem ná lágmarkstíma,
eru 16 þeir bestu valdir í aðalkeppnina.
Að forkeppninni lokinni keppa svo
þessir 16 bílar til úrslita. Spyrna þeir þá
saman tveir og tveir og er þá um út-
sláttarkeppni að ræða. Vinnur sá sem
er á undan í mark en hinn tapar og
fellur úr keppninni. En það var fleira
sem hrelldi keppendur en rigningin.
Hitabreytingar voru miklar keppnis-
dagana, allt frá frostmarki upp í 30
Er bíllinn kostaður af Chrysler verk-
smiðjunum. Bob Glidden vann Pro
Stock flokkinn auðveldlega en í úrslita-
spyrnunni keppti hann við Camaro Bill
Jenkins. Besti timi Gliddens var 8.49
sek. en það er jafnt heimsmetinu er
hann setti síðastliðið ár á Ford Fair-
montinum. Er þetta mjög góður
árangur ef tekið er tillit til þess að þetta
var fyrsta keppnin sem Glidden keppir
á Arrowinum. Má telja fullvist að hann
muni bæta núgildandi heimsmet þegar
bíllinn og hann fara að kynnast betur.
Funny Car f lokkur
í Funny Car flokki gekk á ýmsu.
Don Prudhomme féll úr keppninni
strax í fyrstu umferð og tapaði hann
fyrir Billy Meyer. Komu þau úrslit
nokkuð á óvart en Prudhomme hefur
unnið Vetrarkeppnina fimm sinnum,
árið 1965 ’75, ’76, ’77 og '78. En sigur-
vegari í Funny Car flokki varð Tom
Hoover en hann keppir nú á nýrri
Funny Corvettu. í úrslitaspyrnunni
keppti Hoover við Raymond Beadle.
Þegar bílarnir tóku af stað byrjaði bíll
Beadles að spóla og missti hann stjórn
á honum og lenti þversum á brautinni.
Hoover sigraði því auðveldlega á 6.29
sek./388.35 km/klst.
ÁRonny Sox og Buddy Martin kepptu nú i Pro Stock flokki í
fyrsta skipti í sex ár. Mættu þeir á Dodge Omni með Small
Block Chrysler vél og gekk vel.
KcpPm
NHRA
Don Garlits
komst ekki
í aðalkeppnina
— í fyrsta skiptið