Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAl 1979. 13 Söngleikur á sviði Þjóðleikhúss Hópur úr Þjóðleikhúskórnum á sviði Prínsessan ekta Hún var ekta, prinsessan t ævintýri H.C. Andersens sem drottningin hugðist leiða í gildru með því að láta hana sofa á baunarkorni næturlángt. Hún var svo ekta að hún var öll blá og marin að morgni þrátt fyrir að tuttugu dýnur og tuttugu dúnsængur væru á milli hennar og baunarinnar. Sigríður Þorvaldsdóttir fær næstu vikurnar að tjá okkur raunir prinsessunnar ekta á sviði Þjóðleikhússins. Bessi Bjarnason leikur prinsinn unga sem prinsessan fékk eftir hina hörðu næturraun og Margrét Guðmundsdóttir og Róbert Arnfinnsson leika foreldra hans, Þras- laugu drottningu og Kynfreð kóng. Frumsýning á leikritinu Prinsessan á bauninni er á laugardagskvöldið. Leik- stjóri er Dania Krupska frá Sovétríkj- unum og hefur hún samið alla dansa. Henni til aðstoðar eru Þórhallur Sigurðsson leikari og Ólafía Bjarnleifs- dóttir ballettmær. Milli 40 og 50 leikar- ar taka þátt í sýningunni og eru þar meðtaldir 16 söngvarar úr Þjóðleikhús- kórnum. 10 manna hljómsveit leikur síðan undir öllu saman. Bjarnleifur Ijósmyndari brá sér á æfingu á Prins- essunni á bauninni í vikunni. -I)S Eymingja prinsessan var öll blá og marin eftir nætursvefn á baunarktypni. DB-myndir Bjarnlcifur. Kynfreður kóngur allur i ftækju. Flónið og trúbadúrarnir reyna að gera það sem þeir geta til bjargar. Búningarnir voru að fæðast þegar Bjarnleifur kom við. Sumir dansararnir klæddust pelli og purpura meðan aðrir voru á föðurlöndum. Þótt hún væri ekta prinsessa var hún sterk. Brynjur, sem í vegi hennar urðu, hóf hún á loft svo augun ætluðu út úr höfðinu á viðstöddum. LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON V 'i, * * I | S 1' /; I1 \ wu _ JÍ*Mr nllliil H W • ' •. a i: '31 ■Jfm, 1 W't 1 W \ im /&

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.